Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 1
10. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 30. maí 2000 ISSN 1025-5621 „ISKYR er gott IoppíI" starfsfypirtækis Bl utn forritið ISKU Á síðasta ári gerðu Bænda- samtök Islands samning við norska tölvufyrirtækið Landax, sem hefur aðsetur í Hamri í Noregi, um að fá að nota tölvu- forrit þess fyrir nautgriparækt, Infoku, hér á landi. Síðan hefur verið unnið að því að þýða það á íslensku og aðlaga íslenskum aðstæðum og er því verki nú lokið og heitir íslenska útgáfa þess ÍSKÝR. Það er nú á boðstólum fyrir kúabændur hér á landi. Nýlega var framkvæmdastjóri Landax, Torleif Bratlie, á ferð hér á landi. Bændablaðið náði þá tali af honum og spurði hann hvernig samstarfið við BI hefði gengið. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og hefur verið okkur hjá Landax til mikillar hvatningar" sagði Tor- leif Bratlie. „Við höfum fundið að forritið hefur fengið afar fagmann- lega meðferð hér á landi við aðlögun þess að íslenskum aðstæðum. Kúabændur á Islandi geta verið hreyknir af samtökum sínum sem hafa hér sýnt mikla framsýni og faglegan metnað. Jafnframt eru öll tæknileg vand- amál^ leyst svo vel að forritið ISKYR tekur fyrirmyndinni, In- foku, frammi. Sem dæmi um það má nefna að íslenskir kúabændur hafa möguleika á að sækja og senda skýrsluhaldsupplýsingar með ÍSKÚ til Bændasamtakanna í gegnum Internetið. Þetta getum við enn ekki í Noregi. Tölvuforrit, eins og ÍSKÝR, er aldrei endanlegt, það koma sífellt upp ný atriði sem taka verður með og við munum áfram eiga sam- skipti við BI í því sambandi og það er tilhlökkunarefni. Islenskum kúabændum óska ég til hamingju með forritið ÍSKÚ," sagði Torleif Bratlie. Verkefnum byggingaþjónustu Bændasamtakanna sem tengjast nýbyggingum fækkaði í fyrra úr 20 í 7 eftir jafna og þétta fjölgun árin á undan. Svipaður fjöldi fjósa, eða 25, var hins vegar teiknaður í fyrra og árið 1998. Verkefnin voru hins vegar stærri en oft áður að sögn Magnúsar Sigsteinssonar hjá byggingaþjónustu Bændasam- takanna. Magnús segir að í fjósunum sé einkum um að ræða viðbyggingar og breytingar á eldri fjósum auk einhverra nýrra fjósa líka. „Nú er svo komið að við erum að fá meira af stærri nýbyggingum auk breyt- inga á þeim fjósum sem fyrir eru. Kúabúin eru greinilega að stækka og þá verða menn að lagfæra byggingar eða byggja nýtt með til- liti til þess." Magnús segir áhugann sérstak- lega mikinn á nýrri gjafatækni í lausagöngufjósunum þar sem kýrnar geta gengið milli bása og fóðursvæðis þannig að ekki er nauðsynlegt að allar kýrnar komist . að, ioðursvæðinu í einu. „Með, Æðarvarp við borgarmörkin Ráðsmenn í Viðey hafa unnið að því hörðum höndum að útbúa betri aðstöðu fyrir æðarvarp í eynni, en þar verpa nokkir tugir para. „Ég bind miklar vonir við að geta aukið æðarvarpið til niuiia. Þetta er skemmti- leg búbót," sagði Ragnar Sigurjónsson, en hann er ráðsmaður í eynni ásamt konu sinni, Sigríði Oddnýju Stefánsdóttur. Þess má geta að fuglalíf í Viðey er tiltölulega fjölbreytt. Fundist hafa hreiður um 30 tegunda. Mest er af æðarfugli, en sílamávur er næstalgeng- asti varpfuglinn. Viðey er eina eyjan á Kollafirði sem hrafn verpir í. Viðey er stærsta eyjan á Koll- afirði, um 1,7 km2. Hæst er eyjan um 32 m á Helj- arkinn. Viðey skiptist í tvo hluta, sem tengjast um Eiðið. Norðvestur hlutinn er minni og kall- ast Vesturey. Sá stærri, þar sem Stofan og kirkj- an eru, nefnist Heimaey. Austan gamla túngarðsins heitir hún þó Austurey, en þar verpir æðarfuglinn eink- um. Þess má geta að á árum áður var eitt stærsta æðarvarp lands- ins í Viðey en til eru myndir sem sýna hreiður rétt við kirkjudyrnar. Árni Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur BÍ, aðstoðaði ráðsmenn- ina í Viðey við útbúa betri aðstöðu fyrir æðar- fuglinn. Einnig kom Jónas Helgason, æðarbóndi í Æðey í ísa- fjarðardjúpi, til Ragnars og Sigríðar og veitti þeim góð ráð. Hjónin Ragnar Sigurjónsson og Sigríður Oddný Stefánsdóttir huga að hreiðri f Viðey. Mikill áhugi á nýrri þessari tækni er hægt að komast af með fóðurgang sem er aðeins þriðjungur af venjulegri stærð í dag. Það er einnig töluverður áhugi á færanlegum fóðurgrindum sem gera það að verkum að það er hægt að gefa mikið fóður tvisvar í viku og síðan eru grindurnar færðar að fóðrinu eftir því sem að kýrnar éta. Vinnan við heygjöf er þar með orðin sáralítil. Menn geta þá keyrt rúllur inn á dráttarvél tvisvar í viku og grindurnar eru svo færðar tvisvar á sólarhring með rafmagnsmótor." Önnur nýjung er sjálfvirkir kjarnfóðurbásar sem teknir hafa verið upp í mörgum legubásafjósum hér á landi. „Svo er að auki mikill áhugi á sjálfvirk- um mjaltaþjónum en slík tæki eru þegar komin í tvö fjós hérlendis. Við gerum ráð fyrir því að hann verði einnig tekin í notkun í ein- hverjum af þeim nýju fjósum sem eru á teikniborðinu núna." • , . í fjárhúsum er það helst að ger- ast að menn eru að láta setja inn gjafagrindur fyrir heyrúllur. ,JvIér finnst þó að áhuginn á nýjungum í fjárhúsum mætti vera meiri. Fjárhúsaverkefni eru sárafá í augnablikinu." Magnús segir mörg verkefni framundan, sérstaklega í fjósbygg- ingum. „Áhuginn er mikill og við eigum eftir að sjá mikla gerjun og þróun í þeim. Við erum þar að auki að teikna núna mikið og stórt svínahús fyrir Jóhannes Eggerts- son á Sléttabóli þannig að slíkar teikningar koma vissulega á borð líka." Magnús vill að lokum benda bændum á að hefj'a undirbúning að nýbyggingum tímanlega. „Nú er svo komið að verkbeiðnir hellast yfir okkur á vorin. Það væri tölu- verður kostur að fá meira af verk- efnum inn að vetri til, þannig að menn hefðu möguleika á að vera tilbúnir með byggingarnar fyrr á árinu. Menn mættu nota meiri tíma til að undirbúa slíkar framkvæmdir því þannig geta umtalsverðir fjármunir sparast," segir Magnús. feO.'íííá!...........'

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.