Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 30

Foringinn - 01.08.1975, Blaðsíða 30
25. ALHEIMSRAÐSTEFNA SKATA. Alheimsráðstefna skáta verður haldin í sumar i 25. skipti. Þessar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og sCi venja hefur skapast, að árið sem Jamboree er haldiö er ráðstefnuár og ráðstefnan pá haldin í nágrenni mótsstaðarins. Þessi 25. ráðstefna verður dagana 8.-15. ágúst i Kaupmanna- höfn, Undirbúningurinn er i tengslum við Nordjamb 75 undir yfirstjórn nefndar sem skipuð er fulltrúum allra Norðurlandanna. Hins vegar eru margar danskar undirnefndir að starfi og sjá þær um alla raunverulega vinnu við undirbúninginn, Ráðstefnu- staðurinn er Danmarks Tekniske Höjskole í Lyngby u.J.b. 2o km. frá miðborg Kaupmannahafnar. Þarna verða allir fundir, matast verður i mötuneyti stúdentanna og flestir fulltrúanna munu búa á stúdentagörðunum við háskólann. Allt háskólahverfið er nýtt og aðstaða fyrir svona ráðstefnu- hald mjög ákjósanleg. A dagskrá ráðstefnunnar eru fjölmörg mál. Fjallað er inti upptöku nýrra þjoða i Alheims- bandalag drengjaskata, breytingar á lögum og reglugerðum, fjármál og kosið i stjórn Alheimsbanda- lagsins. Þá eru sömuleiðis alltaf á dagskrá málefni sem snerta skátastarfið sjálft, s.s. þjálfun upplýsingamiðlun og framtíðai5- verkefni skátunar. Hver þjóð á rétt á 6 fulltrúum hið mesta og hafa þjóðirnar jafnan atkvæðisrétt. Stefnt er aö því að Island eigi þarna 4 - 6 fulltrúa. Frekari upplýsingar um 25. Alheimsráðstefnu drengja- skáta er að fá hjá Arnfinni Jónssyni, fulltrua B.I.S. í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. FELAGSMERKI 30

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.