Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 2000 Bændur Bændur Greiður aðgangur að Vélum og þjónustu hf í gegnum heimasíðuna okkar. Lítið við á vefnum www.velar.ls. Þar kemstu líka inn á heimasíður t.d. hjá Case IH, Krone, McHale, Stoll o.fl. Þekktir fyrlr þjónustu í 25 ár Þjón VÉLAR& ÞJÖNUSTAhf www.velar.is Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri tekur við lögum sjóðsins úr hendi Sigsteins Pálssonar. Tll hægri standa börn Sigsteins, Helga og Magnús. ... og fáðu Vicon rulluvel og Kverneland pökkunaivél á verði sem þig hefur aðeins dreymt i þinum villtustu draumum! Verð aðeins frá kr. 1.490.000,- fyrir bæöi tækin an vsk. IrtðWf Hetð^son hf. uppítöku Eiginmaður og afkomendur Helgu Magnúsdóttur á Blikastöðum stofna sjóð til minningar um hana: Styrkir nemendur iil framhaldsnáms erlendis í búvísindum Við skólaslit Bændadeildar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri kvaddi Magnús Sig- steinsson sér hljóðs til að skýra frá stofnun minningarsjóðs um móður sína, Helgu Magnús- dóttur, en hún rak ásamt manni sínum Sigsteini Pálssyni kúabú á Blikastöðum í Mos- fellsbæ. Helga lést á síðasta ári 92 ára gömul en Sigsteinn lifir enn við góða heilsu 95 ára gam- all. Sjóði þessum er ætlað að styrkja nemendur til fram- haldsnáms erlendis í búvísind- um og er stofnfjárhæð hans 10 milljónir króna. Það var Magnús Þorláksson, faðir Helgu, sem hóf búskap á Blikastöðum 1908. Hann rak áður bú í Vesturhópshólum í Húnaþingi vestra ásamt föður sínum en ákvað síðan að flytja suður ásamt tveimur dætrum sínum eftir að hafa misst konu sína og tvö ung böm. Þá vom aðstæður ekki góðar á Blik- astöðum, þetta var talið lélegasta kotið í Mosfellsbæ, bæði hvað varðar húsakost og ræktun, og til marks um það var talið að jörðin bæri aðeins tvær kýr. 1910 kvæntist Magnús svo seinni konu sinni, Kristínu Jósafatsdóttur, og saman breyttu þau þessu koti í stórbýli. Magnús féll frá 1942 og þá tóku hjónin Helga og Sig- steinn við og ráku búið í hartnær 30 ár til viðbótar þar til þau ákváðu að bregða búi. Land jarðarinnar var selt bygginga- verktökum á síðasta ári og verður notað undir íbúðahverfi. Magnús Sigsteinsson segir að með þessum sjóði vilji stofnend- ur halda minningu þessa fólks á lofti, sem og minningu um búskap á Blikastöðum. „Það vom talsverðar vangaveltur um hvern- ig ætti að gera þetta. Að lokum var þó ákveðið að stofna sjóð sem gæti komið íslenskum bændum og landbúnaðinum í heild til góða á komandi árum með því að hvetja ungt fólk sem leggði fyrir sig nám í búvísindum til að fara í framhaldsnám." Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans segir þennan sjóð ómetanlegan stuðning við landbúnaðarmennt- unina í landinu. „Þetta styrkir skólann á þann hátt að nemendur okkar eiga greiðari aðgang í framhaldsnám og kemur þannig til með að styðja við NOVA- samstarfið. Þetta er einnig mikill stuðningur við menntunartilboð í landbúnaði. Svo má ekki gleyma því að þetta er mikil virðing við það starf sem hér hefur verið unnið á undanförnum árum.“ Hann nefnir sérstaklega að auðveldara verður að fara til náms í Bretlandi og Bandaríkjun- um þar sem skólagjöld eru há. „Þetta hlýtur að þýða aukinn áhuga á að fara í framhaldsnám því fjárhagsvandamálin hafa allt- af verið íþyngjandi fyrir efna- minna fólk. Ég er reyndar þegar farinn að fá fyrirspurnir um hvenær eigi að veita úr þessum sjóði,“ segir hann. Þriggja manna stjórn fer með völd í sjóðnum. Rektor Landbúnaðarháskólans er formaður stjórnar, einn er til- nefndur af háskólaráði skólans og einn úr hópi stofnenda sjóðsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.