Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 Á liðnu hausti hófu fjórtán nem- endur reglulegt nám á öðru ári við starfsmenntadeild (áður bændadeild) Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri. Það fólk sem hér um ræðir kom víða af landinu og var flest á aldrinum 19-24 ára. Bakgrunnur þessa hóps var misjafn, en til þess að varpa einhverju ljósi á þá mennt- un sem nemendahópurinn hafði að baki má nefna að ríflega helmingur hópsins, eða alls átta manns, voru með stúdentspróf og auk þess voru tveir til viðbótar með hliðstæða menntun. Mikill meirihluti hópsins hafði mikla reynslu af bústörfum. Hópurinn samanstóð því af fólki sem hafði verulega reynslu af því að læra, fólki sem einnig var víða að komið og hafði kynnst mismun- andi aðstæðum við sitt nám í gegnum tíðina. Það fólk sem hér um ræðir út- skrifaðist svo sem fyrstu búfræð- ingarnir frá Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri 12. maí síöastliðinn með vitnisburði sem er með þeim betri sem sést hefur við skólann (áður Bændaskól- ann) undanfarin ár. Þegar við, sem mynduðum þennan hóp sem hér um ræðir, Íítum um öxl á þann tfma sem við dvöldum við nám á Hvanneyri og þar með talið verknám sem er hluti af starfsmenntanáminu, kemur margt upp í hugann bæði jákvætt og neikvætt. Ekkert okk- ar hefði viljað vera án þessarar reynslu og þess að kynnast því sem á dagana hefur drifið í skóla- lífinu hér á staðnum og í verk- náminu, að ógleymdum þeim kynnum og tengslum sem hafa orðið innan hópsins. Hvort heild- armyndin er svo sveipuð dýrð eða hulin húmi verður hver og einn að gera upp við sig sjálfur. Skólinrt Miklar breytingar hafa staðið yfir í skólanum á undanförnum árum eins og kunnugt er og enn er tals- verðra breytinga von. Við kom- una í skólann í haust lýsti rektor því yfir að þeir nemendur sem myndu stunda nám við skólann þennan vetur væru fyrir margra hluta sakir tímamótaárgangur í skólanum, fólk sem gæti og ætti að hafa veruleg áhrif á hvernig skólastarfið yrði í framtíðinni. Þetta voru falleg orð og féllu í góðan jarðveg þegar þau voru sögð, en þegar til kom virtist yf- irleitt lítill áhugi vera fyrir því sem nemendur úr starfsmennta- deild höfðu fram að færa, hvort sem þær hugmyndir voru settar fram beint við rektor eða kennslustjóra eða í gegnum sam- eiginlegan vettvang, t.d. sam- starfsráð. Oft hvarflaði sú hugsun að okkur búfræðingsefnunum á þeim vetri sem nú er liðinn að við, okkar skoðanir og frum- kvæði ættu ekki upp á pallborðið og að við værum jafnvel lítið annað en fjaðrir í hatti yfirvalda sem settur væri upp þegar kæmu gestir og ailir brostu breitt. Verknámið Eitt af því sem mikið hefur verið rætt í okkar hópi og mörg okkar hafa velt fyrir sér á liðnum vetri er uppsetning og tilurð verk- námsins og hvers vegna sú að- staða sem ýmist er á staðnum eða í námunda við hann er ekki nýtt betur en raun ber vitni. Samhliða skólanum hefur verið rekið bú með fjölbreyttum búskap sem einhverra hluta vegna er nýtt mun minna en hægt væri. Með því að bæta þá aðstöðu sem fyrir hendi er og nýta hana betur mætti samhæfa verkkennsluna, færa verknámið meira heim á Hvann- eyrarstað og minnka vægi eða jafnvel leggja alveg niður þá verknámsdvöl sem nú er við líði, t.d. stytta verknámsdvölina í einn mánuð úr þeim þremur mánuðum sem hún er nú. Jafnvel mætti færa verklega námið að einhverju leyti inn í bóknámið og brjóta þannig