Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. október 2000 Bændablaðið - málgagn Bænda samtaka Islands Hækkun eldsneytis í liðnum mánuði lýstu Bændasamtök fslands yfir þungum áhyggjum vegna eldsneytishækkana, en útgjöld bænda vegna kaupa á olíu hafa hækkað um tugi prósenta á liðnum misserum. Bændasamtökin skoruðu á „stjómvöld og olíusölufyrirtæki að leita allra leiða til að lækka verð á eldsneyti og koma með því í veg fyrir að holskefla keðjuverkandi verðhækkana fari af stað í þjóðfélaginu.“ Ráðstafanir sem stjómvöld kunna að gera leysa þó tæpast allan vandann enda olían auðlind sem er ekki endumýjanleg. Þær hækkanir sem nú ríða yfir hafa verið fyrirsjáanlegar en tafist meðal annars vegna þess að nýjar olíulindir hafa fundist og því hefur hækkunum verið slegið á frest. Vald olíusöluríkja er mikið og í raun hafa þau heiminn í hendi sér. Þetta vald breytist vart í bráð þar sem enn hefur ekki tekist að skapa annað eldsneyti sem stendur olíunni á sporði. Otal öflug fyrirtæki og ríkisstjómir vinna kappsamlega að gerð nýrra orkugjafa en á þessari stundu bendir fátt til að stutt sé í arftáka olíunnar. Því geta menn reiknað með að næstu árin haldi olía áfram að hækka jafnt og þétt. Að sjálfsögðu kemur þessi þróun illa við þá atvinnuvegi - eins og landbúnað - sem em háðir hreyfanlegum tækjum. Staða olíusala er afar sterk og gildir það jafnt um þá sem dæla olíunni upp úr jörðinni og eins þá sem annast dreifingu og sölu í einstöku löndum. Þessir aðilar munu halda áfram að styrkja sig í sessi enda hafa þeir yfir að ráða vöm sem flestir em háðir og enn um sinn er ekki til neitt sem getur komið í staðinn. Frá sjónarhóli olíuseljenda er þetta „kjörstaða á markaði“ en „neytendur“ vömnnar benda á hættuna sem þessari stöðu fylgir. Þetta em með öðram orðum viðskipti í fákeppnisumhverfi og þess vegna verður að gera þá kröfu til stjómvalda að þau sjái til þess að olíusölufyrirtæki á heimamarkaði búi við strangt aðhald og eftirlit. Bændasamtökin hafa beint því til stjómvalda að nauðsyn beri til að skoða verðmyndun á olíu og munu fylgja því máli eftir. Hér er ekki verið gera því skóna að eitthvað sé að í olíuviðskiptum íslendinga en það er þó staðreynd að olía er umtalsvert dýrari á fslandi en í flestum nágrannalandanna. Verðmismunurinn á sér eflaust skýringar en það breytir því ekki að nauðsynlegt er að náið sé fylgst með þessum málum af óháðum aðilum. Framtíð þúsunda íslendinga veltur á traustu aðhaldi á þessu sviði undir forystu stjómvalda. ísland er í stöðugt vaxandi samkeppni við nágrannaþjóðimar og skiptir þá ekki máli hvort rætt er um landbúnað eða aðrar atvinnugreinar. Þessi nálægð gerir það að verkum að íslendingar geta ekki búið við hærra olíuverð en nágrannaþjóðimar. En væri ekki best að íslenskir bændur fæm í sambærilegar mótmælaaðgerðir og starfsbræður þeirra í ýmsum löndum á meginlandi Evrópu? Færi ekki vel á því að bændur kæmu á dráttarvélum með kerrur og hentu kartöflum og kjöti á gangstéttar við Alþingishúsið? Mótmæli af þessu tagi þekkjast vart á íslandi enda hafa samtök atvinnurekenda, hvorki bænda né annarra, aldrei talið vinnubrögð af því tagi vænleg til árangurs. Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og hér er öflug og réttlát löggjöf - samin af fulltrúum sem við höfum sjálf kosið til trúnaðarstarfa. Þess vegna munu bændur áfram vinna innan þeirra laga sem Alþingi hefur sett - en þeir em síður en svo ánægðir hvemig samkeppnisstaða þeirra versnar með hveijum mánuðinum sem líður. Um leið og bændur krefjast lægra olíuverðs verða þeir að beina sjónum sínum innávið. Hvemig er hægt að draga úr áfallinu sem ný olíuverðshækkun hefur í för með sér? Geta bændur dregið úr olíunotkun? Svarið er jákvætt. í mörgum tilvikum em menn að nota stórar, fjórhjóladrifnar dráttarvélar þegar litlar og spameytnar gætu dugað. Hins vegar hafa vélaframleiðendur gert mönnum lífið leitt með því að framleiða fyrst og fremst þung tæki sem krefjast stórra traktora. En aðalatriðið er að menn hugsi um að spara olíu - og orku almennt - og skipuleggi vinnu sína með tilliti til þess. Olíuverðshækkunin var fyrirsjáanleg og það má með sanni segja að landsmenn bjuggu sig ekki undir hana. Um það vitna stóm jeppamir á götum Reykjavíkur best. Líklega mun einhverjir reyna að maka krókinn á hækkuninni og við því verður að bregðast. Síðast en ekki síst verður fólk að fara að að haga störfum sínum með það í huga að olíulindimar endumýjast ekki og munu því þoma að lokum. Verð á olíu mun því halda áfram að hækka. —v' 4. l.ll.-r~' .. — Sænautasel Þeir sem aka veginn um Möðru- dalsöræfi að sumarlagi veita því máski athygli að reyk leggur upp við suðurenda Sænauta- vatns um það bil 5 km frá þjóðveginum. Þarna er bærinn Sænautasel sem endurbyggður var fyrir nokkrum árum. Síðan árið 1994 hefur fjöldi manns lagt þangað leið sína í þeim tilgangi að skoða þennan gamla torfbæ, húsdýrin sem þar eru og jafnvel að njóta veitinga hjá húsráðend- um. Blaðamaður tók Lilju Óladóttur húsfreyju á Merki á Jökuldal tali fyrir skömmu en hún hefur annast rekstur bæjar- ins frá upphafi. „Ég er búin að vera viðloða þenn- an stað síðan árið 1992 þegar ráðist var í að byggja bæinn upp. Sumarið eftir fómm við hingað nokkur úr sveitinni til að lagfæra hér ýmislegt ekki síst innan dyra. Þá fór að koma hingað slangur af fólki sem vildi fá að skoða bæinn. Við sýndum hann og rifjuðum upp eitthvað um búskaparsögu þeirra sem bjuggu hér í heiðinni og gáfum fólki kaffi. Þá fór ég að velta því fyrir mér að hér þyrfti í rauninni einhver að vera yfir sum- arið þannig að hægt væri að sýna gestum bæinn. Ég tók svo þá ákvörðun að vera hér uppfrá sum- arið 1994. Auk þess að sýna bæinn og rekja sögu hans ákvað ég að reka kaffisölu og líka að hafa nokkur húsdýr, aðallega til sýnis. Það má segja að þetta sé upphafið af þessum rekstri mínum í Sænautaseli." samtímis. Þegar um stærri hópa er að ræða verður því hluti fólksins að bíða. Þegar blaðamaður hefur orð á hvort fararstjórar verði ekki órólegir á því að bíða segir Lilja að það sé eins og stressið hverfi þegar þeir em komnir í þennan gamla torfbæ. Þá er hraði nútímans, tækni og stress svo víðs fjærri. Allt ígamla horfinu. „Mér finnst það í raun hluti af stemmingunni að koma hingað hvað þetta er allt gamaldags," seg- ir Lilja. Hér sér fólk hvemig húsa- kynni fátæks alþýðufólks vom hér áður. Ennfremur hvað öll aðstaða og lífshættir vom frábmgðnir því sem er í dag. Margt yngra fólk ger- ir sér ekki grein fyrir eldiviðnum sem ég nota í eldavélina, því síður að það þurfi að bera út ösku á hverjum degi. Kolaeldavélin var náttúrlega mesta þarfa þing á hverju heimili og nánast jafn sjálfsagt að birgja heimilið á hverju hausti upp af eldivið og af mat. Svo laða húsdýrin mín marga boðið. Að nota ógerisneydda mjólk náði náttúrlega engri átt. Þetta varð hinum kunna hag- yrðingi Hákoni Aðalsteinssyni til- efni til að segja: Eitraðar lummur, óholl mjólk afgreidd daga og nætur. Þessu er hellt í heiðarlegt fólk og heilbrigðisfulltrúinn grætur. Þessi vísa er innrömmuð á eldhúsveggnum í Sænautaseli ásamt mynd af höfundinum. Framkvœmd sem heppnaðist. Það var um 1980 sem sú hugmynd vaknaði að byggja upp bæinn í Sænautaseli en af framkvæmdum varð ekki. Fyrstur til að vekja máls á