Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 30. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Ritun byggðasögu á starfssvæði Búnaðarsambands Vestfjarða. Frúðlegt og eftirteldarvert efni i 6500 síðum! Á vegum Búnaðarsambands Vestfjarða og síðar Utgáfufélags þess hefur alllengi verið unnið að þeirri fyrirætlan að gefa út tvær bækur fyrir hverja sýslu á sam- bandssvæðinu. Önnur bók hverrar sýslu átti að vera leiðarlýsing frá bæ til bæjar með sögulegu ívafi frá fyrri öldum og örnefnum skyldi nokkuð haldið þar til haga. Hin bókin yrði í aðal atriðum sem venjulegust byggðasaga með myndum af ábú- endum og húsa- kosti ásamt ábú- endatali á tuttug- ustu öldinni. Enn- fremur kæmi þar yfirlit yfir þróun byggðar í þéttbýlis- kjörnum hvers svæðis. Þá var einnig ákveðið að í þeirri bók yrði yfirlit yfir félaga- starfsemi í hverju sveitarfélagi. En upplýsingar um starfsemi sem næði yfir stærra svæði s.s. Búnaðarsambandið yrði lýst í fyrsta ritinu um samtímasögu. Ýtarleg söfnun á eldri fráðleik Kjartan Ólafsson fyrrum ritstjóri og alþingismaður var ráðinn til að safna efni og vinna að útgáfu. í fyrstu gekk efnisöflun best í Vest- ur Isaíjarðarsýslu og fékk hún því forgang í vinnslu. Ytarleg söfnun á eldri fróðleik og vinna við glögga ömefnaskráningu varð tímafrekt verkefni, en ieyst að lokum með frábærri elju og vandvirkni rit- stjórans. Endanlegt ritverk, sem spannar tímann frá 900-1900 og varð nær 600 síður, er einstök ritsmíð sem á sér varla hlið- stæðu og er þar að finna úrval þess efnis sem safnað var. Hlaut það verk nafnið Vestfjarðarit I- Firðir og fólk - Vestur ísafjarðar- sýsla og kom út á s.l. vori. Á sama tíma kom út Vestfjarðarit II - Firðir og fólk - Vestur ísaljarðarsýsla. Samnignur við Genealogia Islandorum hf Sú bók var skrifuð af fjölmörgum aðilum af svæðisbundnum kunn- ugleika en á síðari vinnslustigum varð Valdimar H. Gíslason sagn- fræðingur á Mýrum ritstjóri henn- ar. Litmyndir af jörðum og ábúendum prýða bókina ásamt myndum af mörgum fyrri ábúend- um. Sú bók er á sjötta hundrað blaðsíðna. Sala bókanna hefur gengið eðlilega og verið vel tekið einkum á vettvangi sögusviðs. Þrátt fyrir það var ekki talið viðráðanlegt fyrir Utgáfufélagið vegna kostnaðaráhættu að halda ritröðinni áfram án aðstoðar. Því hefur verið gerður samningur við bókaforlagið Genealogia Islandor- um h.f. um framhaldsritun á ritröðinni Vestfjarðarit. Bókarbrot og útlit skal því vera það sama. Þar skal fjallað um jarðir, ábúð og ættartengsl ábúenda tuttugustu ald- ar í hveijum hreppi í Barðastrand- arsýslum og Norður ísa- fjarðarsýslu, samtals 19 hreppum. Áð jafnaði skal gefið út eitt bindi fyrir hvem hrepp, þó skal setja 2 hreppa saman í bindi ef efnið rúmast í 400 síðna bók, annars er miðað við að hvert bindi verði 300 - 400 síður. Þegar heildarútgáfu verður lokið má reikna með að þar verði komið mikið af fróðlegu og eftir- tektarverðu efni á um 6500 blaðsíðum. Verð beggja bókanna saman- lagt er kr. 10.800 - 11.000,- eftir því hvort þær eru seldar í öskju eða ekki. Hauggeymar 22 stærðir mismunandi útfærslur Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 AF HVERJU STAFAR ÞETTA DULARFULLA, RÓMANTÍSKA BR0S? FENASOL.VET. (fenbendaxös) Mixtúra 100 mg/mi Fenasól - gegn þráðormum Notkunarsvið: Fenasól, vet. inniheldur fenbendazól sera er fjölvirkt ormalyf. Það er notað gegn þráðorraum og lirfum þeirra í meltingarvegi hrossa og jórturdýra. Einnig gegn lungnaorraum í sauðfé. Pakkningar: 100 ml, 500 ml og 1000 ml. i Skönuntun: Sauðfé: 5 mg/kg þunga. f Hross og nautgrípir: 7,5 mg/kg þunga. 1 Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyflnu. Dæmi um skömmtun: Dýrategund Þungi Sauðfé 60 kg Nautgripir 200 kg Hross 400 kq Þar sem vörugæði, afköst og ending skipta máli. Welger rúllubindivélar hafa verið seldar á íslandi í íjöldamörg ár og hafa sýnt og sannað að þær eru með endigabestu og gangöruggustu rúllubindivélum sem völ er á. Ný kefli með auknum styrk og auknu gripi Keflin eru gerð úr 3,2 mm heildregnu stáli og með 10 styrktarribbum (staðalbúnaður) Ný og fúllkomnari stjómbúnaður. Búnaður að vali kaupanda: Sópvinda 1,5 - 2,0 og 2,25 m breidd Sjálfvirkt smurkerfi á keðjum Þjöppunarvals Flotdekk Garn / netbindikerfi Tvöfaldur hjömliður á drifskafti Söxunarbúnaður 12 eða 23 hnífar Baggasparkari Auka gamrúlluhólf Nýungar sem bjóðast aóeins ÍWELGER rúllubindivélum • Smyijanlegar legur á öllurn kellum • Vökvaopnun á botnplötu. Sjálívirk stíflulosum^^^^— Auöveld umhirða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.