Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 14
Markaðs- og gæðakönnun
Rafhlöður og hleðslutæki
Hleðslutæki og ein rafhlaða
l’ylgja öllum vélunum.
Aukarafhlöðupakkar geta ver-
ið nauðsynlegir ef mikill og
samfelldur vinnutími er fyrir-
sjáanlegur en annars eru kaup
á þeim peningaeyðsla því þeir
eru dýrir og orsaka óþarfa
mengun eða endurvinnslu.
NiMH-rafhlöður eru vist-
vænni en NiCd. Þær eru mjög
dýrar en hafa góða eiginleika,
fela til dæmis í sér um 10%
meira orkumagn en eldri raf-
hlöðugerðir af sömu þyngd.
Tvær Makita-vélar í könnun-
inni (6313 D og 6333 D) nota
NiMH-rafhlöður.
Endurhleðslutíminn skiptir
Ifka miklu máli og hleðslu-
tæki eru mjög mismunandi.
Flest sem fylgja nýjum bor-
vélum þurfa um eina klst. til
að endurhlaða en hin ódýrari
lengri tíma og sum eldri tæki
3-16 klst. eða meira. Langur
endurhleðslutími getur skadd-
að sumar rallilöður en nokkur
hleðslutæki eru með varnar-
búnað gegn ofhitnun eða of-
hleðslu. Kostnaðarsöm leið er
að nota hraðhleðslutæki sem
geta fyllt ralTilöðupakka á
9-15 mín. Þau eru í raun bara
fyrir atvinnumenn eða þá sem
þurfa að vinna mikið eða oft
með borvélinni.
Gaumljós á rafhlöðusettun-
um eru mjög gagnleg, sérlega
með merki um hleðslustig
þót,t það sé ckki alltaf mjög
nákvæmt, en líka um hitastig,
bilun o.fl.
Ending rafhlaðna
Eins og sést í töllunni var
mjög mismunandi hve lengi
fullhlaðnar ralTilöður réðu við
ákveðna borun og skrúfun í
beyki og furu, og sumar gátu
engu bætt við eftir 15 mín-
útna endurhleðslu.
Vistvænt hugsandi notend-
ur hirða vel um rafhlöðurnar
svo þær dugi betur og þurfi
sjaldnar að endurnýja. Gæði
rafhlaðna eru breytileg eftir
tegunduiYirÞær endast yfirleitt
lengur eftir því sem volta- og
Ah-tölurnar eru hærri og þeim
mun duglegri reynast líka vél-
arnar. (Framleiðendur gefa
Ah-töluna ekki alltaf upp.)
Flestar rafhlöður missa ónot-
aðar um þriðjung af hleðsl-
unni á þrcmur vikum. Við
mjög lágt hitastig eða hátt
rakastig dregur verulega hrað-
ar úr endingunni.
Til að láta rafhlöðurnar ná
fullu geymslurými og nýta
það sem best er ráðlegast að
láta borvélina ítrekað ganga
„út“ í tómagangi áður en hún
er tekin í notkun í fyrsta sinn,
þ.e.a.s. tæma rafhlöðurnar og
endurhlaða til fulls nokkrum
sinnum. Hafi vél legið ónotuð
um langt skeið skal fara eins
að og heppilegast er að gera
þetta þrisvar til fjórum sinn-
um á ári hvort sem vélin er
notuð eða ekki.
Ending borvélar
Ending vélarinnar fer vita-
skuld að mestu eftir notkunar-
tíma, álagi og umhirðu. í
tækniprófunum var vélunum
þrælað út og fiestar virtust
endingargóðar en gallar komu
fram í þessum þremur sem
eru á íslenskum markaði:
■ MetaboABE 12/2 RT:
Kolefnisbursti og straum-
vendir skemmdust í annarri
prófunarvélinni og leiðsla
frá rofa í vél bilaði í hinni.
■ Kress MSX 132: Gírbox
var gallað í báðum vélum.
