Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 24
• • • ' • *s Lesendur spyrja Neytendablaðið hvetur lesendur til að senda bréf með spurningum sem vakna hjá þeim um ýmis neytendamál. Sendið bréfið til Neytendablaðs- ins, Pósthólfi 1096, 121 Reykjavík. Nafn og heimilisfang sendanda þarf að koma fram en er ekki birt í blaðinu nema þess sé sérstaklega óskað. Eru upplýsingar fjarlægðar úr lyfjaumbúðum? Ieð erlendum lyfjum fylgja stundum upplýsingar á erlendum tungumálum, en hérlendis virðast slíkar upplýsingar fjarlægðar úr umbúðum erlendra lyfja, nema einstaka sinnum virðist það gleymast. Eg hef jafnvel grun um að til kunni að vera evrópskar reglur sem kveða á um að skylda sé að veita svona upp- lýsingar, enda eðlileg neytendaþjón- usta. Ég hef einu sinni drepið á þetta við embættismann sem tengist þessu máli og taldi hann að þetta leiddi að- eins til kostnaðar, og kunningi minn í apótekarastétt telur að svona upplýs- ingar yrðu aðeins til að gera almenn- ing ímyndunarveikan. Svar Neytendablaðsins: Neytenda- blaðið aflaði sér upplýsinga hjá Lyfja- eftirliti ríkisins um hvernig þessu væri háttað. Ekki eru til neinar reglur sem segja að upplýsingar skuli fjarlægðar og það er því ákvörðun viðkomandi innflytjanda eða apótekara að gera þetta, sé þetta enn gert. Að mati Neyt- endablaðsins á slíkt ekki að viðgangast nema í undantekingartilvikum og þá aðeins ef þar koma fram upplýsingar eða annað sem er óheimilt samkvæmt íslenskum lögum. Það er rétt hjá bréf- ritara að nú eru komnar EES-reglur um að framleiðendur og dreifingaraðilar tryggi að öllum lyfjum fylgi seðlar á íslensku þar sem fram komi allar þær upplýsingar sem taldar eru geta nýst sjúklingum. Island hefur aðlögunar- tíma, en nú þegar eru slíkir seðlar með sumum lyfjaflokkum og innan nokk- urra ára á þetta að vera komið með öll- um lyfjum. Leiðarvísir á þýsku Er einhver kvöð á seljanda vöru að með henni fylgi leiðbeiningar á einhverju sérstöku tungumáli, til dæmis ensku eða dönsku? Ég keypti mér ISDN-síma hjá ís- landssíma á dögunum og með honum fylgdi leiðarvísir á þýsku sem ég skildi ekki orð í. Það eina sem ég gat gert við tólið var að hringja og ansa þegar hringdi. Mér hafði verið sagt að möguleikar sím- tólsins væru margvíslegir og notadrjúgir. Þetta kemur mér ekki að gagni þar sem „læsilegan“ leiðarvísi vantar. Hver er rétt- ur minn til að fá íslenskar leiðbeiningar? Svar Neytendablaðsins: Ekki eru til regl- ur sem segja að kaupendur eigi rétt á ís- lenskum leiðbeiningum. Þó er heimild í samkeppnislögum til að setja slíkar reglur en yfirvöld hafa ekki séð ástæðu til nýta sér þessa heimild. Ef um matvörur er að ræða skulu þó upplýsingar á umbúðum vera á íslensku, ensku eða Norðurlanda- máli öðru en finnsku. Ef um hættulegar vörur er að ræða skulu viðvaranir og aðrar leiðbeiningar vera á íslensku. Þú hefur því ekki í þessu tilviki lagalegan rétt til að krefjast leiðarvísis á „læsilegu“ máli. Því hvetur Neytendablaðið alla sem kaupa sér tæki þar sem þarf leiðbeiningar að kanna hvort hentugur leiðarvísir fylgir með og ef svo er ekki, hvort seljandinn tryggi þá góða kennslu og hvort hún sé inni í verði þess hlutar sem keyptur er. Það er hins vegar ljóst að góðar leiðbeiningar á ís- lensku gefa vísbendingu um traust inn- flutningsfyrirtæki. Tilboðsverð á GSM-símum I ýlega birtist auglýsing frá raftækja- I versluninni Elkó þar sem auglýstur var GSM-sími á 9.900 krónur. Ég var mættur í verslunina kl. 11, en búðin opn- ar kl. 10. Var mér þá sagt að þeir 50 sím- ar sem voru seldir á þessu tilboðsverði væru uppseldir, en það kom ekki fram í auglýsingunni að um ákveðinn fjölda væri að ræða á þessu tilboðsverði. Mér var sagt að ég gæti komið aftur eftir há- degi og gæti ég þá fengið símann á 14.900 krónur. Að sögn Elkó-manna hefði fyrirtækið ekki efni á að niður- greiða símana svona. Getur verslunin virkilega komist upp með að plata við- skiptavinina á þennan hátt til sín? Svar Neytendablaðsins: Samkvæmt samkeppnislögum er óheimilt að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upp- lýsingar í auglýsingum enda eru upp- lýsingarnar til þess fallnar að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vöru. f aug- lýsingunni frá Elkó eru GSM-símar auglýstir á tilboðsverði á 9.900 kr. Ekki var tekið fram í auglýsingunni að takmarkaður fjöldi síma væri í boði á þessu tilboðsverði og því mátti fólk treysta því að nóg væri til af GSM-sím- um á lækkuðu verði í versluninni. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Neyt- endablaðið telur því að auglýsing Elkó hafi verið ófullnægjandi og villandi og að hún hafi brotið gegn ákvæði sam- keppnislaga þar sem einungis takmark- aður fjöldi síma var til sölu á auglýstu verði. Það má ætla að mun færri hefðu komið í verslunina til að kaupa sér GSM-síma ef fullnægjandi upplýsingar hefðu komið fram í auglýsingunni og markmið hennar var því augljóslega að fá sem flesta til að koma í verslunina en að mati Neytendablaðsins á röngum forsendum. Samkeppnisstofnun ber að hafa eftirlit með því að auglýsingar standist samkeppnislög og ber stofnun- inni að grípa til aðgerða gagnvart þeim sem birta ólöglegar auglýsingar.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.