Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Side 22

Neytendablaðið - 01.06.1998, Side 22
Hyggilegt er jafnframt að safna í framkvæmdasjóð og forðast með því kostnað við lántökur. Þetta á við enda þótt framkvæmdir séu ekki beinlínis fyr- irsjáanlegar í næstu framtíð og fjárþörf sjóðsins því kannski ekki mikil að því er virðist. Komi skyndilega upp brýn við- gerðarþörf getur mörgum eigendum að öðrum kosti reynst erfitt að reiða fram sinn hluta kostnaðarins. Loks má nefna að húsreglur geta stuðlað að betri umgengni og minna sliti, sem aftur leiðir til minni viðhaldsþarfar. Vinna eigenda í eigin þágu: Kostn- aður við umhirðu sameignar, svo sem þrif, sorpumsjón og lóðarumhirðu, verð- ur helst sparaður með því að eigendur skipti þessum störfum á milli sín. A móti kemur hins vegar að sum verk krefjast fagmennsku, dragast stundum úr hömlu ella og verða jafnvel tilefni ósamkomu- lags í húsinu. Meginreglan er að stjórnarmenn þiggja ekki greiðslu fyrir störf sín enda í raun skylt að taka kosningu til slíkra starfa. Þeir sem ekki vinna sín skylduverk fyrir húsið geta þurft að greiða kostnað við að láta vinna þau verk fyrir sig. Sé fyrirhugað að grípa til slíkra úrræða er brýnt að kynna þá fyrirætlan fyrir öllum aðilum. Góð regla á hússjóði: Það er sjálf- sögð regla að greiða reikninga á réttum tíma og forðast með því dráttarvexti og annan kostnað vegna vanskila. Hússjóðsgjöld ber jafnframt að inn- heimta án ástæðulauss dráttar. Raunar er hér beinlínis um að ræða skyldu forsvars- manna húsfélagsins. Sjálfsagt er að inn- heimta dráttarvexti hjá þeim sem ekki greiða á réttum tíma. Dragist úr hömlu að innheimta gjöld í vanskilum getur það leitt til þess að húsfélagið missi svokall- aðan lögveðsrétt sinn. Lögveðsrétturinn felur í sér forgang kröfunnar í veðröð, komi til nauðungarsölu á viðkomandi íbúð. Lögveðið fellur hins vegar niður ef því er ekki fylgt eftir með lögsókn eða því lýst yfir við nauðungarsölu innan árs frá stofnun þess. Þá má geta þess að vanræksla á því að gæta hagsmuna húsfélags þegar íbúð í húsinu er seld nauðungarsölu getur leitt til þess að aðrir eigendur bíði tjón af. Eigi að selja íbúð í húsinu á nauðungar- sölu er ráðlegast fyrir húsfélagið að afla sér nánari upplýsinga með því að snúa sértil viðkomandi sýslumannsembættis eða fá aðstoð lögmanns, nema hvorttveggja sé. Þegar íbúð í fjölbýlishúsi er seld á al- mennum markaði ber seljanda og fast- eignasala skylda til að kynna kaupandan- um reikninga húsfélagsins, stöðu íbúðar- innar gagnvart hússjóði og yfirstandandi eða fyrirhugaðar framkvæmdir, viðgerðir eða endurbætur á húsinu. Þetta skal gert áður en kaupsamningur er undirritaður. I þessu skyni er lagt fram vottorð eða yfir- lýsing frá húsfélaginu um þessi atriði á sérstöku eyðublaði sem fasteignasalan lætur í té. Mikilvægt er að forsvarsmenn húsfé- laga vandi sig við gerð þessara yfirlita til að eigendaskiptin valdi húsfélaginu ekki vanda. Rangt yfirlit getur varðað bæði húsfélagið og forsvarsmenn þess ábyrgð. Akvörðunartaka í föstum skorðum: Svo sem fyrr sagði er húsfélagið vett- vangur ákvarðana um sameiginlega hags- muni íbúðareigendanna. Lög