Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 23
Utan úr heimi
Öryggi
í ferju-
siglingum
Rannsóknastofnunin
International testing hef-
ur með styrk frá Evrópusam-
bandinu gert rannsókn á ör-
yggi farþega í ferjusiglingunt.
Niðurstaðan sýnir að því
norðar í Evrópu sem ferjan er
gerð út, þeim mun meira er
öryggið. Þannig var verulegur
munur á öryggi í þeim ferjum
sem sigla um Norðursjó og
Eystrasalt og þeim sem sigla
um Miðjarðarhaf. Dæmi voru
um að ítalskar og grískar ferj-
ur fengju falleinkunn í rann-
sókninni. Kröfur um harðari
reglur í ferjusiglingum hafa
því fengið aukinn hljóm-
grunn, en það eru hins vegar
stjómvöld í hverju landi sem
hafa eftirlit með ferjum.
Norska neytendablaðið
„Forbrukerraporten“ mælir
með þessu við þann sem er
halda í ferjusiglingu: Lestu
öryggisleiðbeiningar um leið
og þú gengur um borð,
kynntu þér síðan skipið, hvar
þú býrð og hvar neyðarút-
gangar eru. Þar með hefurðu
gert það sem þú getur til að
þér líði betur um borð.
Vonbrigði vegna vöruábyrgðar í ESB
Eins og skýrt var frá í
síðasta hefti Neyt-
endablaðsins samþykkti
Evrópuþingið í mars
stefnu um ábyrgð á göll-
uðum vörum seldum inn-
an Evrópusambandsins.
Ráðherrar neytendamála
í ESB-ríkjunum sam-
þykktu svo í apríl nýja
löggjöf um vöruábyrgð.
Evrópusamtök neytenda
(BEUC) segja hana
tryggja löngu tímabæran
grundvallarrétt vegna
vörukaupa á ESB-mark-
aði en telja hana alls ekki
fullnægjandi fyrir neyt-
endur og vonast til að
Evrópuþingið endurbæti
lögin síðar á árinu.
Samtökin eru sérlega
óánægð með að ekki
skyldi farið að þeint til-
mælum Evrópuþingsins
að neytendur geti snúið
sér til fulltrúa framleið-
enda í heimalandi sínu
reynist vara gölluð.
Sömuleiðis gagnrýna þau
ráðherrana fyrir að tak-
marka valkosti neytenda,
því framkvæmdanefnd
ESB hafði lagt til að þeir
gætu valið milli viðgerð-
ar, skipta, afsláttar á
verði eða endurgreiðslu,
en ráðherrarnir ákváðu
að neytandinn geti aðeins
valið milli viðgerðar eða
skipta. Sömuleiðis létu
þeir yfirvöldum í hverju
ríki það eftir að ákvarða
tímafrestinn á því hvenær
kaupendur séu skyldir til
að gera seljanda aðvart
um galla. Samtökin telja
að neytendur muni eiga
erfitt með að átta sig á
því hvaða reglur eiga við
á hverjum stað. Loks
gagnrýna samtökin ráð-
herrana fyrir að seinka
gildistöku laganna, en
þau munu ekki verða virk
að fullu fyrr en eftir þrjú
ár.
Útraustar
flugstöðvar
Flugumferð eykst stöðugt. Þannig
er spáð að farþegum í Evrópu
fjölgi úr 400 milljónum á árinu 1995
í 800 milljónir árið 2010. Ef litið er
til jarðarinnar allrar voru flugfarþeg-
ar á árinu 1994 1,2 milljarðar. En
flugstöðvarnar eru mistórar og 75
þeirra eru með 70% af allri flugum-
ferð. Alþjóðlegar flugstöðvar í Evr-
ópu eru sífellt stækkaðar og það get-
ur verið erfitt að rata um gangana.
Þetta krefst góðrar hönnunar og
skipulagningar, og tæknilegt öryggi
verður að vera í lagi.
I aprfl 1996 kom upp eldur í flug-
stöðinni í Dusseldorf. Þar fórust 17
og 87 slösuðust. Meginástæða þessa
mikla manntjóns var að ekki voru
fyrir hendi nægar undankomuleiðir.
Síðan hafa neytendasamtök haft
verulegar áhyggjur af öryggi í flug-
stöðvum og ákvað Evrópusambandið
að styrkja þau til slíkrar rannsóknar.
Nú hefur stofnunin International test-
ing lokið rannsókninni sem náði til
34 flugstöðva í Evrópusambands-
löndum og Noregi. Islensku neyt-
endasamtökin voru ekki orðin aðili
að IT þegar rannsóknin byrjaði og
því er Leifsstöð ekki með. Kannað
var hvernig öryggi er við eldsvoða,
skipulagning stöðvanna var athuguð í
því tilliti og kannað hversu greiðar
undankomuleiðirnar eru.
I ljós kom að í fjórðu hverri flug-
stöð eru eldvarnir ófullnægjandi og á
það ekki síst við um flugstöðvar í
Suður-Evrópu. Þannig fær ílugstöðin
í Lissabon einfaldlega falleinkunnn.
Tvær aðrar flugstöðvar í Portúgal, í
Faro og Funchal fá heldur skárri ein-
kunn, þó ekki sé hún góð. Santa á við
um tvær flugstöðvar á Spáni, í
Madrid og Barcelona, og allar þrjár
stöðvarnar sem rannsakaðar voru í
Grikklandi. Það vekur athygli að
flugstöðin í Hannover í Þýskalandi
fær sömu einkunn. Aðeins þrjár flug-
stöðvar fá einkunn yfir meðallagi, en
það eru flugstöðvarnar í Stokkhólmi,
Miinchen og Diisseldorf, en sú síð-
astnefnda er nú ntun öruggari en áður
eftir endurbyggingu. Kastrup-flug-
stöðin, en þangað fljúga Flugleiðir
flestar ferðirnar, fær aðeins meðal-
einkunn og er meginástæða þess að
skipulagning stöðvarinnar er undir
meðallagi.
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998
23