núverandi kennsluform upp. Verknámið eins og það hefur verið, teljum við að sé hreinlega ekki að virka nema að litlu leyti og stjórn þess sé stórlega ábóta- vant. Einkunnagjöf fyrir verk- námið er einnig með þeim hætta að nemendur fá tölur á blaði sem vitnisburð um frammistöðu sína, en að baki þessum tölum liggja engar útskýringar. Stór hluti nemendanna sem fara í verk- námið eru óánægðir með fram- kvæmdina og sumir verknáms- bændanna einnig. Flestum þeim sem út úr verknáminu koma ber saman um það að þessum þremur mánuðum hefði mátt verja miklu betur og í mörgum tilfellum hafi nemandinn ekki verið að læra eins mikið og eðlilegt væri miðað við þann tíma sem verk- námið tekur. Það virðist vera regla að því meiri búreynslu sem nemandinn hefur, því minna fái hann út úr námsdvölinni. Hvaða vit er t.d. í því að senda í verk- nám mann á fertugsaldri sem var sjálfur bóndi í tólf ár? Þetta var gert, svo ótrúlega sem það kann nú að hljóma, jafnvel þó að regl- urnar segi að hver sá sem er orðinn 25 ára gamall og hafi unnið við landbúnaðarstörf sam- fellt í tvö ár á síðustu fimm árum megi vera undanþeginn verk- námsdvöl. Við teljum þó að verulega mætti auka verklega kennslu í ýmsum greinum sem kenndar eru á heima á Hvann- eyri. Aðstaða til náms Námsaðstaðan er að mörgu leyti ágæt. Við skólann er rekið stærsta landbúnaðarbókasafn landsins sem hefur að geyma gífurlegan fróðleik um flest þau efni sem unnið er með og hefur það að okkar mati nýst ágætlega. Kennslustofur á efstu hæð heimavistarhússins eru einnig ágætar, enda nýlegar. Það er hins vegar fyrst og fremst „tölvukost- urinn“ sem hefur vafist mjög fyr- ir nemendum starfsmenntadeild- ar í vetur. Á haustdögum var okkur tilkynnt af yfirvöldum að fyrir dyrum stæðu umbætur á tölvuaðstöðu nemenda, m.a. stóð til að tengja tölvuver nemenda við internetið. Vegna þessa var tölvuverið lokað fyrsta þriðjung haustannarinnar. Starfsmennta- deildarnemar, sem við upphaf skólaársins höfðu greitt fyrir að- gang að tölvum og internetað- gengi biðu rólegir fyrst um sinn. En svo loks þegar tölvuverið opnaði, án þess að náðst hefði að klára þær endurbætur sem til stóð að gera, reyndist það hafa að geyma tölvukost sem fenginn hafði verið á staðinn árið 1994, þá sem afsetning frá Samvinnu- háskólanum á Bifröst. Netað- gengið kom aldrei og reyndist búnaðurinn vart vera nothæfur, réði varla við einföldustu rit- vinnsluforrit og bilaði þar að auki ítrekað. Þetta hafði t.a.m. veruleg áhrif á kennslu í bók- haldsforritinu Búbót. Það segir sig sjálft að við krefjandi nám líkt og búfræðinámið, þar sem nauðsynlegt er að tölvusetja nær öll verkefni, er aðstaða sem þessi algjörlega óviðunandi. Einnig ber að geta þess að í ljósi þess að upplýsingatæknin verður æ mik- ilvægari með hverjum deginum sem líður, bæði í atvinnu-og skólalífi landsins, þá sitja nem- endur starfsmenntadeildar Land- búnaðarháskólans algjörlega eftir í þeirri lest. Kennslan og kennsluefnið Það nám sem nemendur stunda við starfsmenntadeild Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri er víðfeðmt og má segja að það nái frá umfjöllun um jarðvegsörverur til útreikninga á afkomu bús. Það efni sem fjallað hefur verið um hefur í heildina verið mjög áhugavert og hagnýtt og hefur á þriðja tug kennara komið að kennslu á því yfirgripsmikla námsefni sem farið hefur verið yfir. Almennt má segja að sú kennsla sem við höfum