Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 22
Evran og heimilin Hvaða áhrif hefur evran áþig? Um síðustu áramót hófst sam- starf ellefu Evrópusambands- landa um myntbandalag. Þar sem Island stendur utan ESB erum við að sjálfsögðu utan myntbandalagsins en íslenskir neytendur munu þó finna fyrir breytingunni vegna tengslanna við ESB-löndin. Myntbandalagið þýðir í stuttu máli að löndin sem taka þátt í samstarfinu, Austurrfki, Belgía, Finnland, Frakkland, Holland, Irland, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýska- land, fá sameiginlegan gjald- miðil og sameiginlegan seðla- banka. Aðalverkefni seðla- bankans er að tryggja stöðugt verðlag innan nýja myntsvæð- isins. Gildistaka evrunnar Nýja gjaldmiðilinn, evruna (Euro), hefur frá áramótum verið hægt að nota í vissum fjármagnsflutningum sem grundvallast ekki á greiðslu með peningum, svo sem við greiðslu á reikningum og við tilboðsgerð. Dreifing á sjálfri myntinni byrjar hins vegar ekki fyrr en I. janúar 2002. Þá koma seðlar og mynt í evrum og á tímabili verður einnig hægt að nota mynt viðkom- andi þátttökulands. Þetta tímabil má að hámarki vera hálft ár. Að því loknu, það er 1. júlí 2002, fellur gjaldmiðill sá sem var í notkun í viðkom- andi landi úr gildi og skulu því allar eignir vera í evru eft- ir það. Evran verður gefín út í eft- irtöldum verðgildum: Mynt- irrnar verða átta, 1,2, 5, 10, J 20 og 50 sent (cent) ásamt 1 og 2 evrum. Önnur hlið mynt- arinnar er sameiginleg fyrir öll löndin, en á hinni hliðinni getur viðkomandi land verið með þjóðleg einkenni. Að sjálfsögðu er hægt að nota myntina hvar sem er í þátt- tökulöndunum og mynt með finnskum einkennum er að fullu gjaldgeng í París svo tekið sé dæmi. Seðlarnir verða sjö, 5, 10, 20, 50, 100, 200 og 500 evrur. Ein evra svarar því sem næst til 80 króna íslenskra, en þar sem gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni er ekki fast getur sú tala breyst. Evran á íslandi Evran verður einnig mikil- vægur gjaldmiðill hér á landi þar sem stórt myntsvæði er nú sett á laggirnar í nágrenni við okkur. Efnahagur ESB- og EFTA-landa er í miklum mæli háður hvor öðrum og Is- lendingar eiga mikil viðskipti við þau lönd sem taka þátt frá byrjun í myntbandalaginu. Þegar peningaseðlar og mynt í evru fara í umferð í upphafi árs 2002 verður evran að sjálfsögðu eins og banda- rískur dollar og japanskt jen erlendur gjaldmiðill hér á landi. Og nákvæmlega eins og með aðra erlenda gjaldmiðla verður hægt að skipta úr og yfir í evru. Það verður einnig hægt að taka út evru í hrað- bönkum með erlenda gjald- miðla. Upphæðir sem gefnar eru upp í samningum í þeim lönd- um sem taka þátt í mynt- bandalaginu verða umreikn- aðar í evru í síðasta lagi 2002, þegar mynt viðkomandi lands hverfur úr umferð. Aðrir samningar sem einstaklingar hafa gert breytast ekki. Það er þó ekkert sem bannar að nýir samningar sem Islendingar gera séu gerðir í evru ef báðir aðilar eru sammála um það. Þess vegna er einnig mögu- legt fyrir innlend fyrirtæki og starfsmenn þeirra að ákveða að laun séu greidd í evru, svo fremi það gangi ekki gegn gildandi kjarasamningum. Að fá launin í evru þýðir þó að starfsmaðurinn tekur gengis- áhættu, þar sem gengi evrunn- ar gagnvart krónunni getur lækkað og flest okkar sem á annað borð búum hér erum með útgjöldin í íslenskum krónum. Tilgangur mynt- bandalagsins er þó, eins og áður var sagt, að fá gjaldmiðil sem er stöðugri en gildandi gjaldmiðlar þátttökulandanna. Evran á ferðalögum og í bankanum Nýi gjaldmiðillinn hefur fyrst og fremst áhrif á fyrirtæki hérlendis, en að vissu marki mun evran einnig hafa áhrif á einstaklinga. Það er aðallega á ferðum utanlands og við ákveðin bankaviðskipti. Þegar nýi gjaldmiðillinn verður sett- ur í umferð árið 2002 þarf ekki lengur að skipta pening- um þegar ferðast er á milli þeirra landa sem taka þátt í myntsamstarfinu. Islensk heimili geta nú þegar sparað í evrum og tekið evrur að láni, greitt reikninga með nýja gjaldmiðlinum og fjárfest í evrum. Ef opnaður er evru- reikningur getur eigandi reikningsins tekið út pening- ana í íslenskum krónum. En það er mikilvægt að gera sér góða grein fyrir gengis- áhættunni sem tekin er, því að evran getur jú bæði lækkað og hækkað í verði gagnvart krón- unni. Virði hluta- og verð- bréfa breytist ekki við það að evran er tekin upp. Hvervegna er evrutáknið eins og þaö er? Evrutáknið byggir á gríska bókstafnum fyrir E,-epsilon eða e, sem er fyrsti stafurinn í Evrópu. Forsætisráðherrar ESB ákváðu nafn myntarinnar meðal annars vegna þess að auðvelt er að bera orðið fram á flestum tungumálum ESB- landa, en íslenska heitið, evra, evrur í fleirtölu, varð til fyrir tilstuðlan Seðlabankans og Islenskrar málstöðvar. Eftir Liselotte Widing, lögfrœðing í neytendadeild Norrænu ráðherranefndar- innar NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.