Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 3
Þing Neytendasamtakanna 1998
Neytandinn er ekki
einnar víddar vera
✓
- sagði forseti Islands
orseti íslands, Ölafur
Ragnar Grímsson, benti í
ávarpi sínu á að oft væri erfitt
að greina hvort aðalhreyfiöfl-
in í þjóðfélagsþróuninni væru
breyting markaðarins, tengsl
þjóða eða aðrir þættir. Stund-
um sé kennisetningin um
hlutverk markaðarins hafin í
of hátt veldi. Með því að líta
svo þröngt á að maðurinn vilji
aðeins hámarka arð sinn sé
hann smækkaður í einnar
víddar veru. Lífið sé ofið úr
fleiri þáttum, þar á meðal
menningar- og trúmálum.
Siðgæðishugmyndir í flestum
trúarbrögðum byggist á fórn,
afneitun á eigin hag. Um-
hyggjan um lífsförunautinn
og börnin ráðist til dæmis
ekki af bollaleggingum um
kostnað, arðsemi eða skyn-
samlega fjárfestingu.
Forsetinn sagði að hinn af-
stæði mælikvarði markaðarins
réði ekki öllum árangri þótt
hann væri forsenda framfara.
Mikilvægir þættir í hagsmun-
um almennings séu ekki á
markaðstorgum, en markaður
án öflugrar neytendavitundar
Nýkjörinn formaður tekur á móti forseta Islands.
og -verndar skili samfélaginu un og hagsæld hvers og eins.
takmörkuðum árangri. Þess Varðsveit neytenda sé æ mik-
vegna séu verkefni Neytenda- ilvægara leiðsöguafl urn um-
samtakanna samofin framþró- ferðaræðar samfélagsins.
Ur ávörpum gesta
Aþing Neytendasamtakanna sem var
haldið 24.-25. aprfl komu margir
góðir gestir, þar á meðal forseti Islands,
Ólafur Ragnar Grímsson. Hér á eftir eru
glefsur úr ávörpum gestanna.
Þjónustusamningur og ný kaupalög
Þórður Friðjónsson ráðuneytisstjóri flutti
þinginu ávarp Finns Ingólfssonar við-
skiptaráðherra. Ráðuneytið vill stefna að
gerð þjónustusamnings við Neytenda-
samtökin sem á að verða fyrsta skrefið í
stefnuáætlun fyrir neytendur. A grund-
velli tillagna frá Neytendasamtökunum
skal skilgreina á hvað þarf að leggja
áherslu, skipuleggja og samræma betur í
þágu neytendaverndar.
Lagt hefur verið fram frumvarp um
þjónustukaup og í haust er stefnt að
frumvarpi til nýrra kaupalaga en gildandi
lög um lausafjárkaup eru frá 1922. Fjölg-
að hefur verið nefndum til að úrskurða í
ágreiningi neytenda og fyrirtækja, sem er
fljótvirkari og ódýrari aðferð en dóm-
stólaleiðin.
Staðlar auka öryggi
Bruce J. Farquhar, framkvæmdastjóri
Staðlasamtaka neytenda í Evrópu
(ANEC), nefndi meðal annars að fjórar
milljónir manna hafa látið lífið í umferð-
arslysum frá upphafí bflaaldar. ANEC
hefur tekið upp samstarf við sjálfstætt
fyrirtæki sem annast reynsluakstur.
Þekktar bílaverksmiðjur í Evrópu töldu
sig á þessu ári ekki geta sett í ákveðna
nýja bílgerð fullkomnari tegund líknar-
belgja fyrr en árið 2003. Eftir að ANEC
birti niðurstöður sínar um takmarkað ör-
yggi þessara bíla dróst sala þeirra saman
um 40%. Innan fáeinna vikna var smíði
búnaðarins hafin og nú er hann korninn í
allar nýjar gerðir þessa framleiðanda.
Þarna hröðuðu neytendasamtök þróun-
inni um fímm ár. Farquhar sagði brýnt að
núverandi neytendavernd héldi velli í
landamæralausum heimi viðskiptanna.
Erlendis vegi hagsmunir og afl stórra fyr-
irtækja oft meira en neytenda í stöðlunar-
ntálum. Brýnt sé að raddir heyrist frá
smærri og hlutlausari ríkjum í þessum
efnum, þar sem yfirvöld þrýsti ekki á um
sífelldar málamiðlanir við stórfyrirtæki.
Raunverulegar kjarabætur
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, annar
varaforseti ASI, sagði áhættu felast í að
gera óvenju langa kjarasamninga eins og
síðast. Launafólk yrði að geta treyst því
að uppskera raunverulegar kjarabætur.
Vel hafi tekist til í verðlagseftirlitinu sem
ASÍ og BSRB stofnuðu til með Neyt-
endasamtökunum eftir samningana. Ekki
væri alltaf ódýrast að fá mikið magn fyrir
fáar krónur. Hlutverk Neytendasamtak-
anna fælist ekki síst í gæðaeftirliti og
baráttu fyrir bættum vörumerkingum.
Hún sagði að veita þyrfti meira aðhald
sjálfstæðum og opinberum aðilum sem
byðu þjónustu fyrir ungmenni. Ef svo
færi sem horfði yrðu það til dæmis að-
eins börn hinna efnameiri sem gætu lagt
stund á íþróttir og tónlist. Sérstaklega
lagði Ingibjörg áherslu á að við mættum
aldrei auka kaupmátt okkar fyrir tilstilli
barnaþrælkunar í fjarlægum löndum og
hvatti hún Neytendasamtökin til að
styðja baráttuna gegn barnaþrælkun.
Markaðshugsunin
getur skert lýðræðið
Ögmundur Jónasson formaður BSRB
sagði að skoða yrði verðlags- og kjara-
mál í víðu samhengi. Skattalækkanir og
lægra verð á vörum gætu komið að gagni
þegar til skamms tíma er litið, en væru
skammgóður vermir ef þær veiktu inn-
viði samfélagsins, leiddu til rýrari þjón-
ustu eða skuldasöfnunar. Spurningum
mætti varpa fram um gildi þess að fyrir-
tæki höfðuðu sífellt meira til neytenda á
öðrum forsendum en þeim sem tengjast
vörunni eða þjónustunni sjálfri, til dæmis
með fyrirheitum um að verja hluta af
ágóða til góðra verka. Um leið gerðu þau
kröfur um skattalækkanir sér til handa en
þá væri samneyslan jafnvel knúin til að
draga úr framlögum til sömu verkefna.
Ögmundur sagði afskipti Neytenda-
samtakanna af skrumi auglýsinga vera til
fyrirmyndar. Brýnt sé að bregðast við læ-
vísum áróðri og „ímyndarsköpun“ á öll-
um sviðum, og hann ítrekaði hugmynd
sína um að verðlauna auglýsingar á
grundvelli upplýsinga til neytandans:
„Við eigum ekki að una því að innihald
sé látið víkja fyrir umbúðum.“
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998
3