Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Foringinn - 01.12.1975, Blaðsíða 17
WK£ CUHMI TCB NÚ skuluð þið gera gúmmí eða trésköfu sem skal notast tii að draga málninguna eða litinn yfir silkið. Skafan skal vera lítið eitt styttri en ramminn sjálfur. ScfiP* NÚ er komið að þrykkinu sjálfu: Ramminn skal lagður ofan á það sem þrykkja skal á (einnig mætti setja rammann á hjarir svo hann haldii. . í föstum skorðum). 1 rammann er svo sett dálítil málning eða þar til gerður litur í aðra hliðina og siðan er liturinn dreginn yfir silkið með sköfunni og þannig þrýstist liturinn í gegnum tilbúna munstrið á silkinu. Skafan skal dregin nokkrum sinnum yfir flötinn. Síðan skal rammanum lyft var- lega upp. Til aö þrykkja á efni og pappír skal notaður litur er nefnist HELIZARIN efnis- þrykksmálning. Þegar þrykkið er þurrt skal það straujað í 3-4 mín. svo þaö verði vatnsþétt og þoli þvott (þó ekki yfir 60°). Einnig er hægt að nota silkiþrykk til að gera plaköt. Stjórn B.l.S. lýsir eftir fólki £ eftirfarandi ráð og nefndir: SKÁTARAÐ (allt ráöið) LJÖSALFA OG YLFINGARÁÐ (allt) ÚTGAFURAÐ (Allt ráðiö) ALÞJðÐARAÐ (Tvö) FJARMALARAÐ (allt ráðiö) Einnig er lýst eftir fólki er er áhuga hefur á endurskoðun MARKMIÐS OG LEIÐA og myndi vilja starfa í nefnd er endurskoða á markmið og leiðir. Þeir sem áhuga kunna að hafa snúi sér beint til skrifstofu B.I.S. 17

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.