Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 2
Leiðari Það borgar sig að vera félagsmaður eytendasamtökin voru stofnuö fyrri hluta árs 1953 og eiga því 46 ára afmæli fljót- lega. Á þessum tíma hafa Neyt- endasamtökin veriö brjóstvörn íslenskra neytenda og meðal annars tryggt aö fyrir hendi sé hér á landi upplýsinga- og kvörtunarþjónusta fyrir neytend- ur. Þaö er Ijóst að ef íslenskir neytendur hefðu ekki haft þessa þjónustu væri staöa þeirra önnur og rýrari. Á sama tíma og Neytenda- samtökin hafa unnið hér þetta upplýsinga- og kvörtunarstarf hafa stjómvöld í nágrannalönd- um okkar sinnt þessu verki fyrir neytendur. Þar er litið á þetta sem samfélagsþjónustu. Hér hafa stjórnvöld hins vegar látið sér duga að styrkja þennan þátt í starfi Neytendasamtakanna með litlum hluta þess sem kost- ar að reka þjónustuna. Og þrátt fyrir að stjórnvöld nágranna- landa okkar sinni þessari þjón- ustu styrkja þau jafnframt starf- semi neytendasamtaka með verulegum upphæðum, ekki síst í Norður-Evrópu. Þar er litið svo á að öflug hagsmunagæsla fyrir neytendur sé mikilvæg fyrir samfélagið allt, og eru styrkir stjórnvalda um 70-90% af tekj- um neytendasamtaka í þessum löndum. Það er því Ijóst að fjár- mögnun neytendastarfs hér á landi er með allt öðrum hætti en í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að Neytendasam- tökin og viðskiptaráðherra hafi undirritað þjónustusamning um rekstur upplýsinga- og kvörtun- arþjónustu Neytendasamtak- anna stendur eftir sú staðreynd að stjómvöld hér á landi greiða aðeins um þriðjung þess sem þessi þjónusta kostar. Auk þess að greiða það sem þarna vantar upp á þarf svo að greiða alla aðra þætti í starfsemi Neyt- endasamtakanna með félags- gjöldum. Þessi mikli aðstöðu- munur gerir að verkum að staða neytenda hér á landi er lakari en í nágrannalöndum okkar. íslensk stjórnvöld hafa einfaldlega brugðist neytend- um. Starfsemi Neytendasamtak- anna er því þröngur stakkur skorinn, ekki síst í Ijósi þess hve fámenn íslenska þjóðin er. Það er einfaldlega ekki hægt að halda uppi eðlilegu starfi á þeim forsendum sem Neytendasam- tökin hafa. Samtökin hafa því lagt áherslu á að sinna þeim þáttum sem þau telja mikilvæg- ast að sinna fyrir íslenska neyt- endur. Þar er ekki síst um að ræða upplýsinga- og kvörtunar- þjónustu til að tryggja stöðu neyt- enda í við- skiptum og útgáfu Neyt- endablaðs- ins til að tryggja sem besta upp- lýsingamiðl- un til félags- manna. Að auki er svo reynt að halda uppi almennri hagsmuna- gæslu fyrir neytendur eins og mögulegt er. Það er þó Ijóst að verkefnin eru fjölmörg til viðbótar því sem hér hefur verið nefnt. Þar má nefna enn öflugri upplýsinga- miðlun til neytenda, eðlilegt að- hald að markaðnum, starf að bættri neytendalöggjöf, verkefni á sviði umhverfis og neyslu og öryggis neysluvöru, svo eitt- hvað sé nefnt. Allt eru þetta verkefni sem er eðlilegt að tryggt sé að hægt sé að vinna að fyrir neytendur. Minnt skal á að í nágrannalöndum okkar telja stjórnvöld nauðsynlegt að tryggja slíka starfsemi með fjár- framlögum. Eins og áður hefur komið fram skipta félagsgjöld félags- manna í Neytendasamtökunum mestu um hvort hægt er að halda uppi neytendastarfi hér á landi. Það er hins vegar Ijóst að það er takmörkunum háð hve mikið hægt er að afla með þeim hætti. Við búum einfaldlega ekki í milljónasamfélagi. Því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki fengist til að viðurkenna þessa staðreynd, þrátt fyrir þann mikilvægan áfanga sem náðist með undirritun áður- nefnds þjónustusamnings þar sem íslensk stjórnvöld viður- kenna í fyrsta sinn að þau hafi skyldum að gegna við neytend- ur. Fjárframlög hins opinbera eru hins vegar alltof lítil enn þá. Það er því Ijóst að félagsgjöld verða áfram á næstu árum mik- ilvægasta tekjulind Neytenda- samtakanna og forsenda þess að hægt sé að halda uppi neyt- endastarfi. Stjórn Neytendasamtakanna hefur nú ákveðið að árgjald fé- lagsmanna í Neytendasamtök- unum verði 2.600 krónur fyrir þetta ár og er það 200 króna hækkun miðað við síðasta ár. Það er von okkar að með þessu árgjaldi verði hægt að efla starfsemi Neytendasamtak- anna til hagsbóta fyrir neytend- ur, jafnframt því að veita félags- mönnum enn betri þjónustu en nú er. Ástæða er til að minna á að félagsmenn fá ýmislegt fyrir árgjald sitt. Fyrst er þar að nefna sex tölublöð af Neytenda- blaðinu með margvíslegum fróðleik. Félagsmenn hafa að- gang að upplýsinga- og kvört- unarþjónustunni án þess að greiða málskotsgjald og geta fengið útgáfuefni Neytndasam- takanna á tilboðsverði. Síðast en ekki síst styrkir svo hver ein- stakur neytandi stöðu sína með því að vera félagsmaður í Neyt- endasamtökunum. Með því eflir hann samtökin og gerir þeim kleift að sinna betur hags- munum neytenda og hafa að- hald á markaðnum. Það er því full ástæða fyrir heimili landsins að vera aðili að Neytendasam- tökunum. Þau hagnast einfald- lega á því þegar til lengri tíma er litið. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfimt / stuttu máli 3-7 Litunin klikkaði 4 Þolraunir Microsoft 5 Tjónaskýrslan skiptir miklu máli 5 llla hannaðar matvinnsluvélar 6 Hvaö deyja margir úr Creutzfeldt-Jakob- sjúkdómnum? 6 Blóm við hvert tækifæri 7 Gæöi, markaöur: Snjóbretti 8 Borvélar með rafhlöðum 11 Árekstraprófun á fjölskyldubílum 15 Lífræna byltingin í Danmörku 18 Matvöruverð hærra hér en í Danmörku 21 Hvaða áhrif hefur evran á þig? 22 Ef þú vilt hætta við kaupin 23 Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26,101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Uppiag: 19.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.600 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður i Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án heimildar Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.