Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 9
ná sem mestum hraða og hafa
því beina kanta á hliðum en
það er nauðsynlegt til halda
jafnvægi við að skásníða
brekkur og breyta snöggt um
stefnu í hraðri niðurkeyrslu. A
svigbrettum er ríkari hætta á
meiðslum og þau útheimta
meiri reynslu og líkamlega
fæmi.
Að velja bretti
Skynsamlegast er að leigja
bretti fyrst í stað til að finna
hvaða gerð hentar og hvert
hæfni- og áhugasviðið er. Það
er hægt að gera hjá skíðastöðv-
unum í Bláfjöllum og í Odds-
skarði, versluninni Holunni á
Akureyri og Týnda hlekknum,
Skátabúðinni og Sportleigunni
í Reykjavík.
Séu kaup ákveðin er fyrsla
skrefið á vigtina þvf rétt lengd
brettis fer að vemlegu leyti eft-
ir líkamsþyngd, en einnig hæð,
skóstærð og reynslu.
Ungmenni em oft með mjög
ákveðnar skoðanir á „réttum“
vömmerkjum en mikilvægara
er að taka tillit til raunverulegr-
Brunað á vefnum
Board Genie hjá Snowboarding Online reiknar bretti á fólk (verið
tilbúin aó velja tölur samkvæmt bandarískri vog, skónúmerum
og $-verói):
http://www.twsnow.com/hardware/boardsearch/index.htm
Góð hlekkjasíða um snjóbretti er á vegum the Mining Company:
http://snowboarding.miningco.com
Alþjóðasamtökin International Snowboard Federation:
http://www.isf.net/
Solsnowboarding og Transworld Snowboarding Magazine:
http://www.solsnowboarding.com/
The Snowboarding Ring, með 218 hlekkjum á vefsetur:
http://www.geodties.com/Pipeline/Dropzone/3952/snowring.htm
Upplýsingar á þýsku frá Online Snowboard Magazin:
http://www.snowboards.de/
Norska snjóbrettasambandið:
http://www.nsbf.no/
íWffm.'.
ar þarfar. Upprétt á brettið yfir-
leitt að ná að höku eða upp á
kinn notandans. Hér eru á
markaði bretti frá 95 cm, sem
henla yngstu börnum, og upp í
193 cm fyrir mjög hávaxið
fólk. Bamabretti geta miðast
við allt niður í 30 kg þyngd en
þau kosta yfirleitt svipað og
hin.
Odýrust eru bretti úr frauð-
plasti en fæstum munu þykja
þau fullnægjandi til lengdar.
Trébretti eru góður kostur fyrir
flesta. Dýrust eru bretti úr
blöndu viðar og efna sem bæta
eiginleikana. Þau eru flest ætl-
uð atvinnu- og keppnisbrett-
ingum og eiginlefikar þeirra
nýtast ekki venjulegu áhuga-
fólki.
Hægt er að fá bretti á verð-
bilinu um 13^10 þúsund
krónur og er algengt að þau
kosti 25-30 þúsund. Skór kosta
yfirleitt um 7-10 þúsund. en
geta verið tvöfalt dýrari og
bindingar kosta um 6-7
þúsund. Reikna má með að
fullur búnaður með fatnaði,
hlífðargleraugum og hjálmi
kosti að minnsta kosti um 60
þúsund en tvöfalda má þá fjár-
hæð ef valdar eru dýrustu gerð-
ir af öllu.
Annar búnaður
Snjóbrettun fylgja kollsteypur
og hnjask, sérstaklega í byrjun,
og því þarf að nota góðan fatn-
að, hlífar og skó. Vemda þarf
nánast alla líkamshluta, sér-
staklega höfuð, hné og hendur.
Mæla má með hjálmum og
nota skal stóra og þykka
hanska, helst með spelkum
sem ná uppfyrir úlnlið. Fatnað-
urinn þarf að vera vatns- og
vindheldur og nógu rúmur fyrir
óþvingaðar hreyfmgar.
A frjálsstílsbrettum þarl’
sterka en mjúka skó og ökklinn
á að vera sveigjanlegur. Unnt
er að nota góða fjallaskó en
best er að fá sér sérstaka bretta-
skó. Skóstærð skiptir máli því
ekki er ráðlegt að skór nái
meira en rúman sentimetra út
fyrir brettið. Rekist tá í snjó á
fullri ferð em harkalegar veltur
næsta vís'ar.
Bindingar á brettum er hægt
að færa til og stilla hvenær sem
er eftir aðstæðum. Oft er miðað
við að fjarlægðin milli þeirra sé
nálægt axlabreidd notandans
en að öðm leyti fer hún eftir
skilyrðunum og þeim listum
sem leika skal. Stutt bil gerir
Snjó-
rettaráð
1. Farðu á námskeið til
aó byrja með.
2. Forðastu að braut þín
liggi á brautir annarra.
3. Stansaðu ekki á stöð-
um þar sem aðrir sjá
ekki til þín.
4. Varastu svæði þar sem
snjóflóðahætta er.
5. Notaðu hjálm og hand-
leggjahlifar.
6. Taktu oft hlé ef þreyta
gerir vart við sig.
Leiga á snjóbrettum Verðkönnun Neytendablaðsins í janúar 1999. Brettin eru öll fyrir frjálsstíl (freestyle). Sama gjald er innheimt hvort sem staógreitt er eða meó korti.
Skátabúðin, Reykjavík Bretti og skór Tryggingagjald Bretti Skór
1 sólarhringur 2.600 2.000 800
2 sólarhringar 3.640 2.800 1.120
3 sólarhringar 4.550 3.500 1.400
4 sólarhringar 5.233 4.025 1.610
Sólarhringurinn eftir það 650 500 200
Týndi hlekkurinn, Reykjavík Bretti án skóa
1 sólarhringur 2.500 0 0
2 sólarhringar 4.000 0 0
Eftir það 1.500 0 0
Sama verð fyrir börn ogfullorðna
Sportleigan, Reykjavík Bretti og skór
1 sólarhringur 2.500 0 0
Næsti sólarhringur 2.000 0 0
Skiðaleigan i Bláfjöllum Bretti án skóa
1 klst. 500
Hálfur dagur 2.000
Sama verð fyrir börn ogfutlorðna
NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999
9