■ Black & Decker KC 1882
CK: Gírbox skemmdist í
báðum vélum eftir minna
en helming áskilinna próf-
ana.
Gagnlegir eiginleikar
Átaksstýring (torque control)
fylgir flestum rafhlöðuborvél-
um enda er hún sérlega gagn-
leg við skrúfun, til að stjórna
hraða og átaki, svo skrúfur
skemmist ekki, fari skakkt
eða of djúpt í. Allar vélar í
sölu hér eru með þennan
búnað.
Áreynsluvörn (overload
protection): Flestar borvélar
hægja á sér ef þrýst er fastar á
en erfiða þá um leið meira og
geta stöðvast. Sé þetta oft
stundað veldur það miklu sliti
og getur fijótt eyðilagt vélina.
Áreynsluvörnin stöðvar hana
til að koma í veg fyrir þetta.
Stanslás (lock off) er mjög
gagnlegur öryggisbúnaður,
bæði vegna barna og þeirrar
áhættu að vélin fari óvart í
Aðrar rafhlöðuborvélar á markaði hérlendis sem ekki voru í könnun IT
Vörumerki og gerð 9,6 volt Þyngd (kg) Fjöldi gíra Fytgi- hlutir10 Innflytjandi Stað- greiðstu- verð
Bosch PBM 9,6 VE-2 1,5 gm Br. Ormsson 9.999
Atlas Copco PES 9,6 T 1,5 2 a Br. Ormsson 17.910
Hitti SB 10 xx) 1,65 2 ++ Hilti 29.989
12 voit
Kinzo 25 C 240 1,2 1 mm Verkfærasatan 5.890
Builder BD 12 VDT 1,6 mm a Verfæralagerinn 8.980
Talon 7233 1,4 WBH a Verkfærasatan 9.980
Bosch PSR 12 VE 1,2 hh Br. Ormsson 11.128
Adam PSE 12 1,5 2 a Heitdsöluverslunin 11.600
Makita 6223D (1) 1,5 HH a, b Þór(5) 19.900
Bosch GSR 12 VES-2 (1) 1,8 2 a Br. Ormsson (6) 19.900
Atlas Copco PES 12 T 1,6 2 a, b Br. Ormsson 23.310
Metabo beat 212/2R+L (1) 2,2 2 a, b, c Bítanaust 32.156
Hilti SB 12 (1) 1,9 2 ++ Hilti 32.696
13,2 volt
Kress 132 ADSE 1,9 2 a, b Verkfærasalan 24.900
14,4 volt
T.I.P. 20312 1,4 1 a Heitdsölutagerinn 6.900
Kinzo 25 C 558 1,2 HHI a, d, f g Heildsölutagerinn 7.490
Kinzo 25 C 925 1,4 2 Heitdsölulagerinn 9.900
Adam PSF 14 1,7 H a Heildsötuverslunin 13.400
Wagner W 144 DQ 1,5 ■Hl a Bílanaust 16.870
Talon 7153 1,6 HHH a, b Vétar og verkfæri 17.286
ELU BSG 73 1,9 HH a, b, d Sindri (9) 24.900
Attas Copco PES 14,4T (1) 1,6 2 a, b Br. Ormsson 28.710
15,6 volt
Taton TD 716310 1,6 2 Verkferasatan 15.900
16,8 volt
Rotwerk EBA 168 TA 1,4 1 a, d, f Verkfærasalan 6.900
Kinzo 25 C 568 1,2 1 a, d, f. g Heitdsölutagerinn 8.990
Wagner W168 CD 1,7 1 a Bítanaust 10.655
18 volt
T.I.P. 20316 1,5 1 a Heildsötulagerinn 8.900
ELU SBA 85 K 2,3 2 a, b, d Sindri 41.900
++ 12% af andvirði tækisins fylgja með í fylgihlutum að eigin vali. 10. sjá skýríngu bls 13.
14
NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999