Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí2000 VMiiitiog atviimiilit Umsjón Spáð er meiri hagvexti í OECD löndunum en áður hafði verið Erna Bjarnadóttir vænst og einnig verði efnahagsbati í Suðaustur-Asíu, __________________ Rússlandi og Brasilíu skjótari en búist hafði verið við. Spá um þróun heimsmarkaðs- verðs á búvörum flnsskýrsla Hag- þjónustu land- bánaðarins knmin út í ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir árið 1999 er greint frá niðurstöðum úr samanburði á afkomu búa í öðrum búgreinum en kinda- kjöts- og mjólkurframleiðslu fyrir árin 1997 og 1998 . Fram kemur að afkoma svínabúa batnaði umtalsvert milli áranna og telst hagnaður 1998 16% af heildartekjum en var 5% árið áður. Afkoma kjúklingabúa batnaði sömuleiðis verulega og varð viðsnúningur úr tapi árið 1997 í 2% hagnað. Hagnaður á eggjabúum lækkaði hins vegar úr 7% í 3%. í blómaframleiðslu var 4% tap 1997 en 5% hagnaður 1998. Á grænmetis- búum jókst hagnaður úr 3% í 10% en í kartöfluframleiðslu var afkoma ársin 1998 ívið lakari en árið áður, hagnaður lækkaði úr því að vera 11% af heildartekjum í 5%. Loðdýrabú voru rekin með miklu tapi 1997 sem jókst enn á árinu 1998. OECD spáir um horíur í land- búnaði í heiminum 2000-2005 Því er spáð að verð á búvörum muni smám saman rísa úr þeim öldudal sem það hefur verið í nú um hríð. Katinn verði þó hægur og að teknu tilliti til verðbólgu verði verðhækkanir litlar. Lyk- illinn að batanum er aukin eftir- spurn eftir búvörum. Spáð er meiri hagvexti í OECD löndun- um en áður hafði verið vænst og einnig verði efnahagsbati í Suðaustur-Asíu, Rússlandi og Brasilíu skjótari en búist hafði verið við. A móti því kemur að sem viðbrögð við erfiðum markaðsaðstæðum á und- anförnum árum hafa mörg OECD lönd aukið stuðning við landbúnað með nýjum aðferðum, sem ekki hafa alltaf verið í samræmi við æskilega langtímaþróun og geta tafið nauðsynlegar endurbætur á landbúnaðarstefnunni. Viðræður um viðskipti með búvörur innan WTO - einkum og sérílagi hugsanleg aðild Kína að WTO - býður upp á mikla mögu- leika á að flýta þróun í átt til auk- ins frjálsræðis í verlsun með búvörur. Æskileg niðurstaða úr þessum samningaviðræðum, að mati OECD, væri að gefa aukinni framleiðslu á búvörum í heiminum á næstu 5 árum komi frá þróunarlöndunum og að uppskeru- og framleiðniauking muni vega þyngra á næstu árum en stækkun ræktunarlands. Einkum er það vegna takmarkaðs ræktunarlands og vatns í þróunarlöndum og aðgerða til að taka land úr ræktun og vemdunar lands í OECD löndunum. Eftirspum mun einnig aukast mest í þróunarlöndunum þar sem komrækt til fóðurs mun vaxa sem og verslun með kjöt í kjölfar auk- ins kaupmáttar og fólksfjölgunar í borgunum, sem jafnframt mun hafa áhrif á neyslumynstur. Tækniþróun mun einnig hafa í för með sér nýja möguleika í viðskipt- um og hlutdeild unninna matvæla í heildarviðskiptum muni fara vax- andi í sumum afurðaflokkum í takt við alþjóðavæðingu og sameining- ar allra þátta framleiðslu, úrvinnslu og sölu búvara á eina hendi. Ríkisstjómir OECD landanna standa ennfremur andspænis nýjum viðfangsefnum á búvöru- markaðnum, ekki aðeins fyrir það að neytendur em betur upplýstir heldur og af vaxandi áhyggjum al- mennings af framleiðsluaðferðum, gæðum matvæla og öryggi þeirra, velferð búfjár og umhverf- ismálum. Þessi flóknu viðfangs- efni þarf að takast á við á þann