Neytendablaðið - 01.04.2003, Side 16
Vinsælir drykkir
Orkudrykkir er heiti notað yfir drykki
sem neytt er til að verða fyrir einhvers
konar örvandi áhrifum. Oftast er um að
ræða svala- eða gosdrykki með sykri,
bragð- og litarefnum, sýru og sýrustill-
um, bindiefnum o.fl. Þeir eru sumsé að
flestu leyti eins og venjulegir gosdrykkir
nema hvað í þessa drykki er bætt örvandi
efnum eins og koffíni, ginsengi, gvarana
(sem í er koffín) eða tárín (amínósýra).
Þessir drykkir eru orðnir æði vinsælir
meðal ungs fólks, því markaðssetning-
unni er beint að íþróttafólki eða athafna-
sömu ungu fólki á öllum aldri.
Nidurstödur rannsókna
I blaði dönsku neytendasamtakanna
Tænk+Test í apríl var fjallað um 20 teg-
undir orkudrykkja. Fimmtán þeirra voru
taldir óhæfir sem íþróttadrykkir vegna
mikils magns koffíns og sykurs. Hérlendis
eru reglurnar eilítið öðruvísi og má telja
að hér séu ekki ólöglegir orkudrykkir
seldir í verslunum. Það er þó athyglis-
vert sem danskir sérfræðingar segja um
orkudrykki. Gitte Laub Hansen, doktor
í næringarfræði, segir að „í stað þess
að líkaminn taki strax til sín vatnið sem
hann vantar er maginn fullur af vatni, því
líkaminn getur ekki nýtt sér vatnið strax
vegna mikils sykurs". Og enn segir Gitte;
„Það er rétt að mikið koffín hefur áhrif,
en aukaverkanir eru ekki góðar, aukinn
hjartsláttur, þornun (dehydrering) og
koffínfíkn. - Það vantar ekki orku, þvert
á móti; ætlunin hlýtur að vera að brenna
orku við íþróttaiðkun, er það ekki?" spyr
danski næringarfræðingurinn.
Danski sérfræðingahópurinn sem gerði
könnunina tók að sér að prófa drykkina.
„Gott og vel sögðu menn, ef auglýsingar
lofa aukinni getu og meiri orku, þá ligg-
ur beinast við að reyna á það!" Danirnir
notuðu tvenns konar próf fyrir tvo hópa
fólks. Annar hópurinn fékk drykki án
orkuefna og hinn orkudrykki úr verslun.
Eitt prófið var að leggja saman allar töl-
ur sem gáfu 10 í talnarunu og var mæld
lengdin eftir 21/2 mínútu. Hitt prófið var
að raða saman myndum eftir ákveðnum
lyklum og var einnig talið saman eftir
21/2 mínútu. Þannig voru nemendur
í Tækniskólanum í Ballerup prófaðir,
með og án orkudrykkja. I stuttu máli var
niðurstaðan sú að orkudrykkir juku ekki
einbeitinguna, þvert á móti stóðu þeir sig
verr sem þá höfðu drukkið!
Nokkrir orkudrykkir skoðaðir
Farið var í nokkrar verslanir, beðið um
orkudrykki og þeir keyptir. Skoðað var
innihald og umbúðamerkingar. í töflunni
er síðan borið saman lítraverð og inni-
haldsefni í 100 ml og skoðuð loforðin
sem auglýst eru. Gæta skal þess að hér
er ekki verið að skoða íþróttadrykki, sem
eru með um helmingi minna sykurmagn
eða um 6%, innihalda sölt en engin örv-
andi efni. Þetta eru allt aðrir drykkir. Þó
voru þeir seldir okkur sem orkudrykkir í
verslunum! Til samanburðar bættum við
í töfluna kóki og vatni.
Vatnið er best
Það mætti segja að þetta sé góð mark-
aðssetning, að telja okkur trú um að
gosdrykkirnir sem alltaf er verið að vara
við - séu einstaklega orkuríkir - einmitt
það sem vantar! Takið einnig eftir því
að kókið er ódýrast (eftir vatninu). Kók
er að vísu ekki orkudrykkur samkvæmt
skilgreiningu Hollustuverndar heldur
gosdrykkur, en þó er það mjög orkuríkt
og inniheldur koffín. Mætti þess vegna
telja vel sykrað og sterkt kaffi ágætis
„orkudrykk". Til að fyrirbyggja allan
misskilning skulu lesendur minntir á að
þrúgusykur eða ávaxtasykur er sykur
engu að síður. Sykur er ekki hollari þótt
hann heiti ávaxtasykur. Þessi „hvíta lygi"
hefur tíðkast hérlendis nokkuð lengi.
Þessvegna er enginn greinarmunur gerð-
ur á sykri í töflunni.
Lokaorð
Megingagnrýni á þessa drykki er að þeir
auki sykurneyslu barna og unglinga og
stuðli að offitu á unga aldri. Orkuna eigi
að brenna með hreyfingu, en óþarft að
auka orkuneysluna. Einnig er gagnrýnt
að unglingar og börn fái ótæpilegt koffín-
magn, en svipað magn getur verið í orku-
drykkjum og í bolla af sterku kaffi. Bent
hefur verið á að koffínmagn í meira en
2-3 kaffibollum á dag geti valdið streitu-
einkennum. Og nú hefur sú gagnrýni
bæst við frá dönsku neytendasamtökun-
um að loforð framleiðenda um jákvæð
áfhrif orkudrykkja geti verið vafasöm. Er
vatnið nokkuð að fara úr tísku?
16 NEVTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2003