Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 11

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 11
NORDJAMB, NORDJAMB, JAMBOREE. Skáta nú sjáum skara á Jamboree Skyldum við ekki fara á Jamboree Ekki spyrja allir saman á Jamboree Eflaust það verður gaman á Jamboree. I97S Hvers vegna verður gaman á Jamboree? Er það vegna þess að þar hittast skátar ýmsum stöðum frá,?, eða af því að rnaður er í sumarfríi að slappa af? Hvaða munur er á því að s.já margt fólk í einu á sama stað eða hitta sama fólk við sömu ytri aðstæöur? Á Jamboree förum við til þess að hitta fólk, kynnast annarra þjóða skátum og skátun. Menn geta velt því fyrir sér hvernig imglingar með sömu eða svipuð áhugamál en óllk móðurmál geti talað saman, en á'Jamboree reynura viö aö þetta er hægt og meira til ef ekki vantar viljan. Hjálpartækiö sem við fáum til afnota er dagskráin. Hún býður upp á ótal tækifæri til að sjá og reyna sitthvaö nýtt með nýjum félögum. Langhæst ber þar Hækferðina sem segja má að motið snúist um. "Allir £ Hæk" það er kjörorðið. Fjöldi leiða hafa veriö lagöar og reyndar og bíða þær nú kappanna. Fimm mis- munandi erfiöir leiðaflokkar eru til, frá 8 til 24 km. langar en þær eru einnig mismunandi hvað hæðarlínuskurð snertir og skiptir þaö ekki hvað minnstu máli. Þátttakendum verður skipt niður í 8 manna flokka og veröa u.þ.b. 1-2 norðurlandabúi (þar af 1 flokksforingi), 1-2 bandarxskir og 4-6 annars staðar frá. Uppbygging dagskrárinnar er annars þannig: 1. Hæk. 2. Skiptidagskrá: 2.1. Handavinna 2.2. Maihaugen 2.3. Náttúruskoðun 2.4* Noröurslóðin 2.5. Menning Norðurlanda 2.6. Iþróttir 2.7. Tækni 2.8. Vatnalþróttir 11

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.