Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Starbuck II Klónaði kálfurinn Starbuck á básnum sínum. Þann 7. september sl. kom í heiminn vestur í Kanada nautkálfur sem á sér talsverða sérstöðu. Kálfur þessi er nefni- lega klónað afkvæmi hins víðfræga Holstein nauts, Hano- verhill Starbuck. Sá fæddist í Ontario-fylki 26. apríl árið 1979 en féll frá 17. september 1998, 19 ára og 4 mánaða, hann varð því eitt elsta kynbótanaut allra tíma. Hanoverhill Starbuck eignaðist á æviskeiðinu rúmlega 200.000 dætur í 45 löndum, enda þóttu afkvæmi hans bera af, bæði hvað varðar útlit og afurðasemi. Reynd naut undan honum urðu 209, alls voru teknir úr honum 685.000 sæðisskammtar og námu tekjur af sæðissölu 25 milljónum dollara. Réttum mánuði áður en Starbuck lauk jarðvist sinni, voru tekin úr hon- um veQasýni sem innihéldu allar upplýsingar um arfgerð hans. Kálfurinn, Starbuck II, er af- rakstur vinnu vísindamanna hjá CIAQ (sæðingamiðstöð Quebec fylkis), L'Alliance Bovitec. inc. (fyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í fósturvísaflutningum) og Dýralæknadeild Háskólans í Montreal. Hann var tekinn með keisaraskurði og vóg 54,2 kg við fæðingu. Heilsufar hans hefur frá fyrstu mínútu verið með ágætum, andardráttur var strax eðlilegur og 10 mínútna gamall reyndi hann að standa á fætur. Hann er fyrsti kálfurinn sem klónaður er úr kjama líkams- frumu úr fullorðnum nautgrip. Aðferðunum sem notaðar voru við klónunina, svipar til þeirra aðferða sem notaðar voru til að klóna sauðkindina Dollý fyrir fáum árum síðan. Nokkuð hefur þeim þó fleygt fram frá þeim tíma, þar sem 68 tilraunir þurfti til að fá fram lífvænlegan fósturvísi, sem leiddi til fæðingar Starbuck II, en í tilfelli Dollýar þurfti hins vegar 277. Vart þarf að fjölyrða að Star- buck II verður væntanlega notaður sem kynbótanaut í framtíðinni. Hægt verður að hefja dreifingu á sæði úr honum, strax og hann hefur aldur til. Ekki þarf að gera neinar afkvæmaprófanir á honum, þar sem hann hefur nákvæmlega sömu arfgerð og „faðir" hans, sem þegar hefur sýnt ágæti sitt. Hins vegar má velta því fyrir sér, hvort skynsamlegt sé að halda áfram notkun á nauti sem þegar á hundruð þúsunda afkvæma, og hvort það leiði til skyldleik- aræktarvanda í Holstein kúast- ofninum, sem erfitt getur reynst að ráða bót á. Frekari upplýsingar um Hanoverhill Starbuck og Star- buck II er að finna á heimasíðu CIAQ, www.ciaq.com, einnig er rétt að benda á heimasíðu Dýralæknadeildar Háskólans í Montreal, www.medvet.um- ontreal.ca, þar er að finna mynd- band er sýnir ferlið við klónun- ina og fyrstu skref Starbuck II. Baldur H. Benjamínsson. Brímiip Imfur orúið Grímur átt svolítið erfitt í júlí. Hann var slappur og nennti ekki að fara í gönguferðir, horfði ekki á hrossin sín og hafði varla lyst á kjöti og kjötsúpu. Lengra er varla hægt að ná í slappleika og almennu umkomuleysi. Frændi Gríms benti honum á að í smáauglýsingum DV og víðar geta menn keypt kynstrin öll af heilsuvörum. „Svona efni,“ sagði frændinn, „geta læknað allt á milli himins og jarðar.“ Þetta varð til þess að Grímur braut odd af oflæti sínu og keypti eitt eintak af DV en slíkt hafði hann ekki gert síðan Hekla gaus. Og sjá: Svo virðist sem fjórðungur íslensku þjóðarinnar hafi vinnu við að selja hinum Herbalife en þetta efni getur hjálpað fólki til að léttast og þyngjast, hækka og lækka. Skemmtilegast var þegar fólk lofaði því sem það kallar „persónuleg ráðgjöf“. Líklega á sölumaðurinn við að hann sé tilbúinn til að lesa valda kafla úr bæklingum framleiðanda fyrir fórnarlambið. Nú er það svo að til eru ágæt vítamín og nátturlækningavörur af ýmsu tagi. Þetta eru vörur sem hafa áunnið sér sess án auglýsingaskrums og sölumennsku af amerískum toga. Móðir Gríms hefur til dæmis brutt fjölvítamín og drukkið seyði af jurðum svo árum skiptir og hún heldur því fram að þetta sé bót allra meina. Grímur er sem sagt að velta fyrir sér aðferðinni við að selja Herbalife og öllum loforðunum sem sölumennirnir gefa. Hann er líka að hugsa um hvernig þeir nálgast væntanlega viðskiptavini. Geta sölumennirnir staðið við loforðin og hvað segja næringarfræðingar um efnin? Grímur man ekki betur en að virtir vísindamenn hafi beðið fólk um að fara sér hægt og treysta þessum sölumönnum varlega. En hvað hugsar feitlagni, slappi einstaklingurinn sem þráir það eitt að geta komist í gömlu, góðu vinnubuxurnar? Þegar hann sér lausnina í pillum og dufti - jafnvel þótt bróðurpartur launanna fari í þetta dót - skellir hann sér á pakkann. Grímur las og las auglýsingar. Á stundum hló hann en svo komu þær stundir er hann andvarpaði. Og hvernig fór? Jú, í sláturtíðinni fór hann út og keypti sér úrvals lambakjöt og nýtt grænmeti. Þetta sauð hann og snæddi og smám saman kom gamli krafturinn og Grímur brá sér á bak Skjóna. Þar sem þeir félagar riðu um Austurland saknaði Grímur þess e.t.v. í eitt andartak að líklega kæmist hann aldrei aftur í gömlu buxurnar sínar. En þær voru líka orðnar ansi slitnar. Hvar og lnenmr? Svör hafa boríst við fyrirspurn í síðasta blaði um menn á mynd sem spurst var fyrirum. Aðþessu sinni hefur enginn þekkt alla á myndinni með vissu. Lengst til vinstri er Eyjólfur Jónsson, bóndi á Höfða á Völlum og lengst til hægri er Gísli Hclgason, bóndi og fræðimaður í Skógargerði í Fellum á Héraði. Sterkar vísbendingar eru síðan um að annar frá vinstri á myndinni sé Þórður Kárason, bóndi á Litla-FIjóti í Biskupstungum. Hinn fjórði á myndinni er Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Upplýsingar um hvar og hvenær myndin sé tekin hafa ekki borist. Hvar og hvenær er myndin tekin? Vinsamlega hafið samband við Jónas Jónsson eða Matthías Eggertsson í síma 563 0300. X iqeqpiBx e J|a6sy |eu>| uuunpeuieneþ euacj ja pepApnv

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.