Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 23
Neytendaréttur
Ef maður vill hætta við kaupin
Það er gott að hafa rétt sirin á hreinu þegar út í búð er komið.
Það vefst oft fyrir neytendum
hvort þeir hafa rétt - og þá
hvern - til að hætta við kaup
sem þegar hafa verið gerð og
um gallalausa vöru eða þjón-
ustu er að ræða. Hver er réttur
okkar til að skila vöru, til að
skipta vöru og til að falla frá
samningi? Þessi úrræði rugl-
ast oft saman.
Það er ekki sérlega
skemmtilegt fyrir neytandann
að standa í versluninni með
vöru sem seljandinn neitar að
taka við: Réttur til að skila
vöru og réttur til að skipta
vöru er nokkuð sem verður að
spyrja eftir og komast að sam-
komulagi um við seljandann
áður en kaupin eiga sér stað.
Að falla frá samningi er hins
vegar réttur sem maður hefur
þegar eitthvað er keypt við
útidyrnar eða í gegnum síma.
í rétti til að skila vöru felst
að maður kaupir vöru með
loforði um að geta skilað
henni og fengið peningana
greidda til baka. Þetta úrræði
er vel þekkt meðal nágranna-
landa okkar en við íslendingar
erum ekki búin að tileinka
okkur það nema að takmörk-
uðu leyti. Réttur til að skila
vöru getur ekki átt við um all-
ar vörur. Sem dæmi um vörur
sem yfirleitt er ekki unnt að
skila eru undirföt og útsölu-
vörur.
Þrátt fyrir að verslunin
bjóði ekki upp á það úrræði
að skila vöru getur vel verið
að hægt sé að skila henni ef
bara er spurt eftir því. Selj-
andinn og kaupandinn komast
þá að samkomulagi um það
hvenær þarf að skila vörunni.
A kvittunina á seljandinn þá
að láta koma fram að hægt sé
að skila vörunni og setja þar
daginn sem má skila henni í
síðasta lagi.
Eigi að skila vörunni til
baka verður að fara mjög vel
með hana og einnig umbúð-
irnar. Vöruna þarf seljandi
auðvitað að selja öðrum neyt-
anda á almennu verðlagi. Það
má með öðrum orðum ekki
nota vöruna né skemma um-
búðirnar. Það er rétt að taka
með sér kvittunina frá versl-
uninni svo seljandinn sjái að
vörunni er skilað í tæka í tíð.
Auðveldara að
fá vörum skipt
Það er mun algengara á Is-
landi að verslanir bjóði við-
skiptavinum sínum að skipta
vöru en að skila vöru. Þá má
leggja vöruna inn og fá aðra í
staðinn. Um þetta úrræði
gilda sömu sjónarmið og þeg-
ar vöru er skilað, þ.e. ekki er
hægt að skipta öllum vörum
og það verður að fara mjög
vel með vöruna sem á að
skipta.
Ef maður finnur ekkert til
að kaupa í staðinn er hægt að
fá inneignarnótu. Hún gildir í
fjögur ár ef ekki er samið um
annað. Það er þó heppilegast
að nota inneignarnótu eins
fljótt og mögulegt er. Versl-
unin gæti orðið gjaldþrota eða
fengið nýja eigendur, en því
miður er jrað ekki alltaf svo
að nýir eigendur taki við inn-
eignarnótum sem fyrri eig-
endur hafa gefið út. Og þrátt
fyrir að verðbólgan sé lítil
rýrnar verðgildi nótunnar
hægt og bítandi. Um gjafakort
gildir sama regla, þ.e.a.s.
fjögurra ára gildistími nema
annað sé tekið fram.
Að falla frá samningi
Ryksugur og bækur eru seldar
bæði við útidymar og í gegn-
um síma. Ef vara er keypt
með þeim hætti fyrir 4.500 kr.
hið minnsta gilda húsgöngu-
og fjarsölulögin sem veita
kaupandanum rétt til að falla
frá samningi. Samkvæmt
lögunum hefur maður þá tíu
daga til að sjá eftir kaupunum
og verður að tilkynna það
skriflega til seljandans. Til-
kynninguna verður að senda í
ábyrgðarbréfí innan þessara
tíu daga en þeir fara að líða
þann dag sem kaupandinn fær
í hendur söluskilmála um
kaupin. Þá á seljandinn að
senda skriflega. Ef keypt em
föt, snyrtivörur eða eitthvað
annað í heimahúsi eða á
vinnustað gilda einnig hús-
göngu- og fjarsölulögin. Lög-
in gildajafnvel um þjónustu,
til dæmis garðvinnu eða upp-
setningu á rimlagluggatjöld-
um.
Húsgöngu- og fjarsölulög-
in gilda hins vegar ekki þegar
keyptar eru tryggingar, verð-
bréf, fasteign eða matvömr
sem seljandinn afhendir
reglubundið.
Skrifstofur Neytendasamtakanna
Reykjavík: ísafjörður Akureyri:
Skúiagötu 26 Pólgötu 2 Skipagötu 14
Pósthólf 1096 Skrifstofu- og símatími: Skrifstofu- og símatími:
121 Reykjavík 8-12 13-15
Símatími upplýsinga- og Sími: 456 5075 Sími: 462 4118
kvörtunarþjónustu: 10-15 Fax: 456 5074 Fax: 462 1814
Sími: 562 5000 Netfang: Netfang: neyt.ur@itn.is
Fax: 562 4666 neytvest@heimsnet.is Starfsmaður: Úlfhildur
Netfang: neytenda@itn.is Starfsmaður: Aðalheiður Steinsdóttir Rögnvaldsdóttir
NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999
23