Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 15 AI gefnu filefni vegna greinarinnar „Fjaðrirnar í haUnum" Þann 12. maí síðastliðinn útskrifuðust fyrstu búfræðingamir frá bændadeild Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Af því til- efni áttum við starfsfólk, nemend- ur og velunnarar skólans mjög ánægjulega samvemstund sem var að því er virtust verkalok ánægju- legs samstarfs. Um það vitnuðu skólaslitaræða mín og þakkarræða Orra P. Jóhannssonar fulltrúa nem- enda. Það kom því sérlega illa við mig er mér barst afrit blaðagreinar, undirritaðri af öllum nýútskrifuð- um búfræðingum þar sem dvöl við skólann er gerð upp og stjómend- um og starfsliði hans send köld kveðja. Þar kveður við tón sem er í hróplegu ósamræmi við þá bros- andi búfræðinga sem kvöddu skólann sinn fyrir liðlega viku síðan og lögðu sérstaka áherslu á það að fá að halda lokahóf sitt í skólanum til þess að geta glaðst með samstarfsfólki sínu á Hvann- eyri. Eftir lestur greinarinnar er ég mjög undrandi og raunar sár vegna þess texta sem hún hefur að geyma svo og þann vettvang sem valinn er - lít svo á að umfjöllun um þetta efni og þau ádeiluatriði sem í greininni felast ættu í fyrstu um- ferð a.m.k. að vera viðræður milli Þingeyskir og eyfirskir mjólkurframleiðendur Stofnfundur framleiðenda- samvlnnufélaas 1. Lagðar fram samþykktir félags til kynningar 2. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögu um stofnun félags. 3. Stjórnarkjör. 4. Kjör endurskoðanda. 5. Viðskiptasamningur bænda við framleiðendasamvinnufélagið kynntir. 6. Önnur mái Samkvæmt drögum að samþykktum félagsins er lögaðilum heimil félagsaðild. Drög að samþykktum fyrir félagið og aðrar upplýsingar um fyrirhugaða félagstofnun mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Búnaðarsambands Eyjafjarðar og á skrifstofu MSKÞ Húsavík. Stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar og Félag þingeyskra kúabænda. Vióhaldsfrí utanhúsklæóning og gluggar úr vínil haróplasti. Hugsaóu um framtíóina og vertu laus viö alla málningarvinnu, viðhald og annan kosnaö samfara því. Hægt er aó fá utanhúsklæóninguna í 34 litum og mismunandi formum. Kostir gluggana eru: Koma glerjaóir, K gler - Draga úr hávaða-Sólarfilma-Þreföld þétting-Flugnanet-Gráta ekki. RB prófaóir. Leitið tilboða. Verðið kemur á óvart. Áhús Sími 424-6735 og 868-8396. Geymiö auglýsinguna. aðila er málið varða. í ljósi þessa vil ég ekki fjalla um innihald greinarinnar á síðum Bænda- blaðsins en jákvæðar ábendingar eru og verða ætíð teknar til gaumgæfilegrar skoðunar í mótun á skólastarfi okkar á Hvanneyri með það í huga að í framtíðinni megi það gagnast íslenskum landbúnaði. Um leið og ég lýsi því yfir fyr- ir hönd Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri að hér eftir sem hingað til verði reynt í hvívetna að upp- fylla þær skyldur sem skólinn hef- ur gagnvart íslenskum landbúnaði, þá endurtek ég hamingjuóskir mínar til nýútskrifaðra búfræðinga og óska þeim allra heilla í framtíðinni. Magnús B. Jónsson Ath. ritstj. Eins og lesendum er kunnugt líður hálfur mánuður á milli blaða. Því var haft samband við Magnús B. Jónsson og honum gefinn kostur á að svara í sama blaði, en nemendurnir höfðu sent honum greinina nokkru fyrir útkomu blaðsins. Námstefna á Kirkjubæjarklaustri Uppbvgoing og rekslur illa vabisvirkjana Vakin er athygli á námsstefnu sem haldin er á vegum Fræðslu- nets Suðurlands. Samstarfs- aðilar eru Atvinnuþróunarsjóð- ur Suðurlands og Landssamb- and raforkubænda. Heiti náms- stefunnar er Uppbygging og rekstur lítilla vatnsaflsvirkjana sem haldin verður á Kirkju- bæjarklaustri dagana 8.-9. júní 2000 Námsstefnan hefst á Hótel Kirkjubæjarklaustri kl. 13:00 fimmtudaginn 8. júní og lýkur um kl. 15:00 föstudaginn 9. júní. Á fimmtudagskvöldið mun Lands- samband raforkubænda halda aðalfund. Þátttöku á námsstefnu þarf að tilkynna til Fræðslunets Suður- lands í síma 480 5020 eða til formanns Landssambands raforku- bænda, Ólaf Eggertsson, í síma 487 8815. Hver er maðurinn ? I myndasafni Bændasamtaka íslands leynast margar perlur sem segja mikla sögu. Við höfum í hyggju að flokka myndimar enda er það eina leiðin til þess að þær verði notaðar í framtíðinni. En margar myndanna em án nokkurra skýringa og nú á að kanna hvort lesendur geti aðstoðaðar okkur. Hér kemur mynd sem við vildum gjarnan vita meira um. Þeir sem þekkja til mannsins em beðnir unt að hafa samband við Jónas Jónsson, Matthías Eggertsson eða Áskel Þórisson í síma 563 0300. í síðasta Bændablaði var birt mynd af manni í sláttutcigi með orf og ljá og var hann að brýna ljáinn. Með á myndinni var hundur hans. Lesendur, sem þekktu manninn, voru beðnir um að láta blaðið vita hver þetta væri. Nokkur svör bárust. Myndin er af Erlendi Magnússyni á Heylæk, austurbæ, í Fljótshlíð. Hundur hans á myndinni hét Tigull. Erlendur bjó á Heylæk á árunum 1928 - 1946 en brá þá búi og flutti til Reykjavíkur og átti heima í Skerjaflrði. Blaðið þakkargreið oggóð svör. FLATVAGNAR Verð kr 590.000,- með virðisaukaskatti Burðargeta 12 tonn Stærð palls = 2,55x9,0m H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.