Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 5
Þolraunir
Microsoft
Microsöfíkóhgurinn Bill Gates þarfað þola margt þessa dag-
ana, jafnvel rjómakökur — að hluta með harðri fyllingu.
Microsoftkóngurinn Bill
Gates þarf að þola margt
þessa dagana, þótt hann verj-
ist vel. Nýlega hélt hann fyrir-
lestur á stórri tölvusýningu
þar sem stór hluti áheyrenda
voru starfsmenn bílarisans
General Motors (GM). Bill
Gates kom með eftirfarandi
samanburð:
Ef tæknileg þróun hjá GM
hefði verið sú sama og innan
upplýsingageirans ættum við
nú bíla sem kostuðu 25 doll-
ara og væri þó hægt að aka
þeim 1000 mílur á galloni af
bensíni.
Einn yfirmanna GM gerði
eftirfarandi athugasemd: Ef
GM hefði þróað tækni sína á
sama máta og Microsoft
hefðu bílar okkar nú þessa
eiginleika:
1. Tvisvar á dag lentu menn í
óskiljanlegu óhappi með
bílinn sinn.
2. Það þyrfti að kaupa nýjan
bfl í hvert skipti sem línur á
vegum væru málaðar.
3. Bíllinn mundi af og til fara
út af veginum án skýran-
legrar ástæðu. Þetta yrði
maður að sætta sig við og
keyra inn á veginn aftur.
4. Nokkrum sinnum, til dæm-
is í vinstri beygjum, mundi
bfllinn neita að hlýða og
fara beint áfram. Til að laga
þetta yrði einfaldlega að
skipta um vél.
5. Bílarnir yrðu aðeins afhent-
ir með einu sæti og velja
þyrfti milli tveggja tegunda.
Aukasæti yrði að panta og
borga sérstaklega.
6. Samkeppnisaðilar sem
framleiddu bíla sem gengju
fyrir sólarorku, færu fimm
sinnum hraðar og væru
tvisvar sinnum léttari en
aðrir bílar - þeir væru í
vandamálum. Þes-sir bflar
fengju aðeins leyfi til að
nota 5% af vegakerfinu!
7. Aður en loftpúðinn opnast
mundi hann spyrja: „Ert þú
alveg viss?“
8. Endrum og sinnum væri
ómögulegt að opna bflinn.
Til að redda þessu væri
galdurinn sá að taka í hand-
fangið um leið og lyklinum
væri snúið, en halda sam-
tímis í loftnetið.
9. í hvert skipti sem GM
kæmi með nýja bílategund
þyrftu allir bflstjórar að taka
ökupróf á nýjan leik, þar
sem engin öryggistæki
mundu starfa á sama máta
og í gamla bflnum.
10 Að lokum: Maður mundi
ýta á Start til að drepa á
vélinni.
Tjónaskýrslan getur skipt miklu máli
Þeir sem lent hafa í umferðar-
óhöppum kannast við hvað það
er leiðinlegt að sitja og fylla út
tjónaskýrslu um óhappið. Allir
sem lenda í umferðaróhöppum
eru auðvitað svekktir yfir því -
ef tjónaskýrslan finnst á annað
borð í bílnum. Að sjálfsögðu eru
alls konar vandræði við að fylla
út tjónaskýrsluna. Ef til vill er
enginn penni í hvorugum bílnum
eða þá að pennamir skrifa illa
vegna kulda eða rigningai'. Af
hverju þarf maður að vera
stressa sig á þessari tjóna-
skýrslu? Af hverju ekki að gefa
bara skýrslu á næstu lögreglu-
stöð?
Tjónaskýrslu þurfa allir öku-
menn að passa að hafa í bflnum
sínum. Þær þyrftu reyndar að
liggja frammi á mun fleiri stöð-
um en það er annað mál. Tjóna-
skýrsla er ekki óvinur ökumíuma
heldur fyrirbrigði sem búið er til
í þeim tilgangi að auðvelda með-
ferð mála sem konta upp vegna
umferðaróhappa. Þessvegna
skiptir máli að sem best vinna sé
lögð í að fylla hana út. Þrátt fyrir
að það rigni og sé kalt og jafnvel
þótt það séu einungis illa skrif-
andi pennar fyrir hendi, þá skipt-
ir samt máli að fylla tjónaskýrsl-
una eins vel út og mögulegt er.
Stundum virðast ökumenn
átta sig betur á aðstæðum og
vera betur sammála þegar tjóna-
skýrsla er útbúin en síðar kann
að verða. Ekki má gleyma því að
tjónaskýrsla er sönnunargagn og
því skiptir allt máli sem skrifað
er á hana. Báðir ökumenn undir-
rita tjónaskýrsluna, þ.e. framhlið
hennar, og það sem þar stendur
hefur því ótvírætt sönnunargildi
um það sem gerðist. Ökumenn
þurfa að gaumgæfa það að það
sem þeir setja í skýrsluna og
skrifa undir sé í samræmi við
það sem þeir telja satt og rétt.
Annars eiga þeir ekki að skrifa
undir tjónaskýrsluna. Einnig
verður að gæta að því hvað hinn
ökumaðurinn setur niður, því að
undir það skrifar maður lfka.
Svo virðist að sumir gæti
þtess ekki að tölusettar merkingar
á framhlið gilda fyrir báða. Sum-
ir halda að þar sem merkja á við
til dæmis bíl A í þessum tölu-
settu dálkum eigi ökumaður A
að gera það einhliða. Það er
rangt. Báðir ökumenn eiga að
gera það saman og vera sam-
mála um það. Merking í talna-
dálk fyrir aðra bifreiðina kann að
valda því að sá ökumaður sem
gætti ekki að merkingunni í
dálkinn tapi rétti sem hann kann
að hafa átt - vegna athugunar-
leysis síns og þess að hann hefur
talið að bifreiðastjóri bíls A eigi
einn að fylla út þann hluta
skýrslunnar sent snýr að bíl A.
Það er ekki þannig. Öll atriði
sent koma fram á franthlið tjóna-
skýrslu em á ábyrgð beggja öku-
manna enda undirrita þeir hana
báðir. Þetta er grundvallaratriði
að muna.
Hvað á ökumaður þá að gera
ef ágreiningur er urn það rneð
hvaða hætti á að fylla út tjóna-
skýrslu? - Kalla til lögreglu,
annað er ekki hægt að gera.
Annaðhvort em ökumenn sam-
mála um að fylla út tjónaskýrslu
eða það verður að fá til þess
bæran þriðja aðila og þá kenutr
lögreglan til skjalanna. Það er
betra að taka tíma í að ganga frá
öllum sönnunaraU'iðum um um-
ferðaróhapp strax, meðan enn er
hægt að sýna fram á hvemig at-
burðurinn gerðist, í stað þess að
bíða með það þangað til sönnun-
armerkin em horfin. Það sann-
færist enginn um að óhappið
hafi orðið svona eða hinsegin
þegttr báðir bflarnir em famir af
vettvangi og öll vegsummerki
horfin. Sé þá engin tjónaskýrsla
til eða ekki verið kallað á lög-
reglu er eintáldlega ekki hægt að
sýna fram á hvað gerðist.
Hafðu þetta hugfast ef |ní
lendir í árekstri:
■ Gættu þess að fylla út tjóna-
skýrslu í samræmi við það
sem gerðist.
■ Ef þú og hinn ökumaðurinn
eruð ekki sammála þarf að
kalla á lögregluna.
NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999
5