Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 7

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 7
enda ekki nema um 10-12 í ráðinu. Hver ráðsmeðlimur hefur síðan starfshóp á bak við sig sem starfar að ýmsum verkefn- um. "Unglingavandamálið" er það sama 1 Danmörku og á hinum Norðurlöndunum, þ.e. áfengis- neysla, lækkandi glæpa-aldur og önnur spilling grasserar og er reynt að stemma stigu við þessu eins og hægt er. Það er ekkert sambærilegt við Forsetamerkið og starfið miðast ekki við neitt álíka takmark. Þá erum viö komin að Noregi. Eins og ég sagöi fyrr í þessu bréfi þá veit ég ekki eins mikið um D.S. starf á öðrum Norðurlöndum, það sem ég veit fræddist ég aðallega um á fundi sem var með D.S. ráðum a Nordjamb í sumar. í Noregi eru aöallega 3 skátabandalög, KFUK skátarnir, Norsku drengja- skátarnir (NSF), og NSPF, þ.e. norsku kvenskátarnir. Eftir hví, sem ég best veit eru KFUK stelpurnar ekki með mikið D.S. starf, en hvernig það litla sem er, er, veit ég ekki. Um NSF er það að segja að bandalagsstjórnin skipar 7 menn sem hafa mikla reynslu, hver á sínu sviði skátunar. Þeir skipa svokallaö "Rover om- budet", en þeir skipta síöan verkum á milli sín, hver innan síns áhugasviðs. Innan NSF er ekki sérstakt starf fyrir aldurshópinn 15-18 ár, þeir starfa innan sinna skáta- sveita, það er fyrst 18 ára sem þeir verða D.S., það er þeir verða róverar. Róversveit- irnar eru mjög mismunandi að fjölda og með mismunandi starfshætti. Þar spilar inn í landfræöileg aðstaða sveitar- innar. Sveitarforinginn á að vera minnst 20 ára, hann verður að leiðbeina sveitinni á "réttu" leiðina en gera það á "diplómat- ískan" hátt, svo hann sé ekki of ráöríkur í augum skátanna. Hann á að taka virkan þátt í starfi sveitarinnar. Starfsgrundvöllur róvera í Noregi er sá að undirbúa þá undir frekara starf innan NSF og þá helst foringjastarf, en margir verða einmitt foringjar á þessum aldri. Einnig á starfið að gefa þeim betri innsýn í skáta- starfiö, þ.e. hvers vegna erum við að þessu? Hjá NSF fyrirfinnst ekkert sambærilegt við Forsetamerkið. Innan NSPF er D.S.^starf meö líku sniði og hjá NSF en þar eru stúlkurnar kallað- ar senjorar. I Svíþjóð eru 7 eða 8 banda- lög. Líkjast þau að mörgu leyti hvoru öðru, alla vega út á við. Meðal annars eru þau flest með sama búninginn og starfa samkvæmt sama kerfinu í stórum cráttum. Þær upplýsingar sem é°g hef hér eru fra Svensk scout- forbund. Þar eru dróttskátar 15-18 ára. Eftir 18 ára aldurinner ekkert sérstakt fyrir skátann ef hann vill ekki verða foringi eða sitja í einhverju ráði eða stjórn. Dróttskátar starfa vana- lega ekki við neitt annað, en ca. 17 ára geta þeir oröið aðstoðarforingj ar. Sveitirnar skipta sér vana- lega ekki reglulega niður en allir eru þó ekki að hring- snúast kringum sama verkefnið. Innan Svenska scoutförbundet er það þannig að sveitar- foringinn er e.t.v. ekki sá sami frá ári til árs. Það eru sérstakar foringjasveitir innan hvers skátasambands. I byrjun hvers árs skipta þær með sér verkum. Nokkrir snúa sér að dróttskátum, á meðan aðrar taka ljósálfa og ylfinga eða skáta. Eitt er þó regla og það er að aðalsveitarforinginn verður að vera 2 0 ára. 1 Svenska scoutförbundet er ekkert D.S. ráð. Þar hefur bandalagsstjórnin einn sem er "sérfræðingur" í D.S. málum

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.