Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Síða 4

Neytendablaðið - 01.06.1998, Síða 4
Þing Neytendasamtakanna 1998 Ályktanir þings Neytendasamtakanna W Aþingi Neytendasamtakanna sem haldiö var 24.-25. apríl sl. var samþykkt stefnu- og starfsáætlun samtak- anna fyrir næstu tvö ár. Einnig voru samþykktar fjölmargar ályktanir. Þær sem ekki birtast að sinni fjölluðu meðal annars um fjármál heimilanna, um aðgang fólks að öruggum leigumarkaði, neytendafræðslu, matvæli og lífræna framleiðslu, um samskiptareglur hjá opinberum stofnunum og um öryggis- og staðlamál. Stefnu- og starfsáætlunin og allar ályktanirnar liggja frammi á skrifstofu Neytendasamtakanna. Er markaðurinn á ráttri leið? Mikil eindrœgni ríkti meoal þingfulltrúa á starfssömu þingi. ing Neytendasamtakanna lýsti áhyggjum sínum af því hvernig markaðurinn hef- ur verið að þróast. Þetta kom fram í fjölmörgum ályktunum þingsins. Tryggðarkort I ályktun um tryggðarkort segir meðal annars: „Tryggð- arkortin eru mjög vafasöm miðað við það markmið sam- keppnislaga að örva sam- keppni, enda eru tryggðarkort sem slík fallin til þess að draga úr samkeppni. Þau draga úr verðskyni neytenda, enda er kortunum ætlað að fá neytendann til að halda tryggð við seljandann óháð verði og gæðum. Glöggt verð- skyn neytenda er hins vegar ein meginforsendan fyrir virkri samkeppni. Sum atriði í skilmálum tryggðarkorta stríða gegn eðlilegri neytendavernd. Það er skoðun þings Neytenda- samtakanna að lögfesta beri með vísan til samkeppnislaga leiðbeinandi reglur umboðs- manna á Norðurlöndum um tryggðarkort. Slíkt yrði mjög til bóta og mundi tryggja stöðu neytenda hér á landi. Þing Neytendasamtakanna minnir á að viðskiptaráðherra hefur gefið út yfirlýsingu á al- þingi þar að lútandi. Þingið telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi með hertum reglum að neytendur geti haft yfirsýn yfir þessi kort og að hægt verði að innleysa ávinning hverju sinni á sölustað þegar keypt er. Jafnframt þarf að tryggja að tölvunefnd hindri markaðsnotkun þeirra upplýs- inga sem hægt er að afla með notkun tryggðarkorta.“ Kaupauki og happdrætti Notkun kaupauka og happ- drættis til að auka sölu hefur aukist ár ári og taldi þing Neytendasamtakanna að gengið væri úr hófi fram. Þingi benti á að „börn ákveða í vaxandi mæli innkaup heim- ilanna, allt eftir því hvað þau geta unnið sér til vinnings. Jafnframt eru happdrætti og kaupaukar í vaxandi mæli notaðir samhliða tryggðar- kortum í sölu til neytenda, en slíkt gerir neytendum enn erf- iðara en áður að bera saman raunverulegt verð hjá seljend- um. Jafnframt reyna seljendur á þennan hátt að binda neyt- andann sem best niður á bás- inn sinn. Þessar söluaðferðir draga úr aðhaldi neytenda á markaðnum og verðsam- keppni minnkar. Þetta stríðir því gegn markmiðum sam- keppnislaga, auk þess sem þetta er í eðli sínu andstætt hagsmunum neytenda og hækkar vöruverð. Þing Neytendasamtakanna telur að viðskiptalífið hér á landi hafi gengið alltof langt í að nýta sér þessar söluaðferð- ir og að það hafi verið mistök hjá löggjafarvaldinu að heim- ila þær. Þing Neytendasam- takanna hvetur viðskiptaráð- herra að taka stöðu með neyt- endum í þessu máli og beita sér fyrir breytingum á sam- keppnislögum þannig að neyt- andinn eigi þess jafnan kost að velja á milli kaupauka eða afsláttar í peningum." Auglýsingar í ályktun þingsins segir: „Neytendasamtökin standa vörð um þá kröfu að í auglýs- ingum séu veittar réttar upp- lýsingar, börn séu látin í friði af auglýsendum, ákvæði laga um auglýsingar séu skýr og þeim framfylgt skilyrðislaust. Þing Neytendasamtakanna telur að endurskoða beri lög og reglur um auglýsingar og miða að eftirfarandi: Reglur Alþjóðaverslunar- ráðsins og Sambands ís- lenskra auglýsingastofa verði aðalviðmiðunin ásamt nor- rænni löggjöf. Meðal annars verði tryggt að verð gefið upp í auglýsingum teljist bindandi tilboð til neytenda og leitað eðlilegra takmarka um aug- lýsingar sem beint er til barna. Ákvæði og viðurlög vegna brota á lögum um auglýsingar verði hert og tryggt að hægt sé að grípa fyrr til aðgerða gagnvart þeim sem þau brjóta.“ Verðlagning sérfræðiþjónustu I ályktun um þetta efni er bent á að til að örva samkeppni hafi samtökum sérfræðihópa verið bannað að gefa út leið- beinandi verðskrár. Bent er á að samningsstaða neytenda í samskiptum við þessa hópa er afar veik og raunar engin í sumum tilfellum. Því hvatti þingið samkeppnisyfirvöld til þess að samræma nú þegar hvernig þessi breyting hefur reynst fyrir neytendur. Mikil- vægt er að ljúka þessari rann- sókn sem fyrst „þannig að hægt sé að meta hvernig þetta hefur reynst neytendum og jafnframt að gripið verði til ráðstafana til að auka sam- keppni í verði og gæðum. Benda má á þann möguleika að skylda sérhvern þjónustu- veitanda til að birta verðskrá og skilmála með aðgengileg- um hætti á almennum vett- vangi. Að því er varðar starf- semi á borð við innheimtu, þar sem tíðkast hefur að verk- þolandi borgi fremur en verk- beiðandi, er full ástæða til að setja reglur um hámarks- greiðslu þolanda." 4 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.