fengið hafi verið góð og í einstaka til- vikum afbragðsgóð. En því miður hafa nemendur of oft í vet- ur þurft að búa við kennslu sem ýmist var mjög ómarkviss eða þá kennara sem voru annað hvort áhugalitlir um það sem fram fór eða hreinlega skorti fullnægjandi þekkingu á efninu. í þeim tilvik- um sem eitthvað bjátaði á var kannski sorglegast til þess að hugsa að nemendur vissu að inn- an veggja skólans voru einstak- lingar sem mun betur voru fallnir til þess að kenna viðkomandi áfanga en kennararnir sem ekki stóðu sig. Meðal ljósu punktanna hafa svo verið t.d. hrossaræktar- áfangarnir tveir sem kenndir voru, annar á haustönn og hinn á vorönn, en mjög góður rómur hefur verið gerður að því sem þar hefur farið fram að mati þeirra sem í áföngunum hafa setið. Einnig má nefna beitarfræðina, sem kennd var á vorönn, en al- menn ánægja ríkti sömuleiðis með þann áfanga. Víða hefði þó í kennslunni mátt ýta frekar undir frumkvæði nemendanna sjálfra. Kennslan sjálf var þó ekki vandamál miðað við þann skort sem var á kennsluefni. Því miður virðist það hafa farist fyrir í mörgum áföngum, hvort sem þar er um að ræða skort á fjármagni, tíma eða frumkvæði hjá þeim aðilum sem málið varðar, að til staðar sé kennsluefni sem er heil- steypt. I sumum áföngum eins og t.d. lögum og félagsmálum er erfitt að koma því við að búa til kennslubók þar sem lögin eru alltaf að taka breytingum. Það af- sakar hins vegar ekki það að nemendum sé boðið upp á áfanga eftir áfanga þar sem annað hvort er engin kennslubók eða þá í skásta falli sé það sem stuðst er við handrit, drög að handriti eða ljósritaður samtíningur. Sem dæmi má nefna að ekki hefur verið skrifuð kennslubók í sauð- fjárrækt síðan um miðjan áttunda áratuginn og er það umhugsunar- efni fyrir forystu sauðfjárbænda í ljósi nýgerðs sauðfjársamnings þar sem veita á ákveðnum fjár- munum m.a. í leiðbeiningar og kennslu. Þessi skortur á saman- tekinni þekkingu sem lýst var hér að ofan hefur veikt grundvöll kennslunnar í alltof mörgum áföngum og komið þ.a.l. niður á bæði nemendum og kennurum. Stjórnun og skipulag Þeim sem þessa grein rita hefur oft á tíðum fundist að stjórnun og skipulag skólans hvað varðar starfsmenntadeildina hafi verið talsvert þungt í vöfum á liðnum vetri. Með breytingunni úr bændaskóla yfir í landbúnaðarhá- skóla tók nýtt skipurit gildi fyrir skólann og voru markmið þess m.a. að dreifa valdi og gera stjórnun skólans markvissari. Því miður hefur ýmislegt við stjórnunina sem að nemendum snýr hins vegar verið á hraða sni- gilsins eins og einhvern tíma var sagt, en þó vitanlega ekki allt og hafa mörg mál gengið hratt og vel fyrir sig. Nokkuð virðist skorta á heildarskipulag kennslu við starfsmenntadeildina og hef- ur nemendum sýnst að kennarar fái oft ekki nægilegt aðhald. Margir kennarar eru vissulega að standa sig mjög vel og virðast því ekki þurfa slíkt aðhald. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað að þegar hátt í helmingur bekkjar fellur í einum áfanga, þegar föll í öðrum áföngum á sömu önninni eru að jafnaði fá eða engin. Það hlýtur að vera keppikefli hvers kennara að koma námsefninu þannig frá sér að helst allir skilji og nái góðum árangri. Það er einnig umhugsunarefni m.t.t. fjölda nemenda sem lögðu stund á sauðfjárrækt á nýliðinni vor- önn, að aldrei var farið í tengsl- um við það nám í skoðunarferð að ræktunarbúinu að Hesti og hefur