Neytendablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 15
Stefna stjórnmálaflokkanna í neytendamálum
rænum ríkjum starfrækir hið opinbera
embætti umboðsmanns neytenda. Hann
fjallar urn ýmis mikilvæg hagsmunamál
neytenda, stendur að eigin rannsóknum
og annast eftirlit með markaðssetningu.
Mun flokkur þinn beita sér fyrir því að
sambærilegt embætti verði sett á fót hér
á landi?
Framsóknarflokkurinn: Á 28. flokks-
þingi Framsóknarflokksins, sem haldið
var á þessu ári, var eftirfarandi ályktun
samþykkt: „Neytendavernd verði efld og
samtök þeirra hér á landi verði styrkt,
ekki síst með tilliti til þeirrar fákeppni
sem hefur myndast í landinu og reglur
um réttarstöðu neytenda verði gerðar
sem skýrastar." Ekki var tekin afstaða til
þess hvort stofna ætti til embættis um-
boðsmanns neytenda, enda skiptir meiru
að upplýsingagjöf til neytenda verði auk-
in og að eftirlit með markaðssetningu,
sem nú er í höndum Samkeppnisstofnun-
ar, verði tryggt.
Frjálslyndi flokkurinn: já.
Samfylkingin: Já, það ætlar Samfylking-
in gera, eins og fram kom í fyrirspurn
Björgvins G. Sigurðssonar þingmanns
Samfylkingarinnar á Alþingi á dögunum
til viðskiptaráðherra um embætti um-
boðsmanns neytenda. Það er mikilvægt
að embætti umboðsmanns neytenda
verði sett á stofn og er það stór þáttur í
að efla neytendavernd á íslandi, sem er
eina norræna ríkið þar sem ekki er sér-
stakt embætti umboðsmanns neytenda.
Stofnun þessa embættis væri mikið fram-
faramál fyrir neytendavernd og sigur fyrir
öflugt starf Neytendasamtakanna. Því er
mikilvægt að stjórnvöld átti sig á alvöru
málsins og að þverpólitísk samstaða ná-
ist um það en núverandi stjórnvöld hafa
lítinn skilning sýnt neytendamálum og
mikilvægi þeirra.
Sjálfstæðisflokkurinn: Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ekki ályktað um stofnun slíks
embættis.
Vinstri hreyfingin -grænt framboð:
VG hefur ekki tekið afstöðu til þess sér-
staklega hvort hér skuli stofnað slíkt emb-
ætti. Við þekkjum til starfsemi embætta
umboðsmanna neytenda sem og fleiri
málaflokka á hinum Norðurlöndunum,
s.s. umboðsmanna fatlaðra og aldraðra,
sem ekki eru hér á landi. I reynd tengist
spurningin umræðu um sjálft grundvall-
arfyrirkomulagið, þ.e. hvort hér eigi að
stefna að slíkum embættum á helstu
málasviðum eða hvort fremur eigi að
efla embætti umboðsmanns Alþingis,
hið eina hérlendis með þeirri undantekn-
ingu þó að hér er þegar við lýði embætti
umboðsmanns barna. Við í VG erum
opin fyrir því að ræða stofnun embætt-
is umboðsmanns neytenda enda verði
það liður í heildarstefnumótun að þessu
leyti.
Afstaða til þriggja lagafrumvarpa
Spurning Neytendablaðsins: Þrjú laga-
frumvörp, sem Neytendasamtökin telja
afar brýnt að verði að lögum, hafa fengið
umfjöllun á Alþingi án þess að ná fram
að ganga. Um er að ræða frumvörp til
laga um a) greiðsluaðlögun, b) ábyrgðar-
menn, og c) innheimtustarfsemi. Hyggst
flokkur þinn beita sér fyrir því að eitthvert
þessara frumvarpa verði að lögum?
Framsóknarflokkurinn: Á 28. flokks-
þingi Framsóknarflokksins, sem haldið
var á þessu ári, var eftirfarandi ályktun
samþykkt: „Sett verði lög um innheimtu-
starfsemi sem tryggi að þóknun vegna
innheimtuaðgerða sé sanngjörn."
Frjálslyndi flokkurinn: Öll þessi mál
eru áhugaverð, sér í lagi frumvarpið
urn ábyrgðarmenn fyrir þann, sem hér
heldur á penna. Hinsvegar verður bréf-
ritari að hryggja ykkur með því, að hann
þykist hafa gengið úr skugga um að ekk-
ert frumvarp nái fram að ganga á þessu
þingi. En koma tímar og koma ráð.
Samfylkingin: Samfylkingin beitirsérfyr-
ir því að þau verði að lögum. Samanber
að flutningsmenn þeirra eru þingmenn
Samfylkingarinnar. Þau eru þáttur í stefnu
flokksins og við beitum okkur fyrir því að
þau verði að lögum.
Sjálfstæðisflokkurinn: Öll frumvörpin
sem hér voru nefnd eru stjórnarand-
stöðufrumvörp. Þingmeirihluti er ekki
fyrir þessum frumvörpum á yfirstandandi
þingi.
Vinstri hreyfingin -grænt framboð:
VG telur öll viðfangsefnin í nefndum
frumvörpum mikilvæg og styður innihald
þeirra a.m.k. að miklu leyti og á reyndar
aðild að flutningi sumra þeirra. Við erum
reiðubúin til að vinna á þinglegum for-
sendum að umfjöllun um þessi mál eins
og önnur sem til framfara horfa og stuðla
að afgreiðslu þeirra. Sama gildir um fjöl-
mörg önnur mikilvæg mál, þar á meðal
ýmis þingmál sem þingmenn VG hafa
flutt, sem beint eða óbeint varða hags-
muni neytenda og almennings.
NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003 15