Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 3

Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 3
Almenn umsjón með málefnum neyt- enda heyrir undir iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti og hefur því ráðuneytið átt mikið og gott samstarf við Neytendasam- tökin á undangengnum áratugum. Einkum á síðasta áratug hafa orðið mikl- arbreytingará íslandi íátttil aukinsfrjáls- ræðis í viðskiptum. Samhliða hefur fram- boð á vörum og þjónustu til neytenda aukist verulega. Til jafnvægis við aukið markaðsfrelsi viðskiptalífsins þá hefur áhersla verið aukin á neytendavernd til dæmis með setningu löggjafar þegar það hefur þótt nauðsynlegt, svo og með öðr- um aðgerðum sem miða að betri fræðslu og upplýsingum til neytenda. Árið 1999 kom fyrst til framkvæmda þjónustusamningur milli ráðuneytisins og Neytendasamtakanna. Tilgangur hans var einkum sá að hagkvæmt þótti að nýta skrifstofu og starfslið samtakanna til að veita neytendum upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Auk þess tryggði samningurinn ákveðna festu varðandi fjárframlög ríkissjóðs og stuðlaði þannig að meira rekstraröryggi fyrir samtökin og var þetta því mikið framfaraspor fyrir báða aðila samningsins. Meginmarkmið neytendaverndar á frjáls- um og opnum markaði eru einkum fjórþætt: • styrkja stöðu neytanda í löggjöf • stuðla að öruggri og greiðri upplýsingagjöf til neytenda • auka neytendafræðslu og samþætta hana við nám í grunnskólum • tryggja að tillit sé tekið til heilbrigðis-, öryggis-, og umhverfissjónarmiða við markaðssetningu á vörum og þjónustu til neytenda. Óhætt er að segja að Neytendasamtökin hafa lagt áherslu á alla framangreinda þætti með störfum sínum að neytenda- málum. Umhverfi neytenda og markaðs- aðstæður breytast þó mikið og hratt. Ný fyrirbrigði, eins og t.d. verslun á Netinu og erfðatækni, skapa oft ný og áður óþekkt vandamál sem stjórnvöld þurfa að leysa. Undir þeim kringumstæðum er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að stjórnvöld veiti aðhald og ábendingar og að sterk rödd frá frjálsum og óháðum samtökum á borð við Neytendasamtökin heyrist. Það er von mín að samtökin geti áfram gegnt því lykilhlutverki sínu að vinna að sem mestum áhrifum neytenda við framþróun mála hjá stjórnvöldum eða á markaðnum. Loks vil ég óska Neytendasamtökunum svo og starfsfólki þeirra allra heilla á 50 ára afmæli samtakanna. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2003 3

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.