Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 11
Gæði, markaður - Borvélar með rafhlöðum Bosch PSR 9,6 VES-2 reynd- ist best íflokki 9,6 volta véla og fœst þó á aðeins um 12 þús. kr. Makita 6313 D (með NiMH- rafhlöðum) varbest í 12 volta flokknum en hér fœst svipuð vél á um 35 þús. kr. Hitachi DS 14 DV reyndist Bosch PSR 14,4 VES-2 er best íflokki 14,4 volta véla og ódýr vél í 14,4 volta flokknum fœst á um 34 þús. kr. á um 16 þús. kr. en kom vel út úr könnuninni. Mikið úrval og verðmunur Neytandinn þarf að gæta sín vel við vai á rafhlöðuborvél. Dýrustu vélarnar kosta um sex sinnum meira en hinar ódýrustu - og tæplega 50% verðmunur kom fram milli verslana á sams konar vélum. Borvélar eru einna mest keyptu heimilisverkfærin og rafhlöðuvélar hafa orðið æ vinsælli á síðustu árum vegna þess að krafturinn hefur auk- ist. Þær nýtast ágætlega til að bora í tré, mjúka steypu og stein en ekki síst sem raf- magnsskrúfjárn. Algengast er að fólk kaupi þær sem auka- borvél til þæginda og þar sem erfitt er að tengjast rafmagns- kerfi. Hér eru birtar niðurstöður rannsókna á 27 rafhlöðubor- vélum sem Test Ankoop í Belgíu hefur gert á vegum International Testing og ís- lensk verðkönnun NS á um 50 gerðum sem seldar er hér- lendis. Bestar á markaði hér 9,6 volt: í þessum flokki stóð efst Bosch PSR 9,6 VES-2, og er hún þó í ódýrari kantin- um á um 12 þús. kr., en næst- best var Metabo BE AT 9.6/2 R+L á um 18 þús. kr. 12 volt: Best reyndist Makita 6313 D (með NiMH-rafhlöð- um) en hér fæst svipuð vél á um 35 þús. kr. Næst kom Bosch PSR 12 VES-2 á um 13 þús. kr. Nærri þeim voru Hitachi DS 12 DVA, en hér fæst svipuð vél á um 25 þús. kr„ og Skil 2745 US á um 15-25 þús. kr. 14,4 volt: Efst var Hitachi DS 14 DV á um 34 þús. kr. en fáum stigum munaði á henni og þeim sem næstar komu, AEG BS2E 14,4 T (um 18 þús. kr.), Makita 6333 D (42 þús. kr.) og Bosch PSR 14,4 VES-2 (um 16 þús. kr.) Aðrar: í fiokki 7,2 volta véla var aðeins cin, Skil 2272 U1 á 8.455 kr„ og fékk hún þokka- legaeinkunn. I 18 volta fiokknum er bara Black & DeckerKC 1882CKáum20 þús. kr. en hún fékk einkunn fyrir neðan meðallag. I töfi- unni er líka höfð með til sam- anburðar ein 24 volta vél, Bosch GBH 24 RE, sem ekki fæst hér en hlaut mjög góða einkunn. í hvað nýtast þær? Rafhlöðuborvélar eru léttar og þægilegar en ekki jafn kraft- miklar og rafkerfistengdar vélar og vinnan tekur því lengri tíma með þeim. Sum bor- og skrúfverkefni er úti- lokað að ráða við með raf- hlöðuvél. Hún dugir hins veg- ar vel við einfaldar smíðar og smærri verkefni, til dæmis við að l'esta upp hillur og myndir, skipta um hurðarskrár ofi. Rafhlöðuvélar nýtast best þar sem erfitt er að tengja við rafkerfi eða hættulegt, til dæmis vegna loftraka. Þær eru því iðulega notaðar í sum- arbústöðum og bátum og henta sérstaklega vel sem raf- magnsskrúfjám. Sumir kaupa rafhlöðuborvélar aðeins til þess að skrúfa með þeim en í slíkum tilvikum er þó ódýrara að fá sér rafskrúfjárn. I borvélunum getur verið margs konar búnaður, hraða- og átaksstillingar. Sumar öfl- ugustu rafhlöðuvélarnar eru með höggvirkni. Til verulegr- ar höggborunar í múr og stein er þó oftast nauðsynlegt að nota rafkerfisvélar eða dýrar og þungar atvinnumanna-raf- hlöðuvélar. Valá borvél í stórum dráttum getur hækk- andi voltatala sagt til um meiri styrkleika og átak og lengri endingu rafhlaðna. Varið ykkur samt á því að þótt voltatalan sé oft áberandi í kynningum framleiðenda segir hún ein lítið um hæfni vélanna. Fólk sannfærist kannski best um þetta með því að skoða voltaflokkana í töfiunni og hve gífurlegur verðmunur er innan hvers og eins. Hönnun vélanna skiptir hér máli, búnaður og fylgi- hlutir. I einföldustu verk dugar 7,2 volta vél. Fyrir venjulega heimilisnotkun eru góðar 9,6 volta borvélar yfirleitt full- nægjandi, þær eru léttar og þægilegar í notkun og á hóf- legu verði. Eigi að bora og skrúfa oft og mikið er 12 volta vél þó sennilega betri kostur. 14,4 volta vélar eru almennt duglegri en mörgum þykja þær full þungar fyrir heimilis- notkun. Hér og í grannlöndum okkar eru 9,6, 12 og 14,4 volta vélar hvað vinsælastar en 7,2 volta gerðir eru mest seldar í Suður-Evrópu. Vattatalan er helst mæli- kvarði á hve mikið borvélin getur erfiðað. Há vattatala gefur til kynna að hægt sé að nota hana talsvert lengi og í erfið verkefni (stein og málm) án þess að hún ofreyni sig og ofhitni. Þessu er þó ekki treystandi og iðulega kemur í ljós að vélar með háa skráða vattatölu (input power) skila Verulegur verðmunur Borvél Dýrust Ódýrust Munur Makita 6223D Byko Verkfærasalan 46% AEG BS2E 12 T Byko Br. Ormsson 30% Kress MSX 132 Húsasmiðjan Verkfærasalan 15% Skil 2745 US Fálkinn Verkfæralagerinn 15% B & D KC 1261 DN Sindri Verkfæralagerinn 10% SkiL 2580 U Fálkinn Verkfæralagerinn 10% ELU BSG 73 Sindri Verkfæralagerinn 10% Sbr. upplýsingar um verð í töflunni „Tæknilýsing og einkunnagjöf". 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.