Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Sauðfjárbændur fá styrk úr Umhverfissjóði verslunarinnar ÁPlega lýkur uppgræðslu á um 800 hekturum lands Umhverfissjóður verslunar, sem á stundum er nefndur poka- sjóðurinn, hefur afhent styrk til Landssamtaka sauðfjárbænda vegna verkefnisins, „Bændur græða landið“. Tekjur Umhverf- issjóðs verslunar er hagnaður af seldum burðarpokum í verslun- um á íslandi. Það var Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélagsstjóri, sem afhenti styrkinn á aðalfundi LS í liðnum mánuði. Umhverfis- sjóður verslunar hefur ákveðið að úthluta 1.5 milljón króna til þessa verkefnis, „Bændur græða landið“. Á þessu ári úthlutar sjóðurinn alls 26 milljónum króna og er stærsta verkefnið í ár uppgræðsla undir Hafnar- fjalli, en í það fara 6,5 milljónir en þar taka bændur fullan þátt í verkefninu, t.d. með því að friða ákveðin svæði þannig að hægt sé að græða mela og illa farin svæði. Ingi Már sagði að þessu verkefni miðaði vel og að tekist hefði tekist góð samvinna milli sjóðsins, bænda á svæðinu og Landgræðslu ríkisins. I umsókn Landssamtaka sauð- fjárbænda til Umhverfissjóðs Verslunarinnar kom meðal annars fram að LS sótti um fjármagn vegna samstarfsverkefnis bænda og Landgræðslu ríkisins í upp- græðslu. Verkefnið hófst 1990. Um fimm hundruð bændur í flest- um sveitarfélögum landsins vinna að uppgræðslu mela, rofabarða, fjagmóa og annars ílla farins lands. Árangur hefur verið mjög góður og á hverju ári lýkur uppgræðslu á um 800 hekturum lands. Ingi Már sagði að verkefnið skilaði mikilli bindingu koltvísýrings og væri því mikilvægur liður í að mæta skuld- bindingum Islands gagnvart Kyoto bókun loftslagssáttmálans. I umsókn LS kom eftirfarandi fram. „Miklu máli skiptir fyrir sauðfjárbændur að hraða upp- græðslu heimalanda sinna og bæta um leið landkosti fyrir komandi kynslóðir. Til þess hafa hvorki þeir né Landgræðslan, sem hefur verið meginbakhjarl verkefnis, bolmagn án viðbótarstuðnings." Mikill fjöldi bænda hefur óskað eftir aðild að „Bændur græða landið“. Umsóknin miðar að því að geta mætt þessum óskum og gríðarlega áhuga með því að fjölga þátttak- endum í ár um 150. Bændablaðið er fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum íslensks landbúnaðar Askriftarsíminn er 563 0300. Notaðar búvélar & traktorar CASE 1394, 4x4 87 hö, árg '84, 4800 vinnustundir, Case ámoksturstæki. CASE 1394, 4x4 Árg. '86, 87 hö, 4800 vinnustundir, Alö ámoksturstæki. CASE 885, 4x4 Árg. '89, 87 hö, 4500 vinnustundir, VETO FX-16 ámoksturstæki. DEUTZ AgroTron, 4x4 Árg. 80 hö, árg '97, 80 hö, Trima ámoksturstæki. JOHN DEERE 6300, 4x4 Árg. '95, lOOhö, 3600 vinnustundir, Trima 1490 ámoksturstæki. JOHN DEERE 6200 SE, 4x4 Árg. '98, 84hö, 650 vinnustundir, Trima 3.60 ámoksturstæki. MF 390, 4x4 Árg. '96, 90hö, 1170 vinnustundir. Trima 1790 ámoksturstæki. MF 6150, 4x2 Dynashift Árg. '96, 95hö, 500 vinnustundir. New Holland L85, 4x4 Árg. '96, 85hö, 2400 vinnustundir. Alö 620 ámoksturstæki. ZETOR 7340 T, 4x4 Árg. '95, 80hö, 1616 vinnustundir, Álö 640 ámoksturstæki. ZETOR 7341, 4x4 Árg. '98, 80hö, 200 vinnustundir. ZETOR 7711, 4x2 Árg. '91, 70hö, 2600 vinnustundir. DEUTZ-FAHR GP-2.50 Rúllubindivél, árg. '89, allar legur 3ja ára, gott útlit. Verð 350.000,- CLAAS Rolant 46 Breiðsóps rúllubindivél, árg. '98, 1600 rúllur. Verð 900.000,- KRONE 10-16 Fastkjarnavél, árg. '97, 6000 rúllur. Verð 1.050.000,- RoCo pökkunarvél Árg. '97, barkastýrð. Verð 900.000,- RECO pökkunarvél Árg. '97, tölvustýrð. Verð 450.000,- ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Reykjavík- Armúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 3ími 463-1070 IslensMr bændur f albjúfllegu umhverfi Nýr WTO samningur í undirbúningi A aðalfundi alþjóðasamtaka bænda, sem haldinn var í Þýska- landi, í sumar var mikið fjallað um nýjan WTO (Heimsviðskipta- stofnunin) samning. