Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og eiginkona hans Margrét Hauksdóttir fóru nú nýlega ásamt fylgdarliði í opinbera heimsókn til Kína. Heimsóknin, sem var í boði kínverska landbúnaðarráðherrans, stóð í eina viku og var einkar áhugaverð. Ferðin hófst í Peking þar sem fundað var með landbúnaðarráðherra Kína og skipst á upplýsingum um landbúnað ríkjanna. Eftir dvölina í Peking og nágrenni var haldið til Xi- an í mið Kína en ferðin endaði í Shanghai, sem telst til austur Kína. Móttökur Kínverja voru hvarvetna til fyrirmyndar og sú virðing og vinátta sem íslensku sendinefndinni var sýnd einstök. Dagskrá heimsóknarinnar var mjög vel skipulögð, fróðleg og skemmtileg í bland. Helstu samstarfsfletir þjóðanna sem ræddir voru í heimsókninni voru mjólkur- framleiðsla og -vinnsla, fiskeldi, garðyrkja og landgræðsla. Guðmundur Sigþórsson, Guðni Ágústsson, Margrét Hauksdóttir, Inga Vildís Bjarnadóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Áslaug Óttarsdóttir, Jónas Bjarnason, Birgir Guðmundsson og Skúli Skúlason. 2 Guðni var fenginn til þess að opna alþjóðlega blómahátíð í Sjanghai. í baksýn er hátíðarpallurinn. 3. Guðni og Margrét í Pekingandarveislu - í Peking. Landbúnaðarráðherra gekk vel að nota prjóna við málsverðinn... en svo virðist sem hann hafi líka notað vísifingur og þumalfingur vinstri handar... Nr.4 Margrét átti afmæli í ferðinni. Svo ströng var dagskráin að eini möguleiki hópsins til að samfagna henni var klukkan sjö að morgni afmælisdagsins. Gestir mættu á hótelsloppum til fagnaðarins. Hér má sjá nokkra af veislugestum. Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein í Kína. 800 milljónir kínverja teljast til bændafólks og framleiðni eða tæknistig al- mennt ekki hátt. Kínveijar hafa unnið að þróun landbúnaðarins undanfama áratugi og nú hafa risið þróunarsetur víðsvegar. íslenska sendinefndin skoðaði nokkur slík m.a. garðyrkjusetur, annað með nautgriparækt og það þriðja með fiskeldi. í garðyrkjusetrinu var öll nútímatækni og ræktunin virtist ganga mjög vel. Nautgriparæktin virtist heldur á eft- ir enda er ekki mikil hefð fyrir mjólkumeyslu í Kína. Það vakti athygli íslensku sendinefnd- arinnar að á þróunarsetrinu þar sem vom 3600 nautgripir vom 3200 starfsmenn. Það þætti vel mannað hér á landi. Kínverjar hafa lengsta sögu allra í fiskeldi og af þeim gætu íslendingar ýmislegt lært í þeim efnum. Því var gaman að koma á fiskeldisstöðina og kynnast þekkingarstigi og vinnubrögðum. Hvort eða hvert framhald verður á sam- skiptum íslands og Kína í landbúnaði kemur í ljós á næstu ámm en hér á landi verður unnið mjög jákvætt að málinu. Þátttakendur í ferð landbúnaðarráðherra voru auk þeirra hjóna Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri, Herborg Árnadóttir, Svein- björn Eyjólfsson aðstoðarmaður ráðherra, Inga Vildís Bjamadóttir, Jónas Bjamason forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, Áslaug Óttarsdóttir, Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjóri á Selfossi og Skúli Skúlason skólameistari á Hólum. Þá fylgdi Ragnar Baldursson sendifulltrúi við sendiráðið í Kína hópnum allan tímann og var leiðsögn hans og hjálpsemi ómetanleg. Nr.5 Hópurinn ásamt Ólafi Egilssyni, sendiherra, og Ragnari Baldurssyni, sendifulltrúa, í heimsókn á garðyrkjustöð í Peking. Á myndinni forstjóri stöðvarinnar. Nr. 6 í Sjanghai er rekið mjög myndarlegt þróunarsetur í garðyrkju. í baksýn má sjá lítinn hluta gróðurhúsanna sem öll eru byggð í samstarfi við Frakka og Hollendinga.Guðni og Sveinbjörn, aðstoðarmaður ráðherra, voru mjög hrifnir af því sem fyrir augu bar. Nr. 7 Dagskráin var ströng og hér má sjá þær Vildísi og Margréti slaka á í fallegum blómagarði í Sjanghai. Nýjar námsbrauHr á Hvanneyri Nokkrar breytingar verða á námsfyrirkomulagi Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri næsta vetur. Stærstu breyting- arnar eru þær að boðið verður upp á þrjár námsbrautir í landbúnaði í háskólanáminu auk þess sem námið verður lengt úr þremur árum í fjögur. Þá verður ekki lengur skilyrði að hafa lokið búfræðiprófi til að hefja háskólanám heldur nægir venjulegt stúdentspróf. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar B. Jónssonar rektors Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri við skólaslit Bændadeildar á dögun- um. Þær nýju námsbrautir sem boðið verður upp á eru: Námsbraut í búfræði sem byggð er á grunni búvísindadeildamámsins sem skólinn hefur boðið fram í áratugi, námsbraut í landnýtingu sem tekur fyrir skipulag landnýtingar í dreifbýli með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga og er ætlað að veita undirstöðu fyrir sérhæfingu á sviðum úthagafræða, landvörslu, landgræðslu og skógræktar og að lokum umhverfisskipulag þar sem lögð er áhersla á umfjöllun um náttúru landsins og félagslegar aðstæður og miðað að því að nem- endur geti þróað og mótað búsetu- landslag út frá fagurfræðilegum og öðrum umhverfistengdum sjónarmiðum. Magnús segir allar námsbraut- imar þannig skipulagðar að nem- endur geta hindrunarlaust hafið framhaldsnám við fjölmargar námsbrautir NOVA háskólanna. Nám í umhverfisskipulagi er t.d. byggt upp þannig að þegar nem- andinn hefur lokið 90 eininga námi á Hvanneyri em möguleikar á beinu áframhaldi á landslags- arkitektabrautum við háskóla á Norðurlöndum. „Með þessum nýju námsbraut- um í háskólanámi skólans emm við að mæta þeirri nýju sýn að landbúnaður sé ekki einungis fmmframleiðsla matvæla heldur hverskonar búskapur þar sem landið er nýtt sem auðlind og að landbúnaður er einnig varðveisla og vemdun landkosta. Fagþekking á þessum sviðum landbúnaðar er ekki síður nauðsynleg en sú sem lýtur að búrekstrinum svo unnt verði að skila landinu til komandi kynslóða í jafngóðu eða betra ástandi en tekið er við því,“ sagði Magnús jafnframt í ræðu sinni. Stýrisendar í Ford, Ferguson og Zetor Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.