Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 7
I stuttu máli Litunin klikkaði Kona á Akureyri leitaði til kvörtunarþjónustu Neytenda- samtakanna eftir að hún hafði fengið átta gular gluggatjalda- lengjur að láni hjá ömmu sinni. Konan fékk leyfi ömmu sinnar til að láta lita þær dökkgrænar. Fór hún með gluggatjöldin í Höfða, sem er þvottahús og fatalitun á Akureyri, og spurði eiganda Höfða hvort hægt væri að lita gluggatjöldin. Sagðist hún hafa átta gluggatjalda- lengjur en þyrfti einungis að nota sex, og bauðst hún því til að láta af hendi aukalengjur til að gera tilraun á. Eftir að hafa tekið þráð úr efhinu, skoðað og kveikt í, sagði eigandi Höfða að óþarfí væri að gera prufulit- un og tók hann við sex lengj- um til litunar. Systir konunnar Margir vilja út úr miðlæga gagnagrunninum Samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins hafa 10-15 manns samband á hverjum virkum degi, ýmist skriflega eða á annan hátt, til að láta vita að upplýs- ingar um sig eigi ekki að fara inn á miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Landlæknisembættið er nú að útbúa sérstakt eyðu- blað sem ætlað er þeim sem ætla að standa utan gagna- grunnsins. Þetta eyðublað á meðal annars að liggja frammi hjá landlæknisemb- ættinu, á heilsugæslustöðv- um og sjúkrahúsum og í lyfjabúðum. Landlæknis- embættið auglýsir það í fjölmiðlum þegar eyðu- blaðið liggur fyrir. Einnig má skrifa bréf þangað þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar koma fram (nafn, kennitala o.s.frv.), en landlæknisembættið hvetur fólk til að bíða eftir eyðu- blaðinu því þar komi ná- kvæmlega fram hvemig einstaklingar skuli standa að þessu. A myndinni má sjá gluggatjaldalengju sem ekki var lituð og svo eina lengju afþeim sex sem litaðar voru. sótti gluggatjöldin og greiddi 3.000 krónur fyrir. Þegar gluggatjöldin vom síðan skoðuð kom í ljós að þau vom orðin röndótt; gul og græn. Konan fór með glugga- tjöldin aftur í Höfða og fór fram á það við eigandann að hann endurgreiddi sér þá ljár- hæð sem hún hafði greitt fyrir litunina. Eigandi Höfða neitaði því og bauðst til að aflita gluggatjöldin sem konan þáði. Eftir aflitunina vom glugga- tjöldin hinsvegar orðin gjör- breytt frá upphaflegu útliti, þau höfðu glatað áferð og styst um 25 sentimetra eins og sjá má á myndinni að ofan. Glugga- tjöldin fékk hún í hendur ópressuð, en eigandi Höfða kvaðst ekki vilja leggja meiri vinnu í gardínumar án frekari greiðslu og leitaði því konan til Neytendasamtakanna til að kanna rétt sinn. Þar sem eigandi Höfða hafnaði sáttatillögum Neyt- endasamtakanna fór málið til kvörtunamefndar Neytenda- samtakanna og Félags efna- laugaeigenda og úrskurðaði nefndin að Höfði skyldi greiða konunni 18.000 krónur í bætur. Eigandi Höfða neitaði að hlíta úrskurði nefndarinnar þar sem hann hafi ekki fengið að pressa gluggatjöldin svo þau litu betur út og væri heldur ekki í Félagi efnalaugaeigenda! Starfsmaður nefndarinnar hafði aftur sam- band við eiganda Höfða í því skyni að leysa málið á viðun- andi máta og samþykkti eig- andinn þá að málið yrði tekið aftur fyrir hjá nefndinni. Úr- skurður nefndarinnar var á sama veg og áður, Höfði skyldi greiða 18.000 krónur í bætur. Nefndarmönnum til mikillar furðu neitaði eigandi Höfða aftur að hlíta úrskurði nefndar- innar. Nú er liðinn dágóður tími og eigandi Höfða hefur enn ekki séð ástæðu til að hlíta umræddum úrskurði. Úr því að þetta fyrirtæki hafnar á þennan hátt eðlilegri leiðréttingu á mis- tökum sem fyrirtækið ber ábyrgð á birtir Neytendablaðið söguna öðmm til viðvörunar. Nýtt kennsluefni í neytenda- fræðslu Út er komið námsefni í neytendafræðslu fyrir gmnnskóla og er það gefið út í samvinnu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Neytendasamtakanna og Sambands íslenskra við- skiptabanka. Námsefnið er á geisladiski og hefur verið sent öllum gmnnskólum landsins. Einn helsti kostur- inn við námsefnið er að það hentar til kennslu í öllum árgöngum grunnskólans og fjölmörgum námsgreinum. Þessu námsefni er ætlað að auka fæmi nemenda í að takast á við hið daglega líf, hvort heldur um er að ræða fjármál heimilisins, dag- setningu á matvælum, um- hverfisvænar vömr eða ör- yggi vöm, svo eitthvað sé nefnt. Námsefnið er því kjörið fyrir kennara til ítar- kennslu í ýmsum náms- greinum en þess má geta að auðvelt á að vera fyrir þá að taka námsefnið fyrir þar sem hverju verkefni fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir kennarann. Neytendablaðið bendir á að námsefnið gagnast eng- um liggi það óhreyft í hill- um kennarastofa og því hvetur blaðið alla gmnn- skólakennara til að kynna sér hvernig námsefnið nýt- ist þeim best í kennslu. NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.