Neytendablaðið - 01.04.2003, Síða 20
Suszuki Liana fékk 3,5 stig af 5 möguiegum
fyrir þægindi í akstri. Hann fékkst hér á tæpa
1,9 m.kr. hjá Suzuki-bflum hf.
Verðstýring framleiðenda
Langt er frá því að raunveruleg frjáls
samkeppni ríki á evrópska bifreiðamark-
aðnum. Bílaframleiðendur í Evrópu
hafa meiri markaðstruflandi völd en
flestir neytendur gera sér grein fyrir.
Þeir hafa sjálfir orðið að takmarka fjölda
þeirra fyrirtækja sem selja og þjónusta
bíla úr verksmiðjum sínum og komið
þannig í veg fyrir eðlilega samkeppni.
En kannski hefur mesta óréttlætið falist
í því að framleiðendur hafa ákveðið út-
söluverðið eftir markaðssvæðum. BEUC
(samtök evrópskra neytendafélaga) hafa
til dæmis bent á að nýr Volkswagen 75
PS Golf er 22% ódýrari í Danmörku en
sama bílgerð í Þýskalandi (miðað við
Chrysler PT Cruiser-bílarnir eru rúmgóðir og
fá góða einkunn fyrir marga þætti. Hér fást
þrjár gerðir á verðbilinu um 2,6-3,3 m.kr.m
hjá Ræsi hf.
verð án skatta). Ástæðan er verðstýring
Volkswagen-verksmiðjanna. Þær telja
að verðteygnin sé meiri í Þýskalandi,
þar sé hægt að pína verðið hærra en í
Danmörku.
í undirbúningi hefur verið ný löggjöf
innan ESB til að koma í veg fyrir þessar
aðferðir framleiðenda og efla raunveru-
lega samkeppni á bifreiðamarkaðnum en
nú í febrúar frestaði framkvæmdastjórn
ESB gildistöku hennar við mikil mótmæli
neytendasamtaka. Frjáls samkeppni fær
sem sé enn ekki að njóta sín á þessum
vettvangi. Neytendasamtök innan Evr-
ópusambandsins hafa lengi gagnrýnt
bæði opinberan lagaramma um bílakaup
og þessi óeðlilegu völd og aðferðir bíla-
framleiðenda.
Verðdæmi
í lok febrúar 2003 birtu Evrópusamtök
neytendafélaga (BEUC) skýrslu um verð
á bifreiðum í löndum Evrópusambands-
ins undanfarið hálft ár. Borið er saman
verð bílanna án skatta til þess meðal ann-
ars að endurspegla hvernig framleiðend-
urnir stýra verði á markaðssvæðunum að
verulegu leyti.
Ódýrastir voru bílarnir í Finnlandi og
síðan í Grikklandi og Hollandi. Reynslan
sýnir að bílverð á Spáni og í Danmörku
hefur líka að jafnaði verið einna lægst.
Dýrastir eru bílar í Bretlandi (sem er í
ESB en utan evrusvæðisins). Sé aðeins
evrusvæðið skoðað eru flestar bílgerð-
ir dýrastar f Þýskalandi og að hluta í
Austurríki. Alls voru ákveðnar bílgerðir
í 40 tilvikum dýrastar í Þýskalandi og
36 þeirra voru 20-42% dýrari þar en á
nokkru öðru markaðssvæði í Evrópu. I
Austurríki voru 20 bílgerðir a.m.k. 20%
dýrari en annars staðar í Evrópu.
Mismunur á verði bílgerðar af millistærð
(Fiat Marea, klass D) reyndist í vissum
tilvikum geta verið um 4.600 evrur
(390.000 kr.) innan evrusvæðisins og allt
að 6.000 evrur (510.000 kr.) ef skoðað
var allt Evrópusambandið.
Neytendur í mörgum löndum ESB geta
því oft sparað sér umtalsverðar fjárhæðir
með því að kanna málin og versla í þvf
landi þar sem það er hagstæðast. En
samkvæmt núgildandi reglum má bíla-
sali í einu ESB-landi ekki opna útibú f
öðru nema með leyfi framleiðenda og á
þeirra skilmálum.
Framtíðin
Afnám ofurvalds framleiðenda 'á dreif-
ingu bíla, sem reikna má með á næstu
misserum, mun leiða til þess að neytend-
ur í Evrópu geta reiknað með fjölbreytt-
ara framboði bíla. Seljendur geta þá selt
hvaða bílgerðir sem þeir vilja hvar sem
er f Evrópu. Hefðbundnar bílaverslanir
lenda hugsanlega í samkeppni við stór-
markaði og verslanakeðjur. Sérfræðing-
ar telja að samfara þessari samkeppni
muni bílverð lækka, að Ifkindum fyrst
og fremst á gerðum sem framleiddar eru
í miklu magni á vegum stærstu framleið-
endanna.
Viðgerðir og viðhald bíla verða líka f
frjálsara formi þegar væntanleg ESB-
löggjöf tekur gildi. Samkvæmt tillögum
um lagabreytingar f þessu efni verða
framleiðendur að leyfa öllum verkstæð-
um sem standast ákveðnar kröfur að
þjónusta bílana.
Alfa Romeo-bflarnir fá góða einkunn fyrir
aksturshæfni og þægindi. Hér fengust fjórar
gerðir á verðbilinu um 2-3 m.kr. hjá Alfa
Romeo-umboðinu á íslandi.
Kröfur neytenda
Evrópusamtök neytendafélaga, BEUC,
hafa lengi barist fyrir því að ESB setji
nýjar reglur um sölu og þjónustu á bif-
reiðum. Helstu atriðin sem BEUC vill fá í
gegn eru þessi:
• Bifreiðasölufyrirtæki í einu ESB-landi
megi stofna útibú í öðru.
• Bifreiðasalar megi sýna og selja eins
margar bílgerðir og þeir vilja f sama
sýningarsal (multi-branding) og séu ekki
háðir samþykki framleiðenda.
• Dregið verði úr skilmálum framleið-
enda um tengsl sölu og þjónustu. BEUC
BMW 3-bílar fá ! mörgum efnum háar
gæðaeinkunnir og stóðu sig vei í árekstra-
prófunum hjá Euro NCAP. Hér fengust þrjár
gerðir á biiinu um 2,5-4,6 m.kr. hjá B&L.
20 NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003