Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 2
Neytendasamtökin 50 ára
kallað eftir neytendapólitískum áherslum
Það blað sem nú kemur fyrir sjónir
félagsmanna í Neytendasamtökunum
lítur öðruvísi út en undanfarin tölublöð.
Ástæðan er 50 ára afmæli Neytenda-
samtakanna sem nú er minnst. í tilefni
afmælisins var ákveðið að breyta til og
endurhanna útlitið.
Það var einmitt hinn 23. mars 1953 að
haldinn var fjölsóttur fundur þar sem
ákveðið var að stofna neytendasamtök
sem hétu í upphafi Neytendasamtök
Reykjavíkur. Þetta er því mikill merkis-
dagur fyrir okkur neytendur, enda eru
Neytendasamtökin einn elsti félagsskap-
ur af því tagi í heiminum, eða þriðju elstu
samtökin. Fáninn var reistur fyrir okkur
neytendur. Og þótt við getum státað af
því að vera fjölmennustu neytendasam-
tök í heimi ásamt þeim hollensku ef
miðað er við íbúafjölda, eins og okkur er
svo tamt að gera, þá hjálpar það okkur
lítið ífámenninu hérá landi. Hérbúaein-
faldlega alltof fáir neytendur. Og þegar
við þetta bætist tregða hjá stjórnvöldum
við að skynja mikilvægi neytendastarfs
hlýtur starfið að vera veikt hér á landi
í samanburði við það sem gerist hjá ná-
grannaþjóðunum. Þessu er komið fyrir
með öðrum hætti meðal grannþjóða
okkar, þar axla stjórnvöld ábyrgð á neyt-
endamálum.
Heiðurinn af stofnun Neytendasamtak-
anna á mikill baráttumaður, Sveinn Ás-
geirsson hagfræðingur, sem lést á síðasta
ári. Sveinn kynntist neytendahugsjóninni
við nám sitt í Svíþjóð. Og Sveinn var allt
í öllu hjá Neytendasamtökunum enda
hafði málaflokkurinn náð tökum á hon-
um og réttlætiskennd var honum í blóð
borin. Sveinn var því vel að því kominn
að verða kjörinn heiðursfélagi Neytenda-
samtakanna fyrstur manna og sá eini
hingað til.
Vissulega geta íslenskir neytendur verið
stoltir af Neytendasamtökunum, fjölda-
samtökum sem þau hafa byggt upp. Þótt
nokkuð hafi fækkað á síðustu árum á
félagaskrá Neytendasamtakanna eru
þau enn mjög fjölmenn borið saman við
systursamtökin í nágrannalöndum okkar.
Fækkun félagsmanna er þó áhyggjuefni
enda eru félagsgjöld aðaltekjulind sam-
takanna eða um 75% tekna þeirra.
í tilefni alþingiskosninga sendi Neyt-
endablaðið formönnum allra flokka sem
bjóða fram nokkrar spurningar um mál
sem skipta okkur neytendur miklu. Já-
kvæðum viðhorfum sem þar koma fram
ber að fagna. Þau lýsa tiltrú á Neytenda-
samtökunum. Og vonandi verða þessar
spurningartil þess að stjórnmálaflokkarn-
ir setja neytendapólitískar áherslur í for-
grunn í stefnu sinni. Það er ánægjulegt
að allir formennirnir taka undir þær þrjár
meginkröfur sem síðasta þing Neytenda-
samtakanna setti fram: Um evrópskt
verð á vöru og þjónustu, að fjármálavið-
skipti séu á frjálsum markaði og loks að
virk samkeppni ríki á matvörumarkaði.
Það kemur einnig fram í svörum formann-
anna að þeir líta á starf Neytendasam-
takanna við að leysa úr ágreiningsmálum
neytenda við seljendur án atbeina dóm-
stóla sem mikilvæga starfsemi. Enda er
hér um að ræða samfélagslega þjónustu
sem Neytendasamtökin hafa ítrekað kraf-
ist að stjórnvöld greiði að fullu. Orð ein
duga þó ekki, Neytendasamtökin kalla
eftir að verkin verði einnig látin tala.
Stjórnmálaflokkarnir eru hins vegar ekki
samstiga þegar kemur að löggjöf sem
Neytendasamtökin hafa lengi kallað
eftir, svo sem lögum um Umboðsmann
neytenda, en slíkt embætti mundi að
mati samtakanna styrkja mjög neytenda-
vernd hér á landi. Það sama er að segja
um löggjöf um ýmsa þætti sem snerta
fjárhagslega stöðu neytenda. Neytenda-
samtökin berjast áfram fyrir framgangi
þessara mála.
Neytendasamtökin hafa lengi haldið því
fram að áhugaleysi stjórnmálamanna sé
takmarkað þegar kemur að neytendamál-
um, málaflokki þar sem unnið er fyrir
almenning og er því hluti almannaþjón-
ustu. Það er eins og stjórnmálamennirnir
gleymi því alltof oft að þeim ber að gæta
almannahagsmuna og neytendamálin
ekki f ríkum mæli hluti þeirra. Sérhags-
munir mega en ráða.
Neytendasamtökin treysta því að á þess-
umtímamótum, 50áraafmæli Neytenda-
samtakanna, verði viðhorfsbreyting og
að neytendamálin verði sett í forgrunn.
lóhannes Gunnarsson
Ávarp viðskiptaráðherra.................3
Saga Neytendasamtakanna.................4
Hamingjukveðjur.........................8
Frá kvörtunarþjónustunni................9
Gæðakönnun á barnastólum...............10
Stefna stjórnmálaflokkanna.............12
Orkudrykkir............................16
Ofnæmi af völdum snyrtivara............17
Bílar fara batnandi....................18
Veraldarvefurinn.......................24
Erfðabreytt matvæli....................26
Fjármál heimilanna.....................28
Neytendasamtökin á tímamótum...........30
Prentað efni
Blaðið er prentað á
umhverfisvænan hátt.
NEVTENDABLAÐIÐ
l.tbl., 49. árg. - apríl 2003
Útgefandi: Neytendasamtökin,
Síðumúla 13, 108 Reykjavík
Sími 545 1200 Fax 545 1212
Veffang: www.ns.is
Netfang: ns@ns.is
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Cunnarsson
Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir,
Jóhannes Gunnarsson, Þuríður
Hjartardóttir
Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur
H. Torfason
Ljósmyndir: Einar Ólason
Yfirlestur: Mörður Árnason
Umbrot og hönnun: Stíll ehf.
Prentun: Hjá GuðjóniÓ ehf. - vistvæn
prentsmiðja
Pökkun: Bjarkarás
Upplag: 17.500 eintök, blaðið er sent
öllum félagsmönnum í Neytendasam-
tökunum
Ársáskrift: 3.300 krónur og gerist
áskrifandi um leið félagsmaður í
Neytendasamtökunum.
Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í
öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið.
Óheimilt er þó að birta heilar greinar
eða töflur án leyfis Neytendasam-
takanna. Upplýsingar úr Neytenda-
blaðinu er óheimilt að nota í auglýs-
ingum og við sölu nema skriflegt leyfi
Neytendasamtakanna liggi fyrir.
Lykilorð á heimasíðu: ns.50
2 NEYTENDABLA0IÐ 1.TBL, 2003