Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Síða 16

Neytendablaðið - 01.06.1998, Síða 16
Gæðakönnun Húðkrem - jafngóð en misdýr Ekki er vafi á því að raka- krem hafa góð áhrif á húðina. Þessi gæðakönnun nær til fímm tegunda dags- og næturkrems og fá þær allar góða einkunn. Aftur á móti er á þeim ótrúlegur verðmunur. Góð andlitskrem jafnt á nóttu sem degi Konur um og yfir fertugt eru drjúgar við kremnotkun. ís- lenskar konur eru áreiðanlega engir eftirbátar þýskra kvenna í þessum efnum en í Þýska- landi nota 70% kvenna um fertugt dagkrem og 60% nota einnig næturkrem. I þessari þýsku gæðakönnun eru athug- aðar fimm tegundir af svokölluðu 24-tíma-kremi. Slíku kremi er fyrst og fremst ætlað að viðhalda raka and- litshúðarinnar og verja hana fyrir utanaðkomandi áhrifum, svo sem þurrki, kulda, heitu lofti eða miklum hitabreyting- um. I hvert skipti sem húðin er hreinsuð missir hún raka og fitu. Húð ungs fólks er fljót að endumýjast og bæta þannig úr þessum missi en með ámnum hægir ferlið á sér. Húðin verður þá háðari því að fá rakastigið endumýjað utanfrá. Rakakremið ver húðina og gerir hana þéttari og heil- brigðari. Sumir framleiðendur full- yrða að framleiðsla þeirra hæfi andlitshúð allra. Sú er yfirleitt ekki raunin. Sé húðin mjög þurr henta ekki allar kremtegundir til langvarandi notkunar. Við því er ráðlagt að nota feitara krem, sérstak- lega yfir nóttina. Góð krem Allar tegundimar fimm reyndust góðar með tilliti til rakaeiginleika. Þrjátíu konur notuðu kremin í tvær vikur kvölds og morgna á innan- verðan framhandlegg, en þar er húðin sérstaklega næm og því auðvelt að merkja allar breytingar. Jafnvel tólf tímum eftir að kremið hafði verið borið á húðina var hægt að sjá veru- lega breytingu á húðrakanum til hins betra. Þrjár tegundir, Juvena, Lancöme og L’Oréal, fengu hæstu mögulega ein- kunn fyrir rakahæfni og vegna eiginleika fyrir þurra og ójafna húð, en hinar tvær fengu næstbestu einkunn fyrir þetta tvennt. I heildina voru konurnar mjög ánægðar með allar teg- undirnar. Eftir tveggja vikna notkun vom þær sammála um að kremin væru auðveld í notkun og gengju auðveldlega inn í húðina. I heildarniðurstöðu fengu Juvena, Lancöme og L’Oréal næsthæstu einkunn, en Oil of Ulay og Body Shop fylgdu fast á eftir með meðalein- kunn. NEYTENDASTARF Efí IALLRA ÞÁGU 10-11 verslanirnar Akureyrarbær Borgarbyggó Dalvikurbær Emmessís ht, Bitruhálsi 1, Rvík Fjarhltun, verkfræóistofa, Borgartúni 17, Rvík Haraldur Böóvarsson hf., Akranesi Hltavelta Reykjavíkur, Orensásvegl 1 Húsavíkurkaupstaóur Hverageröisbær íslenskir aóalverktakar Japis, Brautarholti 2, Rvík Kaupfélag Árnesinga, Suóurlandl Kaupfélag Héraösbúa, Egilsstöóum Kaupfélag Skagfiróinga, Sauóárkróki Kaupfélag Þlngeyinga, Húsavík KEA - Nettó, Óseyrl 1, Akureyri Kjötiónaöarstöóin, Oddeyrartanga, Akureyri Mjólkursamlag KEA, Akureyri Mjólkursamsalan, Bitruhálsi 1, Rvík Nióursuóuverksmiójan ORA, Vesturvör 12, Kóp. Rafmagnsveita Reykjavíkur, Suóurlandsbraut 34 Samvinnuferóir-Landsýn Seólabanki íslands Síldarvlnnslan, Neskaupsstaó Slippfélagió, málninga verksmiöja, Dugguvogi 4, Rvík Stjörnuegg, Vallá, Kjalarnesi Tryggingastofnun ríkisins Vestmannaeyjabær Visa ísiand - Greióslumiölun hf. Vopnafjaróarhreppur Þórshafnarhreppur Ölfushreppur 16 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.