Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. maí 2000
llm mefiferfi
lúna að vori
Með hækkandi sól fer gróður að
lifna og þá er við hæfi að minna á
ýmislegt sem hefur áhrif á það
hvemig túngróður nær að vaxa og
þroskast til þess að gefa uppskeru
að sumri.
Ymislegt er það sem við
ráðum ekki við eins og veðurfarið,
jarðvegurinn sjálfur o.fl. Annað,
eins og framræslan, jarðvinnslan
og það hvaða tegundir jurta vaxa í
túninu breytist ekki nema með
aðgerðum sem eru verulega um-
fangsmiklar og undirbúa þarf með
góðum fyrirvara. En atriði sem
hafa veruleg áhrif á sprettu grasa
og við getum stjómað em t.d.
áburðurinn sjálfur, þ.e. magn hans
og hlutföll, áburðartíminn, beit
búpenings og umferð um túnin.
Hér verður í örstuttu máli
rifjuð upp nokkur atriði í því sam-
bandi.
Notkun tilbúins áburðar
er umtalsverð í allri ræktun og
allstór kostnaðarliður á hverju búi,
því er mikilvægt að vanda vel val á
áburði. Sjálfsagt er að hagnýta all-
an búfjáráburð og taka þá tillit til
þess við notkun á tilbúnum áburði.
Sérstök ástæða er til þess að minna
á að ofnota ekki kalí (K), en á því
er veruleg hætta við hagnýtingu
búfjáráburðar, einkum ef kalí er
jafnframt borið á í tilbúnum
áburði. Rétt eða hæfileg
áburðargjöf er það sem leita ber
að. Það getur verið bóndanum
dýrkeypt að bera of lítið á og horfa
fram á fóðurskort. Ofnotkun
áburðar er óþarfa aukakostnaður
og getur jafnframt haft óæskileg
áhrif á jurtirnar, auk þess sem slíkt
eykur líkumar á að áburður berist í
ár og vötn. Þá er afar mikilvægt að
bera á öll þau næringarefni, sem
jurtirnar getur skort. Þó oftast sé
nóg að bera á megin næringarefnin
þrjú, köfnunarefni, fosfór og kalí,
þá þarf alltaf að hafa í huga hvort
nauðsynlegt sé að nota kalk,
brennistein eða önnur efni, en þá
er ekki eingöngu verið að horfa til
þess hvort efnin beinlínis skorti í
jarðveginn heldur æskileg áhrif
þeirra á efnahlutfall í jurtum og
endingu þeirra í túnum. Til þess að
vera sem næst því að bera hæfilega
á þarf að hagnýta upplýsingar um
jarðveg, veðurfar, hvaða gróður er
verið að bera á, tilgang ræktunar,
notkun búfjár- og tilbúins áburðar
undanfarin ár o.s.frv. Niðurstöður
jarðvegs- og fóðurefnagreininga er
sjálfsagt að hagnýta sér og á
tímum tölvuvæðingar er æskilegt
að nýta tölvuforrit við alla
skráningu um ræktunina og gerð
áburðaráætlana, en benda má á að
búnaðarsamböndin bjóða fram þá
þjónustu að vinna áburðaráætlanir
fyrir bændur.
Hvenær á þá að bera tilbúinn
áburð á? Sprettutími hér á landi er
stuttur og því mikilvægt að nýta
hann sem best og bera snemma á. í
stuttu máli má þó segja að tilraunir
hér á landi sýni eindregið að eng-
inn ávinningur er að því að bera á
fyrr en gróður fer að lifna, en öll
seinkun á áburðargjöf eftir það
gefur minni uppskeru.
Beit á tún. A sauðburði eru tún
víða undir vemlegu beitarálagi.
Sjáifsagt er að hlífa þeim sem mest
og reyna að nota vel gróin beit-
arhólf og gefa úti eftir þörfum og í
það minnsta að hafa góðan hluta
túnanna alfriðaðan að vori. Á
nýræktir og nýleg tún ber einkum
að forðast vorbeit og eins þar sem
vallarfoxgras er ríkjandi því að það
þolir beit yfirleitt illa. Það er mikið
álag á gróðurinn að nauðbeita hann
jafnóðum og hann fer að spretta.
Tilraunir sýna að vorbeit túna
dregur úr uppskeru, sérstaklega í
köldum vorum, ásamt því að
sláttutíma seinkar á slíkum túnum.
Þá getur sjálf umferðin, sem fylgir
vorbeitinni, þ.e. véla og búfjár,
haft óæskileg áhrif. Þótt
nýgræðingurinn sé auðvitað gott
fóður fyrir lambfé þá er sjálfsagt
að skipuleggja beitina sem best og
eiga alltaf góðan hluta túnanna
alfriðaðan og bera snemma á þau.
Umferð um tún. Mikil
umferð um gróið land veldur
þjöppun jarðvegsins og minnkar
holurými hans (loftrými). Auk
þess sem spól og traðk getur
beinlínis marið eða slitið jurtimar í
sundur. Hver kannast ekki við
rýrari uppskeru á þeim svæðum
þar sem umferð véla og búfjár er
hvað mest? Tilraunir hafa sýnt að
umferð dregur úr uppskeru. Um-
ferð að vori hefur meiri áhrif en
umferð að sumri eða hausti og
áhrifin eru því meiri sem jarðveg-
urinn er blautari. Þótt frostlyfting,
rótarvöxtur, jarðvegslíf o.fl. vegi
eitthvað upp á móti þjöppun
jarðvegsins, þá hafa margir
áhyggjur af því hvað vélakostur sá
sem um túnin fer er orðinn þungur.
Víða erlendis hefur beinlínis verið
gripið til sérstakra aðgerða til þess
að losa jarðveginn á nokkurra ára
fresti til þess að halda lágmarks
loftun. Full ástæða er til þess að
vara við allri óþarfa umferð um tún
og reyna að hafa hana í því
lágmarki sem nokkur kostur er
sérstaklega að vori og ef túnin eru
blaut.
Árni Snœbjörnsson,
ráðunautur.
Nýr íslandsmeistari
New Holland 544 rúllubindivél
@ líWHOLLAM)
Örugg þjónusta um allt land
Vegna hagstæðra samninga við New Holland
getum við boðið þessa öflugu vél á ótrúlega
hagstæðu verði.
VELAVERf
...- ’
NewHolland 544 var reynd af Bútæknideildinni á
Hvanneyri árið 1998 og sýndi reynsla hennar að
hún á fiillt erindi til íslenskra bænda. Þú verður
ekki fyrir vonbrigðum með afköst og þjöppun á
þessari vél. Kynnið ykkur prófunarskýrslu frá
Bútæknideildinni nr. 702-1998
Sópvinda 2 mtr
Mötunarvals
Tvíbindi og netbindikerfí
Flotdekk
Baggasparkari
Tvöfaldur hjöruliður á drifskafti
Baggastærð: sjá prófunarskýrslu.
Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is