hátt að tekið sé tillit til almennra sjónarmiða neytenda og þjóðfélagsins en um leið þarf að komast hjá því að það verði á kostnað endurbóta á búvöru- markaðnum og aukins frelsis í viðskiptum. markaðsöflunum fijálsari taum og skapa sterkara umhverfi fyrir heimsviðskipti með búvörur og tekjur framleiðenda. Aukið frelsi í viðskiptum við Kína gæti boðið upp á stóraukna eftirspurn eftir búvörum, sérstaklega ef breytingar innanlands fylgdu. Búist er við litlum breytingum á búvöruframleiðslu landa innan OECD í náinni framtíð en að hún muni aukast á ný með vaxandi viðskiptum og hækkandi verði. Reiknað er með að meirihluti af Yfirlit um Meiðslu og sölu ýmissa búvara BnáöabirgOatölup fyrir mars 2000 apr.00 feb.00 maí.99 Breyting frá fyrra tímabili, , % Hlutdeild % Framleiösla 2000 apr.00 apr.00 apríl '99 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 256.311 780.058 3.250.744 19,0 25,1 16,0 15,3% Hrossakjöt 63.034 174.187 1.090.082 21,3 0,3 25,7 5,1% Kindakjöt* 56.695 72.476 8.676.892 3315,4 74,3 6,0 40,8% Nautgripakjöt 232.933 870.254 3.633.521 -25,1 -2,5 2,3 17,1% Svínakjöt 360.769 1.061.243 4.631.409 0,3 -7,6 12,3 21,8% Samtals kjöt 969.742 2.958.218 21.282.648 3,2 2,8 9,0 Innvegin mjólk 8.662.311 27.087.109 105.975.541 -9,14 -4,24 -3,77 Egg 233.909 692.673 2.808.275 -8,5 -5,3 8,4 Sala innanlands Alifuglakjöt 260.939 832.990 3.116.432 26,6 17,4 9,2 16,5% Hrossakjöt 35.596 144.066 583.295 19,8 35,6 11,6 3,1% Kindakjöt 474.613 1.504.133 6.952.930 16,2 0,9 2,7 36,7% Nautgripakjöt 262.138 885.433 3.649.073 -14,1 -4,0 0,6 19,3% Svínakjöt 366.204 1.078.786 4.632.562 -1,2 -7,3 12,7 24,5% Samtals kjöt 1.399.490 4.445.408 18.934.292 6,00% 1,2 5,80% Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 7.573.360 24.225.014 98.542.733 2,68 -0,63 -0,48 Umr. m.v. prótein 8.170.218 26.306.614 104.250.038 -0,96 2,41 1,5 Egg 202435 605985 2519640 3,3 -5,6 14,1 ’ Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaöi er meðtalið I framangreindri framleiðslu. ” Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998. Framleiðsla og sala búvara í apríl Þegar litið er á tölur um framleiðslu og sölu búvara undanfarna mánuði er rétt að hafa í huga að í fyrra bar skírdag upp á fyrsta apríl og því féll páskasalan að verulegu leyti inn í marsmánuð. í ár voru páskarnir seinna á ferðinni og því er óraunhæft að bera saman sölu í apríl nú og í fyrra. Þegar litið er á síðustu 12 mánuði sést að 9% aukning hefur orðið á kjötframleiðslunni. Á móti hefur sala aukist um 5,8%. Birgðir kindakjöts voru tæplega 13% meiri í lok aprfl en á sama tíma í fyrra. Sáralitlar birgðir eru af öðru kjöti. Eftir lægð undanfarna mánuði virðist sala alifuglakjöts aftur fara vaxandi og sala síðustu 12 mánuði er ívið meiri en á árinu 1999. Sala kindakjöts var 2,7% meiri sl. 12 mánuði en á sama tíma í fyrra en hafa verður í huga að sala allt árið 1999 var 6.913 eða áþekk síðustu 12 mánuðum. Sala á svína- og nautgripakjöti síðasta ársfjórðung var heldur minni en á sama tíma í fyrra. Sala mjólkur á próteingrunni losaði 104 milljónir lítra sl. 12 mánuði og er það 1,5% aukning m.v. næstu 12 mánuði þar á undan. Smám saman dregur hins vegar úr sölu mælt á fitugrunni og er salan sl. 12 mánuði um 98,5 milljónir lítra. Bilið milli sölu á prótein- og fitugrunni fer þannig áfram vaxandi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.