Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 19
og sérvöruverslanir eins og bakarí, ostabúðir og kjötbúð- ir. Framboð á lífrænum vör- um er breytilegt milli versl- ana, en danska neytendablað- ið Tænk hefur nýlega kannað framboð og verð á lífrænum vörum í dönskum keðjuversl- unum. Allar selja þær algeng- ustu vörurnar, mjólk, jógúrt, smjör, osta, egg og nokkrar tegundir af brauði, kökum, grænmeti og ávöxtum. Fram- boðið er minnst í lágvöru- verðsverslunum, en í vöru- húsunum og stórmörkuðunum Danska vottunarmerkið sem staðfestir að vara sé lífrœn. Reynslan hefur sýnt að neyt- endur geta treyst merkinu og gera það. er hægt að kaupa flesta matar- flokka lífræna. Mest framboð reyndist vera í Super Brug- sen, en þar fundu Tænk-menn 328 mismunandi lífrænar matvörur, í Bilka voru 232 vörur og Kvickly í þriðja sæti með 212 vörur. Hér má sjá hvemig þær 328 vömr sem fást í Super Brugsens skiptast á einstaka vömflokka: Mjólkurvömr..........38 Ostur................22 Egg...................2 Smjör og fituefni.....1 Brauð og kökur.......22 Ávextir og grænmeti..54 Nýtt kjöt............20 Frystivörur...........8 Niðursuðuvömr........30 Þurrvömr.............51 Vín..................12 Ö1 og vatn............2 Kaffi og te...........8 Svaladrykkir.........10 Álegg og salöt.......19 Barnamatur...........29 Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að framboð lífrænnar Matvörukeðjan Kvickly, sem rekin er af dönsku samvinnuhreyfingunni, selur nú eingöngu lífrœnt brauð og Super Brugsen- keðjan sem sami aðili rekur mun gera það sama síðar á þessu ári. Báðar segjast þó œtla að selja á samkeppnishœfu verði miðað við hefðbundið brauð. matvöm sé meira í samvinnu- verslununum. Að sögn Pauls Wendels Jessens, deildar- stjóra hjá Forbmgerrádet (dönsku neytendasamtök- unum), hefur samvinnuhreyf- ingin verið í fararbroddi í markaðssetningu og sölu á líf- rænum vörum. Það var einmitt Brugsen sem hóf sölu á þessum vömm. Þá sprakk lífræna sprengjan og síðan hefur salan aukist ár frá ári. Jens Juul Nielsen blaðafull- trúi FDB segir ástæðu þess að þeir setji lífrænu vöruna ofar- lega vera einfalda. Þeir reyndu að auka framboðið eins og mögulegt var vegna kröfu viðskiptavina sinna um vernd umhverfisins og hollari vöru. Á síðasta ári jókst sala líf- rænnar vöm hjá FDB um 33%. Enn em lífrænar mat- vörur þó aðeins 5% af heild- arveltu matvaranna eða 1 milljarður danskra króna, samtals veltir FDB um 20 milljörðum danskra króna á ári í matvörunni. „Við búumst við að sala lífrænna vara auk- ist um 60% á þessu ári. Þetta er einstæð þróun á dagvöru- markaðnum sem er með 2-3% heildarvöxt,“ segir Jens Wang Jensen forstjóri um- hverfissviðs FDB. Nýjasta stolt FDB-manna á lífræna sviðinu er lífræn bómull og ýmiss konar bómull- arfatnaður ryður sér til rúms og nýtur vaxandi vinsælda neytenda. „Þró- un lífrænnar framleiðslu er merki- legasta þró- un- in innan matvömverslunar- innar þessi árin. Og það er ekki vafi á að þessi þróun heldur áfram. Framboð þess- ara vara mun aukast, meiri samruni í landbúnaði eykur framboð hráefna og þekking neytandans á því að hvað hann borðar mun áfram aukast“ segir Jens Wang Jen- sen forstjóri umhverfissviðs FDB. Hver vegna lífrænar vörur? í könnunum sem gerðar hafa verið kemur í ljós að neytend- ur skýra áhuga sinn á lífræn- um vörum með því að þær séu hollari. í öðru sæti kemur svo það sem er hvað mikil- Lífrænar matvörur í Danmörku: Söluþróun og spá 1993 -2001 ---'2000 1500 - 1000 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.