Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 WÍflAf Srímiip spjallar Þingmenn í sauðburð!! Á dögunum barst inn á borð Gríms fréttabréf Samtaka iðnaðarins. Þetta ágæta bréf er reyndar ekki á daglegum leslista Gríms en ein grein í blaðinu vakti þó sérstaka at- hygli hans. Það var leiðari bréfsins, sem Sveinn Hann- esson framkvæmdastjóri samtakanna skrifaði. Grímur rak þá sérstaklega augun í fyrirsögn leiðarans, „Heim í sauðburðinn." Grímur spurði sjálfan sig hvort sjálfur iðnaðarfrömuðurinn ætlaði að gera landbúnað að um- talsefni. Nei, ekki reyndist það nú vera, en umfjöllunar- efnið var engu að síður gott, þ.e. djöfulgangur Alþingis að þurfa alltaf að klára frumvörp á færibandi á síðustu dögum þingsins áður en þingmenn færu í ríflega fjögurra mán- aða sumarfrí. Sveinn sagði að þetta hefði verið skiljan- legt í gamla daga þegar þingmenn voru bændur og þurftu að komast í sauðburð. Nú hefðu hins vegar tímarnir breyst, nema á Alþingi. Sveinn tengdi þarna skemmtilega saman sauð- burð og Alþingi en við lestur leiðarans kom upp í huga Gríms hvort ekki væri hægt að tengja þessar athafnir enn betur saman fyrst þing- mennirnir þyrftu endilega að drífa sig í að Ijúka þing- störfum þetta snemma. Grímur leggur hér með til að þegar þingi lýkur á vordögum verði þeim boðið í ferð í sveitina þar sem þeir fá að kynnast sauðburði og öðrum sveitaathöfnum. Með þessu vinnst margt. Þing- mennirnir geta slappað af úti í guðsgrænni náttúrunni eftir næturvökur undanfarinna sólarhringa eða þá tekið þátt í sveitastörfum ef þeir vilja. Með þessu komast þeir í nánari tengsl við sveitafólkið og náttúruna og það getur ekki komið þeim nema vel í þingstörfunum. Grímur er viss um að margir af þingmönnunum okkar, þá aðallega þeir sem koma frá stærstu MEP &EINNI 30LLANUM þéttbýliskjömunum, myndu líta öðrum augum á sveit- alífið ef þeir kynntust því að einhverju leyti sjálfir. Hver veit nema að þeir myndu þá tala með meiri innsýn um íslenskan landbúnað? Og þá myndu gömlu góðu dag- arnir koma aftur, þegar þing- menn þurftu að drífa sig í sauðburð að loknu þingi! Grímur Dýralæknar svara Sendið okkur línu með spurningum til dýralækna. Notið tækifærið og fáið svör við ýmsum dýrasjúkdómum sem þið hafið verið að velta fyrir ykkur! Faxið er 552 3855, póstfangið er bbl@bondi.is og síminn 563 0300. MlrÉlesamla Svo bar til einn sólbjartan vordag að ég hélt til Borgarfjarðar eystri frá Egilsstöðum í erindum rafveit- unnar. Erindið var að skipta um raforkusölumæla í kirkjunni á Borgarfirði því að kvartanir höfðu borist til rafveitunnar um háa raf- magnsreikninga. Svona kvartanir bámst ffá nokkrum sóknamefnd- um á fyrstu ámm rafvæðingarinn- ar og virtust stafa af því að pen- inga vantaði til að greiða fyrir notkunina, en tilgátur vom oft um að mælamir mældu notandanum í óhag. Vom þá mælamir sendir mælastofú til prófunar og sættust menn á niðurstöðu þaðan, enda þótt hún væri ævinlega á einn veg. Nú ég hitti Guðlaug Björg- vinsson rafveitustjóra á Borgarf- irði og við héldum til kirkju. En þá stendur þannig á að prestur er með fermimgarbömin í kirkjunni að búa þau undir ferm- inguna. Þegar hann veit erindi okkar segir hann okkur að halda okkar stnki, hann sé búinn að messa yfir bömunum þennan daginn. Ég fer að koma verkfæmm upp á kirkju- loftið þar sem rafmagnstaflan er, en Laugi á orðastað við prest, sem biður hann síðastra orða að læsa nú kirkjunni þegar við fömm, lyk- illinn standi í slaánni. Laugi prílar upp á kirkjuloftið á eftir mér og skömmu síðar niður aftur og það var sem hann grunaði. Hann hafði séð prest ijála eitt- hvað við dymar þegar hann fór. Hann hafði þá snúið lyklinum og við vomm læstir inni. Mér var skemmt við þetta tU að byija með og sagði Lauga að hann skyldi einbeita sér að því að koma okkur út en ég æUaði að halda áffam við mitt verk í rafmagnstöflunni. Laugi gramsar í verkfæratösk- unni og fer niður með skrúfjám af ýmsum stærðum og fleiri verk- færi. Eftir dágóða stund kemur hann upp aftur og segist ekki geta haggað hurðinni með nokkm móti, sama hvemig hann reyni. En hann sá að lykillinn var í læsin- gunni að utanverðu eins og prest- ur hafði sagt. En það var ekki nóg, þegar ekki var hægt að snúa honum. Ég spurði hví hann bryti ekki rúðu í hurðinni, en þar vom margar smárúður. Laugi var seinn til svars en sagðist svo ekki kunna við að vera með neinar óspektir. Þá datt mér í hug að hringja kirkjuklukkunum. Laugi velti píp- unni lengi milli handanna og segir svo: „Heldurðu að það sé vog- andi?