stór hluti nýútskrifaðra bú- fræðinga aldrei komið þangað og hlotið kynningu á þeirri ræktun- arstarfsemi sem þar er rekin. Hina glæsilegu aðstöðu á lofti Hvanneyrarfjóss sem tekin var í notkun á liðnum vetri við mjalta- tæknikennslu hafa sömuleiðis einungis þeir nemendur séð sem stunduðu nautgriparækt á vor- önn. Við lok bæði haust-og vor- annar var gert kennslumat á meðal nemenda beggja deilda Landbúnaðarháskólans. Slíkt mat, sem er lögboðin skylda í skólum á framhaldsskólastigi er að okkar mati nauðsynlegt tæki til þess að gefa yfirvöldum skólans yfirsýn yfir kennsluna, námsgögnin og aðbúnaðinn, en jafnframt að veita kennurum að- hald og uppörvun, eftir því sem við á. Því miður nýttust niður- stöður kennslumatsins ekki sem skyldi, en niðurstöður haustmats- ins voru sýndar nemendum í apríl, en kennararnir, þeir sem helst þurftu á niðurstöðunum að halda höfðu þá fæstir fengið upp- lýsingar um sína útkomu og er það mjög til baga. Lokaorð Eins og sagt var hér í upphafi verður hver og einn að líta um öxl og meta það starf sem unnið hefur verið innan starfsmennta- deildar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri á liðnum vetri út frá sínum eigin forsendum. Ymislegt veltur þó upp sem verðugt er að gefa gaum. Fyrst má nefna það að sá árgangur búfræðinga sem nú útskrifaðist er sterkur, það sýna einkunnir og það hafa ýmsir aðilar innan skólans einnig látið hafa eftir sér. Er því ekki um- hugsunarefni að aðeins einn eða tveir af þeim nemendum sem luku búfræðiprófi í vor hyggja á framhaldsnám við Landbúnaðar- háskólann? Var yfirvöldum skól- ans ekki kunnugt um þá óánægju sem ítrekað kom upp á yfirborðið meðal nemenda starfsmennta- deildar og lýst hefur verið? Ef svo var, hvers vegna var ekki reynt að sefa þá óánægju og ef svo var ekki, er þá ekki eitthvað að samskiptunum innan skólans? Ef byggja á upp góðan skóla verður grunnurinn að vera traust- ur. Það hlýtur því að vera tak- mark hvers skóla að horfa bæði út en líka inná við og treysta þannig sína innviði með því að senda frá sér ánægða nemendur. Nemendurnir eru og verða þungamiðja hvers skóla og ánægðir nemendur eru besta kynningin sem skóli getur fengið enda bera þeir sínum skóla gott vitni. Óánægðir nemendur eru hins vegar engum skóla til fram- dráttar. Að brosa á hátíðarstund- um er gott, en alls ekki nóg ef skólastarfið í heild á að verða árangursríkt. Þá gagnrýni sem fram kemur í þessari grein má ekki skilja sem svo að við séum að vara fólk við að sækja nám við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri. Það er full þörf fyrir sterkt menntasetur fyrir íslenskan landbúnað, en bet- ur má ef duga skal. Allir þeir sem að þessari grein standa vilja veg íslensks landbúnaðar sem mestan og að nám við Landbúnaðarhá- skóiann verði sem markvissast og nýtist þeim sem það stunda sem best í nútíð og framtíð. Með von um bjarta framtíð íslensks landbúnaðar. Nýútskrifaðir búfrœðingar frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyrí vorið 2000 Hrafnkell Lárusson, Orri Páll Jóhannsson, Borgar Páll Bragason, Bernharð Arnarson, Hildur Stefánsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson, Sigurjón Þorsteinsson, Torfi G. Jónsson, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Ingibjörn Öxndal Reynisson, Hilmar V. Gylfason, Guðný H. Indriðadóttir og Guðmundur Guðbjörnsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.