Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 3
í stuttu máli Er barnið í hættu vegna öryggispúðans í bílnum? Vitað er að uppblásanlegir öryggispúðar í bílum hafa bjargað mörgum mannslíf- um. Þó er einn mjög alvarlegur galli á þessum öryggisbúnaði. Hann er hættu- legur bömum og smávöxnu fólki. Barn má ekki undir neinum kringumstæðum vera í bílsæti með uppblásanlegum ör- yggispúða. Miðað er við að sá sem ör- yggispúðinn lendir á sé að minnsta kosti 40 kíló að þyngd og 140 sentimetrar á hæð. Þeir sem em undir þessari þyngd og hæð verða að sitja í aftursæti bfls og ef það er ekki hægt verður að aftengja ör- yggispúðann. Vitað er að bam er best varið í barna- bílstól sem snýr baki í aksturstefnu og að framsæti bílsins er oftast notað fyrir slíka barnabílstóla, sérstaklega þegar ökumað- urinn er einn á ferð með barnið, sem er mjög algengt. Þá geta verið svo mörg börn í fjölskyldunni að oft verði að nota framsætið líka fyrir barn. Hagsmunir barna og fullorðinna fara því ekki saman hvað varðar öryggispúðann. Fjölskyldur þurfa að hafa val í þessum efnum og geta gert upp við sig hvort öryggispúði er æskilegur framan við farþegasæti í bílnum. I skýrslu frá Britax um öryggispúða eru gefnar upplýsingar um látna af völd- um þeirra. Þar kemur fram að 19 öku- menn og 31 barn létust af völdum ör- yggispúða í Bandaríkjunum árið 1996. Tekið er fram í skýrslunni að flestir öku- mennimir sem létust hafi verið smávaxn- ar konur og að níu af börnunum hafi ver- ið ungbörn sem sátu í barnabílstól í framsæti sem sneri baki í akstursstefnu. Tuttugu og tvö börn á aldrinum þriggja til níu ára sátu í framsæti. Sautján af þeim voru án öryggisbúnaðar og þrjú barnanna notuðu aðeins tveggjafestu- belti. Talið er að tvö barnanna hafi setið á sætisbrún framsætis, án beltis. Uppblásanlegur öryggispúði er staðal- búnaður í mörgum bílum en það er ekki skylda að hafa öryggispúða í bílum og í reglugerð um gerð og búnað bifreiða er ekkert sem bannar að öryggispúði sé af- tengdur. Það er einfalt verk fyrir fag- mann að aftengja öryggispúða en skyn- samlegast er að láta umboð bílsins sjá um það verk. Bifreiðaumboð hér á landi virðast hafa mismunandi reglur sé þess óskað að öryggispúði sé aftengdur. Sum umboð neita eigendum um að aftengja öryggispúða en önnur umboð hafa þá reglu að eigendur bílsins skrifa undir yf- irlýsingu um að öryggispúði hafi verið aftengdur og þá hvaða öryggispúði, og aðverkið hafi verið unnið að þeirra frum- kvæði. Ef öryggispúði er aftengdur er nauðsynlegt að límt sé yfir myndmerki sem sýnir að öryggispúði sé í bílnum og einnig er æskilegt að geta þess í skrán- ingarskírteini bifreiðarinnar. A límmið- anum gæti til dæmis staðið: „Athugið að öryggispúði í þessum bíl er óvirkur og þá hvaða öryggispúði.“ Ef öryggispúði er tengdur aftur þarf einnig að sýna það með myndmerki og æskilegt er að það sé fært inn í skrán- ingarskírteini bílsins. Þá er einnig nauð- synlegt að nýir eigendur séu látnir vita ef öryggispúði hefur verið aftengdur. Ekki verður séð að hægt sé að neita bifreiða- eigendum um að aftengja öryggispúða þegar það gengur þvert á hagsmuni fjöl- skyldunnar sem á bílinn. Staðreyndin er að öryggispúði ásamt bílbelti er frábær vöm fyrir flesta full- orðna en þeir em stórhættulegir börnum og smávöxnu fólki. Eftir Margréti Sœmundsdóttur, frœðslufulltrúa Umferðarráðs Enn um verðmerkingar í síðasta tölublaði var fjallað um verðmerkingar og þann leiða sið sumra kaup- manna að verðmerkja alls ekki eða aðeins að hluta þær vörur sem til sýnis eru í búðargluggum. Samkvæmt lögum er þeim skylt að verðmerkja vömr sem sýnd- ar eru á þennan hátt. í greininni var því haldið fram að það séu einkum þeir sem selja dýrari vörur sem ekki verðmerkja. Með þessari grein var birt súlurit frá Samkeppnisstofnun þar sem fram kom hvernig verðmerkingum væri háttað hjá mismunandi verslunargreinum. Því miður urðu þau leiðu mistök að undir súluritið vantaði hvaða greinar um væri að ræða í hverju tilviki. Um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum birtum við þetta súlurit á nýjan leik, með viðeigandi upplýsingum. ioo f f * * s / Verð- merkingar í lagi Verð- merking- um áfátt Óverð- merkt NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.