Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 21
Matvöruverðið Hærra hár en í Danmörku, en mismunandi eftir vörutegundum Danska neytendablaðið Tœnk hefur kannað verð á tíu mat- vörum í algengustu keðjum stórmarkaða og vöruhúsa í Danmörku (lágvöruverðs- verslanir, svipaðar Bónus og Nettó, eru ekki með í þeim samanburði). Neytendablaðið hefur kíkt á sömu vörur hér í sambærilegum verslunum og er verð sem birt er hér í öllum tilvikum í íslenskum krónum. Verðið á heildarpakkanum er talsvert hærra hér á landi en í Danmörku og skiptir þá engu hvort borið er saman lægsta eða hæsta verð sem við fundum á þessum vörum í verslunum í báðum löndum. Þannig kostuðu þessar tíu vörur á lægsta verði í Dan- mörku 866 krónur, en hér 1398 krónur. Þrátt fyrir að líf- rænu vörumar séu rúmlega 40% dýrari en hinar hefð- bundnu í Danmörku er verð á hefðbundum matvörum hér enn hærra en verð á lífrænum matvömm í Danmörku. Ótrúlegur verðmunur á stundum Þótt hér sé um takmarkað úr- tak af vörum að ræða segir samanburðurinn þó vissa sögu og ekki síst um ákveðin atriði sem virðast alls ekki í lagi hér. Aðeins ein vömteg- und, laukur, fannst á lægra verði hér en í Danmörku. Munurinn á lægsta verði er mismikill, en verðmunur á ýmsum vörum vekur sérstaka athygli. Þar má nefna hefð- bundnar gulrætur sem kosta í Danmörku á bilinu 82-98 krónur kílóið, en hér kosta þær 298-399 krónur. Danskar lífrænar gulrætur kosta hins vegaraðeins 98-141 krónur. Verðmunur á rjóma vekur einnig athygli, en kvartlítri af rjóma kostar 68-74 krónur í Danmörku, en 141-147 krón- ur hér. Verðmunur á öðrum mjólkurvörum (léttmjólk og smjöri) er minni, en þó tals- verður. Að lokum má svo nefna rúgbrauð í sneiðum, en í Danmörku kostar pakkinn 35-87 krónur, en hér kostar hann 103-113 krónur. Það er greinilegt að margir þurfa að taka á ef ná á niður matar- verði hér á landi borið saman við nágrannalönd okkar. Framboð á lífrænum vörum hér á landi Framboð á lífrænum vörum er enn mjög takmarkað hér á landi. í flestum matvöruversl- unum má þó finna lífræna mjólk og AB-mjólk. Einnig fást kartöflur og einstaka teg- undir grænmetis, til dæmis gulrætur, í sumum matvöru- verslunum. Síðasta sumar og haust var framboð lífræns grænmetis meira. Einnig er endrum og eins boðið lífrænt lambakjöt í einstaka verslun- um. Heilsuhúsið hefur í vax- andi mæli lagt áherslu á líf- rænar matvörur. Ekki má selja lífræna vöru fyrr en hún hefur vottuð. Hér á landi starfa tvær vottunar- stofur og votta lífræna fram- leiðslu og sölu, Tún og Vist- fræðistofan. Hefðbundar vörur Lægsta verð Hæsta verð Dm. ísl. Dm. ísl. Léttmjólk, 1 lítri1) 58 72 59 75 Rjómi, 1/4 litri 68 141 74 147 Smjör, 250 g 111 97 119 103 Egg, 1 kg 231 341 294 365 Kartöflur, 2 kg 122 158 185 269 Laukur, 1 kg 82 74 98 99 Gulrætur, 1 kg 82 298 98 399 Rúgbrauð, 8 sneiðar 35 103 87 113 Pasta, 500 g 35 45 38 74 Hafragrjón, 1 kg 49 69 54 169 Samtals, tíu vörur 873 1398 1105 1813 Lífrænar vörur Lægsta veró Hæsta veró Drn. 1 IsL Dm. 1 ísl. 76 116 1) Léttmjólk og nýmjólk er seld á sama verði í verslunum hér, nýmjólkin er u.þ.b. 5 kr. dýrari en léttmjólkin í Danmörku. 2) Hamingjuegg frá Tungu i Svínadal, frjálsar hænur en ekki Lifræn framleiðsLa, fæst meðal annars í Heilsuhúsinu. Hefðbundinn landbúnaður í Lífrænar vörur eru og verða dýrari en hefðbundnar þótt verð hafi lagast þeim lífrænu í hag. Fjölmargir neytendur munu því áfram vilja þær ódýrari, en þeir vilja líka hafa vöruna í lagi. Oft er því haldið fram hérlendis að notkun áburðar og eiturefna sé mikið vandamál í grann- löndum okkar og vissulega er það svo surns staðar þótt ástandið sé mjög misjafnt eftir löndum. Að sögn Pauls Wendels hjá dönsku neyt- endasamtökunum er þróunin í rétta átt í Danmörku. Vissu- lega hafa komið upp vanda- mál, og til dæmis hafa fund- ist leifar skordýraeiturs í dönsku grunnvatni, en grunn- vatn er nálægt 99% alls neysluvatns í Danmörku. Nú er að störfum nefnd Danmörku, þróun í rétta átt sem koma á með tillögur til að draga úr notkun bæði áburðar og eiturefna, og er Paul Wendel einn nefndar- manna. Búast má við að skattar verði í vaxandi mæli lagðir á áburð og eitur þannig að það dragi úr fjár- hagslegum ávinningi af notk- un þessara efna og Paul spáir því að þessar aðgerðir muni draga mjög úr notkun þessara efna á næstu árum. Einnig verður öll „einkanotkun'* á eiturefnum bönnuð síðar á þessu ári. Að lokum má svo geta þess að sveitarfélög hafa gert samkomulag um að hætta allri notkun eiturefna og munar um minna, - núna verður hætt að að úða þess- um efnum á íþróttavelli og almenningsgarða sem eru fjölmargir. NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.