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, gerði þennan samning að umtals- efni í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Landssambands kúabænda. Gert er ráð fyrir að samningsgerð ljúki á árunum 2002 til 2004.1 núgildandi samn- ingi var gert ráð fyrir að beinn framleiðslustuðningur mundi dragast hratt saman á komandi árum. Ari sagði rétt að fundarmenn hugleiddu að íslensk stjómvöld styðja verulega við bakið á mjólkurframleiðslunni með bein- um framleiðslutengdum stuðn- ingi. „Það eru engar líkur á því að við höldum þessum stuðningi óbreyttum í mörg ár enn,“ sagði Ari. „Þess vegna eigum við að velta því fyrir okkur hvort og þá hvemig við eigum að bregðast við þessum vanda. Samningur okkar við ríkið er í gildi til ársins 2005 en hvað þá tek- ur við er allsendis óljóst. Þegar horft er á þá fjárfestingu sem hefur átt sér stað, og ekki síst í kvóta, þá hljótum við að velta því fyrir okkur hvort við gemm hinum almenna kúa- '■ bónda nógu vel grein fyrir fram- tíðinni. Fólk verður að átta sig á að íslend- ingar em þátttakendur í alþjóðastarfi sem þeir í raun og vem hafa lítil áhrif á - hins vegar hefur það mikil áhrif á af- komu okkar bænda.“ Ari sagði ljóst að á komandi öld myndu bændur ekki ráða eins miklu um íslenska landbúnaðarstefnu og þeir gerðu á 20. öldinni. Hvað gerist ef Islendingar ganga í ESB Ari Teitsson sagði að gengju íslendingar í Efnahagsbandalag Evrópu væri ljóst að þá féllu toll- múrar og að styrkir til landbún- aðar innan ESB væm mjög ein- sleitir. „Finnar fengu undanþágu til að halda hluta af sínum land- búnaðarstyrkjum en nú er þessum aðlögunartíma lokið. Þeir em að reyna að fá nýja undanþágu, sem getur reynst þeim torsótt, og mikið hrun hefur átt sér stað í finnskum landbúnaði." Ari hefur átt viðræður við forystumenn sænskra bænda en þeir tjáðu honum að löngu áður en innganga Svía varð staðreynd hefði sænska bændaforystan farið til Frakklands og aflað sér haldbærra upplýsinga. Svíar sögðu Ara einnig að nú væri mjólkurverð um 30 krónur pr. líter. „Ég spurði þá hvað þeir sem byggju nyrst fengju mikið á líter í styrki. Svarið var að það væm líklega tæpar tíu krónur á líter. Ef til þess kæmi að Islendingar gengju í ESB þá met ég það svo að mjólkurlítrinn mundi skila til bónda um 40 krónum eftir inngöngu. Þá sjáum við hvað er í húfi og hve nauðsynlegt það er að við ast gegn inngöngu Norðmanna í ESB. „Þetta varð til þess að norskur landbúnaður lifir enn til- tölulega góðu lífi en norskir bændur uppskáru óvild norsku ríkisstjómarinnar." Ari sagði að ef sú staða kæmi upp, að hér á landi yrði mjög hörð umræða um inngöngu Islands í ESB þá ættu bændur engan kost góðan. „Við getum tekið upp harða baráttu gegn inngöngu og uppskorið óvild stórs hluta þjóðarinnar. En við getum illa við það unað að við göngum inn. Vandinn er því margþættur og rétt að menn reyni að gera sér grein fyrir fram- tíðinni." Skýrsla utanríkisráðherra Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, sagði í ræðu á aðal- fundi LK að síðastliðinn vetur hefði utanríkisráðherra kynnt á Alþingi skýrslu um stöðu íslands í Evrópusamstarfi og hugsanleg áhrif aðildar Islands að Evrópu- sambandinu. „Þar er að finna sérstakan kafla fömm að velta fyrir okkur framtíðinni og hvað við getum gert.