“ Þetta hafði ég ekki hugsað út í, enda víst hálfheiðinn miðað við Lauga. Auðvitað gat maður lent í neðra fyrir helgispjöll. Hvað var nú til ráða? Þetta fór ekki að verða gaman. Var ekki hægt að komast út um glugga? Nei það var öðm nær. Það hafði verið skipt um glugga árið áður og opnu fögin vom ekki nema þverhandar breið. Það gagnaði lítið að reka hendina út um glugga og veifa. Það sá ekki nokkur maður, þótt nokkrir bilar ækju ffam hjá. Þá fékk ég enn eina hugmyndina og spurði Lauga hvort ekki yrði messað á sjómannadaginn, en þetta var á þriðjudag eða miðviku- dag fyrir sjómannadag. Enn velti Laugi pípunni fyrir sér og nú til muna lengur en áður, og segir síðan: „Það er varlegt að treysta því.“ Nú var allur vindur úr mér. Hvað var nú til ráða? Ur gluggum kirkjunnar sá eftir endilöngu þorpinu og við tókum eftir því að stór jeppi bakkaði ffá símstöðinni og sneri síðan inneftir í átt til okkar. Við þekktum að þar fór Hannes Óli Jóhannsson, símstjóri og hreppstjóri. Laugi sagði að hann myndi á leið heim til sín í kaffi. En hann ók greitt ffam hjá götunni heim að húsi sínu og sveigði heim að kirkjunni, snaraðist út úr bílnum, gekk rak- leiðis heim að kirkjunni og opnaði. Við vomm alveg rasandi. Hvaðan kom manninum vimeskja um hremmingar okkar? Jú, hann átti dóttur, sem gekk til spuminga og hún hafði komið til hans á símstöðina og sagt hon- um að prestur hefði ef til vill læst okkur inni í kirkjunni. Áður hafði hún sagt móður sinni slíkt hið sama, en þar var ekki hlustað á hana. Hvemig datt baminu í hug að segja svona? Og allra síst um prest! En hreppstjóri brást hart við, því hann að trúði öllu á prest, kom snarlega og leysti okkur úr prísundinni. Þama tókust á hið geistlega og veraldlega vald í Borgarfirði eystra. En okkur var borgið. Siguijón Antonsson, starfs- maður RARIK á Egilsstöðum Ur ýmsum áttum Margir hafa lagt fyrir sig þýðingar en eins og allir vita reynir mjög á hæfileika manna er þeir fara höndum um texta á útlendum málum. Það er ekki ölium gefið að þýða texta án þess að glata þeirri mynd sem höfundurinn vildi gefa lesendum. Hér á eftir fylgja nokkrir gullmolar sem ónefndur íslenskufræðingur mun hafa rekist á í þýddri, ónefndri ástarsögu. Miðað við eftirfarandi gullmola hlýtur bókin að vera gersemi. Þegar þau höfðu fylgt Tom og Honoríu til dyra tók Max handleggina af öxlum Celine og nuddaði hnakkann. (11) Langir fótleggimir vom huldir flottum reiðstígvélum til hálfs en að ofan var hann í fallegri ullarpeysu. (119) Kuldalegt augnaráð hans féll á hönd hennar sem lá á handlegg hans og ósjálfrátt dró hún höndina að sér. Hann stökk frá glugganum og flatti sig upp að veggnum við hurðina. (65) Hurðarhandfangið snerist og hurðin opnaðist. Tunglskinið skein inn um hurðina. (65) Hún þandi út augun af undmn... (139) Ég er ekki lengur sextán ára, sagði hún loks og leit á hann í gegnum hálflokuð augun. Hann ýtti sér mótviljugur frá henni. (14) Celine hafði deplað tárin úr augunum og kvatt tilhugsunina um bam en þær hugsanir hafði hún lengi gengið með í kollinum. Hún hafði alltaf gengið með það í bakhöfðinu að Tom væri kannski bara að hitta hana til að geðjast föður sínum. (15) Hann hélt augnaráði hennar föstu og renndi vömm yfir mjaðmir hennar og bijóst. (78) Hún flatti lófann á bijóstkassa hans. (79) Hún var ávallt með brosið á reiðum höndum. (4) CDG1990

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.