um fjöl- eignarhús hafa að geyma ýtarleg ákvæði um hvernig skuli staðið að slíkri ákvörð- unartöku, svo sem um dagskrá funda, fundarboðun, fundargerðir, atkvæða- greiðslur o.fl. Hirði forsvarsmenn húsfélags ekki um að gæta að þessum atriðum getur það orðið til þess að einstakir eigendur öðlist rétt til að neita að greiða hlutdeild í kostnaði. Á það er einnig að líta að kostnaður er fljótur að hrannast upp í tilefni af þrætumálum, svo sem vegna lögmanna og endurskoðenda. Það er þvf lykilatriði að vanda til húsfunda. Rekstraráætlun lögð fram: Stjórn húsfélags er skylt að leggja fram á aðal- fundi rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár. Góð rekstraráætlun veitir yfirsýn yfir reksturinn og er forsenda fyr- ir réttri álagningu húsgjalda. Vanáætluð húsgjöld eru ávísun á aukinn kostnað. Ofáætluð húsgjöld má jafna við ársupp- gjör. Eftirlit með hússtjórn, ársreikning- ur: Eigendur þurfa að veita hússtjórninni nauðsynlegt aðhald og tryggja með því hagsmuni sína. Opnir stjórnarhættir hús- stjórnar, svo sem reglulegir fundir, greið upplýsingagjöf o.s.frv. skapa einnig á- nægju og auðvelda þannig sambýlið. Kjölfestan í eftirliti eigenda er árs- reikningurinn. Endurskoðaður ársreikn- ingur á að geta sýnt eigendum hvort rekstur húsfélagsins er í lagi. Til þess að eigendur geti kynnt sér efni ársreiknings er rétt að hússtjórn dreifi honum til fé- lagsmanna með hæfilegum fyrirvara fyrir aðalfund. Ákvæði um skyldu og frest hússtjórnar til slíks mætti jafnvel setja í húsfélagssamþykktir. Þjónusta á lágu verði eða að kostn- aðarlausu: Kærunefnd fjöleignarhúsa- mála er nefnd á vegum félagsmálaráðu- neytisins og hefur hún það hlutverk að veita álit um ágreining milli eigenda í fjöleignarhúsum. Ágreiningurinn þarf að varða réttindi þeirra og skyldur sam- kvæmt lögunum um fjöleignarhús. Nefndin hefur aðsetur hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Málsmeðferð er aðilum að kostnaðarlausu. Húsnæðisstofnun ríkisins veitir upp- lýsingar um málefni fjöleignarhúsa með dreifingu fræðsluefnis, símatímum og viðtölum, meðal annars við lögfræðing. Þessi þjónusta er íbúunum að kostnaðar- lausu. Húseigendafélagið er hagsmunafélag hús- og íbúðareigenda. Félagið sinnir annars vegar almennri hagsmunagæslu og hins vegar ráðgjöf og þjónustu við fé- lagsmenn, einkum lögfræðiiegri aðstoð og upplýsingamiðlun. Stefna félagsins er að stilla gjaldtöku í hóf. Húsfélög með sex eða færri eignarhlutum greiða 1.400 kr. fyrir hvern eignarhluta í árgjald og 6.200 kr. í skráningargjald við inngöngu í félagið (innifaldir eru tveir viðtalstímar hjá lögfræðingi). Húsfélög með fleiri en sex eignarhlutum greiða 1.400 kr. fyrir hvern eignarhluta í árgjald og 9.300 kr. í skráningargjald við inngöngu í félagið (innifaldir tveir viðtalstímar hjá lögfræð- ingi). Séu eignarhlutar 25 eða fleiri er gert tilboð. Úrskurðarnefnd Húseigendafélagsins, Neytendasamtakanna og Samtaka iðnað- arins úrskurðar í ágreiningi um kaup á vörum eða þjónustu frá aðila innan Sam- taka iðnaðarins. Kostnaður við að leggja mál fyrir nefndina er 3.500 kr. 22 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.