“ Nú er í umræðu innan Evrópusambands- ins að árið 2006 verði mjólkurkvótar afnumdir og sagði Ari að rétt væri að bændur íhuguðu hvað gæti gerst í íslenskum landbúnaði ef slíkt yrði að veruleika. Ari sagði að norskir bændur hefðu haft forgöngu um að leggj- áhrif hennar á landbúnaðinn. Sá kafli er að mínum dómi ömurleg lesning frá sjónarhóli okkar sem viljum veg landbúnaðarins hér sem mestan. Tekjur mjólkurframleiðenda myndu t.d. lækka um rúmlega helming og þó búast megi við áframhaldandi stuðningi við landbúnaðinn úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins þá ríkir mikil óvissa um framhald á stuðningi við mjólkurframleiðslu. Um sölu unninna mjólkurafurða segir orðrétt í skýrslunni: „Verð á unnum mjólkurvörum myndi að öllum líkindum lækka verulega." Ég endurtek; lækka verulega. Ætli það stafi ekki af því að er- lenda stóriðjan í Mið-Evrópu yf- irtæki að stórum hluta íslenska matvælagerð og landbúnaðar- framleiðslu." Bœndur andvaralausir „Ég get ekki að því gert að mér finnst íslenskir bændur furðulega andvaralausir í þessu máli. Örfáir forystumenn bænda hafa rætt þessi mál við mig. Aðrir forystumenn og bændur al- mennt virðast taka þessu létt. Þegar ég vegna vandræða fyrri ára gaf eftir tollalausan innflutn- ing á 15 tonnum af osti frá Nor- egi rigndi yfir mig skömmum frá kúabændum og á aðalfundi LK á síðasta ári fóru sumir hamförum yfir þeirri ósvífni. Með einu pennastriki yrði mjólkurfram- leiðslan minnkuð um eitt gott meðalbú, sögðu menn. Hvar eru þessir menn nú og hvar hafa þeir verið síðan í apríl að skýrsla ut- anríkisráðherra leit dagsins ljós? Ég er nýkominn heim af sam- eiginlegum fundi landbúnaðar- ráðherra Norðurlandanna. Þar ræddi ég við finnska land- búnaðarráðherrann um áhrifin af inngöngu Finnlands í Evrópu- sambandið. í stuttu máli hefur það gerst að finnskum bændum hefur fækkað úr 80 þús. í 45 þús. á fimm árum. Verð á afurðum hefur lækkað verulega og sam- keppni aukist. Samt hefur land- búnaðarframleiðslan í Finnlandi staðið í stað og tekjur bænda lítið breyst. Afköstin hafa með öðrum orðum aukist um helming en tekjumar ekki. Þessi fækkun í sveitum Finnlands hefur reynst þjóðfélaginu mjög erfið og af- leiðingamar em enn ekki að fullu komnar í ljós. Ég hvet ykkur bændur til að skoða þessa sögu. Ég ætla ekki að tala meira um Evrópusambandið nú en ég geri það hér með að tillögu minni að landbúnaðarráðun- eytið, Bænda- samtökin, búgrein- afélögin og af- urðastöðvar í kjöti, mjólk og grænmeti, leggi saman í sjóð til að fjármagna ítarlega úttekt á áhrifum Evrópusam- bandsaðildar á íslenskan landbúnað. í þeim efnum dugar ekkert hik, heldur verður að vinna hratt og vel. Hvort sem við viljum eða ekki verður umræðan um aðild að Evrópusambandinu á dagskrá næstu árin og það er skylda okkar að greina þjóðinni rétt frá því hvað verður um íslenskan landbúnað og bændastétt ef við göngum í Evrópusambandið. Málið snertir einnig iðnaðar- og verkafólk í borg og bæ,“ sagði Guðni Ágústsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.