Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 Ræktunarvandi I Bændablaðinu fyrir skömmu birtist svar Auðar Lilju Arnþórs- dóttur, dýralæknis júgursjúkdóma. Hún var þar að svara eyfirskum bónda en hann vildi vita um stálma í kúm og kvígum við burð. I svari Auðar kemur fram að hér sé um al- gengt vandamál að ræða og líkur leiddar að því að^ um fóðrunar- vanda sé að ræða. Ég er ekki sam- mála - tel að þama sé um „ræktun- arvanda" að ræða. Sú aðferð sem ég beiti er að setja ekki á kálfa undan þessum kúm til ræktunar. Ég hef því sem næst sloppið við að fá þetta útúr sæðingunum - þó svo að þessi vandi sé til staðar í ræktinni á meðan við látum í hana kálfa sem eru gallaðir hvað þetta varðar. Hið sama gildir um klauf- sperru sem Grétar H. Harðarson gerði góð skil í Bændablaðinu í mars. Kveðja, Daníel Magnússon, kúabóndi, Akbraut, Holt- og Landsveit, Rang. H HEKLA Lsugavegur 1 70-1 74 * Slml 569 S500 • Helmaslba www,hekIa.Is • Netfang heKla@hekla.ls -íforyiluánýrrlölit GALIOPER Aðeins 1.258 kr. kílóið Staðnlbúrmdur ABS hemlakerfi öryggíspúði Hátt og lágt drif Byggóur á grínd öflug dísílvél Rofknúin stjórntæki ásamt' fleiru Langar þig f öflugan 7 manna jeppa sem hefur alit en kostar Iftið? Calloper er svarið. Hann hefur allt sem hægt er aó hugsa sér f lúxusjeppa og kostar sáralftió miðaó vió sambærilega jeppa á markaÓnum. Galloper er stór, rúmgóóur og rfkulega búinn jeppi sem hentar fjölskyldufólki afar vel. Þaó besta vió Calloper er verðið, aðeins 2.290.000 krónurl Hafóu samband vió sölumenn HEKLU eða næsta umboósmann og kynntu þér kosti Calloper. 1.820 kfló af GALLOPER kosta aðeins 2.290.000 kr. LKog Húsdýragarðurinn Við opnun Guttormsstíu í Húsdýragarðinum, kom í ljós að Húsdýragarðurinn átti ekki til veggspjald með íslensku kúalitunum, heldur var þar einvörðungu að finna vegg- spjald með erlendum kynjum. Um leið og mönnum varð þetta ljóst sendum við strax íslenska veggspjaidið sem nú prýðir vegg í fjósi Húsdýragarðsins. Benda má á skemmtilegt nafn heimasíðu Húsdýragarðsins: www.mu.is. Fundar- gerðirnar á netinu Við minnum á að allar fundar- gerðir stjómar LK eru aðgengi- legar á veraldarvefnum á slóðinni: www.bondi.is/wpp/bondi.nsf/p ages/lskuab Afleysinga- sjóðurinn Nú er afgreiðslum úr sjóðnum lokið fyrir fyrsta ársfjórðung. Næsti umsóknarfrestur er 20. júlí og afgreiðsla í byijun ágúst. Við minnum á eyðublöð sjóðsins á veraldarvefnum. Munið að senda fullt nafn, kennitölu, afrit af reikningi/ launaseðli (fram komi fjöldi daga í afleysingu eða unnir tímar) og banka- og reikn- ingsnúmer. Þjónusta LK Til okkar hringdi bóndi um daginn og var að velta fyrir sér þjónustu LK við kúabændur. Hann var ósáttur við að LK gerði ekki greinarmun á þeim kúabændum sem borga félagsgjöld til kúabændafélags viðkomandi svæðis og þeirra sem ekki borga slík gjöld. Þama var um smá misskilning að ræða, sem rétt er að skýra hér frá. Rekstrartekjur LK koma ekki frá félagsgjöldum aðildarfélaga okkar heldur af sjóðagjöldum sem allir kúa- bændur greiða. LK ber því að þjónusta alla kúabændur, hvort sem þeir séu félagsmenn í kúabændafélagi á sínu svæði. Taka félagsgjalda einstakra aðildarfélaga LK er þeirra mál. LK greiðir hinsvegar aðild- arfélögunum styrk á hvem skráðan félagsmann, sem von- andi nýtist aðildarfélögunum til félagsstarfsins og eflir þau við að virkja sem flesta kúabændur. Stjórnarfundur LK Næsti stjómarfundur LK, og væntanlega síðasti fyrir sumar- annir stjómarmanna, verður haldinn 8. júní kl. 11 í Bændahöllinni. Erindi til stjómar þurfa að berast skrif- stofu LK fyrir 6. júní. Sumarfrí Vegna sumarleyfa verður skrif- stofa LK lokuð 19.-26. júní og hugsanlega einhveija fleiri daga og biðjum við félagsmenn okk- ar að taka því vel. Nánari upplýsingar um lokun skrifstof- unnar verða veittar á skiptiborði Bændasamtakanna í síma: 563- 0300.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.