þessu var Auðunn Einarsson kennari í Reykjavík og kunnur áhugamaður um varðveislu gam- alla húsa. Það var svo vorið 1992 sem hreppsnefnd Jökuldalshrepps samþykkti að ráðist yrði í þetta og að bærinn yrði í þeirri gerð sem hann var hjá síðasta ábúanda sem flutti þaðan árið 1943. Stutt lýsing á bænum er eftirfarandi: gengið er inn í bæjardyraskemmu. Þaðan em göng að hlóðaeldhúsi, þá em eldhúsið og baðstofan yfir því. Ennfremur er búr og geymsla. Þá er hesthús og fjós sem innangengt er í úr bænum, en úr þeim em að sjálfsögðu einnig dyr út. Þess má geta að eldhúsið er þiljað að innan með panel, að öðmleiti em torf- veggir. Til að hlaða upp bæinn var fenginn hinn kunni hleðslumaður Sveinn Einarsson frá Hnjóti í Hjaltastaðaþinghá. Auðunn Ein- arsson sá hinsvegar um alla smíðavinnu. Þeim til aðstoðar vom 3-4 fullomir ásamt 20 unglingum af Jökuldal sem unnu undir stjóm Lilju. Vinnan við bæinn tók um þrjár vikur, lengst var verið að moka út úr tóftunum sem fallnar vom saman. Veggir em hlaðinir úr torfi og gijóti, torf er á þaki en hrís hafður undir til loftræstingar. Lilja segir að þegar ákvörðun um uppbyggingu bæjarins var tek- in hafi ekki verið annað markmið en að varðveita eitt af heiðarbýlun- um sem vom í byggð á ámnum 1843-1946. Ekki hafi verið áform í upphafi um sýningarstarfsemi og því síður veitingarekstur. Því verður hinsvegar vart mótmælt að endurbygging bæjarins í Sænauta- seli hafi heppnast með ágætum. Að fá fimm þúsund gesti á tæplega þremur mánuðum hlýtur að teljast gott. Því má fullyrða að þessi Kaffi og lummur. Lilja segir að fyrsta sumarið hafi gestir ekki fyllt þúsundið, þá var hún með ungling sér til aðstoðar. En síðan hefur aðsókn farið vax- andi ár frá ári og í sumar komu fimm þúsund manns. Síðustu þrjú sumur hefur sambýlismaður henn- ar Bjöm Hallur Gunnarsson tekið þátt í rekstrinum og auk þeirra hef- ur verið ein manneskja í fullu starfi yfir mesta anna tímann. Þá em ótaldir sjálfboðaliðar sem koma og hjálpa til tíma og tíma. Þar er fremstur í flokki Skúli Guðmundsson. Hann er fæddur í Sænautaseli og átti þar heima til sex ára aldurs og hefur sterkar taugar til staðarins. Lilja segir að reksturinn útheimti m:kla vinnu. Þama er að sjálfsögðu ekkert raf- magn og ekki rennandi vatn í bænum. Vatnið í kaffið er hitað á eldavél en lummurnar em steiktar á gashellum. Það er oft þröng á þingi í eldhúsinu og baðstofunni þar sem 25 manns geta dmkkið hingað. Ég hef ávallt hér nokkra heimaganga, sömuleiðis hvolpa einnig kisu og svo er kýr og kálfur. Stundum hafa verið hestar og hægt að leyfa krökkunum að koma á hestbak." Súrmatur og silungur í búri. Sumarið '94 var farið að taka gjald fyrir að sýna bæinn og hefur svo verið síðan. Lilja segir að hún hafi fljótlega orðið vör við að ekki vom allir ánægðir með að borga. Þá fór hún að bjóða fólki að koma í búrið og smakka á íslenska matnum. Þar er m.a. að finna margskonar súrmat, hangikjöt, reyktan silung úr Sænautavatni, hákarl og fleira. Hún segir að fólk sé ánægt með þetta og allar óánægju raddir hafi fljótlega hljóðnað. En ekki hafa allir verið kátir yfir því sem fram- reitt hefur verið í Sænautaseli. Þegar það uppgötvaðist á sínum tíma að mjólkin úr kúnni var notuð í lummudeigið var heilbrigðis- fulltrúanum á Austurlandi nóg Anna Guðný Halldórsdóttir hús- freyja á Brú á Jökuldal að hella uppá könnuna. framkvæmd Jökuldælinga á sínum tíma, sem og móttökur þeirra sem staðnum hafa stjómað frá því hann var opnaður almenningi til sýnis, hafi orðið til að auka hróður íslenskrar bændamenningar bæði hér á landi og erlendis. OÞ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.