Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Lækkun húsnæðiskostnaðar
Kostnaður við þrif á sameign skiptist
jafnt á milli eigenda.
Sorpumsjón: Húsfélag þarf að sjá til
þess að í sorpgeymslu sé skipt urn sorpí-
lát eða fært til í þeim daglega eða eins oft
og þörf krefur, og sorprennur, ílát og
annað hreinsað um það bil tvisvar á ári.
Kostnaður hverrar íbúðar við kaup á
slíkri þjónustu, til dæmis í 8 íbúða húsi,
er oft um 3-600 kr. á mánuði.
Kostnaður við sorpumsjón skiptist
jafnt á milli eigenda.
Lóðarumhirða: Oftast hafa húsfélög
nokkra lóð og um hana þarf auðvitað að
hirða. Víða þarf að klippa tré einu sinni á
ári, kantskera að vori, snyrta runna og
beð reglulega yfir sumarið og slá og
hirða af grasflötum um það bil þriðju
hverja viku. Einnig getur verið um að
ræða úðun og áburðargjöf.
Kostnaður við kaup á slíkri þjónustu í
8 íbúða húsi gæti verið á bilinu
100-200.000 kr. yfir sumarið.
Kostnaður við lóðarumhirðu skiptist
jafnt á milli eigenda. Nýframkvæmdir (til
dæmis gróðursetning) og viðhald á lóð
(til dæmis málning á grindverk) er hins
vegar hlutfallsskiptur kostnaður.
Uinsýslukostnaður vegna hússjóðs:
Rekstur húsfélags hefur óhjákvæmilega í
för með sér ákveðinn umsýslukostnað
eins og hver annar rekstur. Þannig þarf til
dæmis að innheimta hússjóðsgjöld, varð-
veita og ávaxta fé húsfélagsins, greiða
reikninga og færa bókhald.
Nú færist sífellt í vöxt að húsfélög
nýti sér húsfélagaþjónustu banka og
sparisjóða til að sjá um ákveðna þætti í
rekstrinum. Þessu fylgir að sjálfsögðu
nokkur kostnaður. A móti kemur hins
vegar að umstang gjaldkera ntinnkar
stórlega og góð kjölfesta kemur í rekstur-
inn. Útsending greiðsluseðla til gjaldkera
húsfélags kostar 70-80 kr. fyrir hvern
seðil. Yfirlit eru send út mánaðarlega og
urn hver áramót, án sérstakrar gjaldtöku,
misjafnlega útfærð og ýtarleg. Fast
mánaðargjald fyrir aðild að húsfélaga-
þjónustu er á bilinu 0-1.500 kr. allt eftir
stærð húss og umfangi þjónustu.
Þá hafa flest húsfélög ávísanareikning
og kostnaður þeirra við hann er sá sami
og almennt gerist. Hvert tékkhefti (25
blöð) kostar 270-280 kr. Færslan á
hverri ávísun kostar 19-21 kr. og hvert
yfirlit 45 kr. Vextir af yfírdráttarheimild,
þegar hún er fyrir hendi, eru á bilinu
14,50-14,55%, þar af er svokallað heim-
ildargjald 0-8%. Þá borga menn hlutfall
af yfírdráttarheimildinni allri, enda þótt
þeir hafi einungis nýtt sér hana að hluta.
Stundum er aðeins tekið heimildargjald
ef yfirdráttur fer yfír tiltekna fjárhæð.
Stjórn húsfélags er lögskylt að leggja
fram á aðalfundi ársreikning fyrir félag-
ið, þ.e. efnahags- og rekstrarreikning.
Þess ber að geta í þessu sambandi að árs-
yfirlit húsfélagaþjónustu banka og spari-
sjóða er ekki fullnægjandi ársreikningur.
Yfirlitið er hins vegar grundvallargagn
þegar reikningurinn er útbúinn.
Arsreikningur skal vera áritaður af
endurskoðanda húsfélagsins. Endurskoð-
andi húsfélagsins þarf ekki að vera lög-
giltur endurskoðandi nema þess hafi ver-
ið krafist af fjórðungi félagsmanna, ann-
aðhvort miðað við fjölda eða eignarhluta.
Hafi verið kallaður til löggiltur éndur-
skoðandi af einhverjum ástæðum, svo
sem vegna ntikils umfangs eða óreiðu af
einhverju tagi, fer kostnaður að sjálf-
sögðu eftir atvikum. Almennt er þetta þó
dýr þjónusta. Það getur því kostað mikið
að þurfa að kalla til sérfræðinga til að
koma lagi á óreiðuna.
Kostnaður við umsýslu vegna hús-
sjóðs skiptist jafnt á milli eigenda.
Húsvarsla: I mörgum stærri fjölbýlis-
húsum eru húsverðir. Starfsskyldur
þeirra eru mjög misjafnar og kjörin að
sama skapi. Húsverðir sinna oftast þrif-
um, ýmsum rekstraratriðum og lóðarum-
hirðu. Þá geta þeir haft rnikla viðveru-
skyldu.
Ráðningarsamningar við húsverði taka
oft mið af samningum verslunarmanna.
Launin gætu verið á bilinu 60-130.000
kr., og auk þess fylgja starfinu oft ýrnis
fríðindi, svo sem íbúð með lágri eða
engri leigu.
Kostnaður við húsvörslu skiptist jafnt
á milli eigenda.
Að minnka kostnaðinn
Reglulegt viðhald, framkvæmdasjóð-
ur: Augljóst er að framkvæmdakostnað-
ur verður helst sparaður með reglu-
bundnu og vönduðu viðhaldi. Um þetta
atriði vísast nánar til Neytendablaðsins,
2. tölublaði 1997.
Hvernig
má spara?
Sinna viðhaldi
Safna í framkvæmdasjóð.
Fá eigendur til að vinna í eigin
þágu.
Greiða reikninga á gjalddaga.
Setja vanskil í innheimtu án á-
stæðulauss dráttar.
Hafa ákvörðunartöku í föstum
skorðum.
Gera rekstraráætlun.
Hafa eftirlit með störfum
hússtjórnar.
Nýta sér ódýra eða
ókeypis þjónustu.
NEYTENDABLAÐIÐ - Júní 1998
21