Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. október 2000
BÆNDABLAÐIÐ
7
Fjóla ogSigurður í nýja fjósinu.
m f Bjimigation
lekur nakkaskiitum
Smiðir voru að klára að setja jám á þakið á
fjósinu í Birtingaholti IV þegar Bbl. kom í
heimsókn í september en húsráðendur voru í
óða önn að loka húsinu enda styttist óðum í
haustið - og margt eftir ógert innandyra. Við
vorum komin til hjónanna Sigurðar Agústsson-
ar og Fjólu Ingveldar Kjartansdóttur sem þama
búa ásamt strákum sínum, þeim Ágústi Helga,
Kjartani og Heimi. Piltamir em ungir að ámm
en taka samt mikinn þátt í búrekstrinum. Sig-
urður og Fjóla hófu fyrst félagsbúskap með for-
eldrum Sigurðar 1987 en tóku alveg við rekstri
búsins 1996. Árið 1987 var framleiðsluréttur
búsins 93 þúsund lítrar en hann jókst smám
saman og var kominn í 154 þúsund síðastliðið
vor. Þá keyptu þau hjónin Syðra-Langholt IV,
sem er í næsta nágrenni, og með í kaupunum
fylgdi 95 þúsund lítra mjólkurkvóti. Þegar
svona var málum komið var ekki um annað að
ræða en að endurbyggja fjósið í Birtingaholti en
ætlunin er að hafa aðstöðu fyrir geldneyti í
Syðra-Langholti. Þess má geta að þau hjón hafa
ekki í hyggju að ráða til sín starfsfólk þannig að
þau verða að hagnýta sér alla þá tækni sem er
finnanleg - og sparar vinnu. Sigurður sagðist
gera ráð fyrir að mjöltun tæki um þrjár klukku-
stundir þegar mest væri - og væri þá allt
meðtalið.
Sumarið var líka notað til að selja tæki og
tól en eftir kaupin á Syðra-Langholti var mikið
til af vélbúnaði af ýmsu tagi. Enn er eitthvað
eftir og má benda þeim á sem eru t.d. að leita að
heyþyrlu, nýlegum 8000 1 haugtanki, 1250 1
mjólkurtanki að hafa samband við Sigurð eða
Fjólu!
Nú eru um 80 kýr - þar af 50 mjólkandi -
fluttar inn í fjósið en þegar Bbl var þar á ferð
voru múrarar í óða önn að klára sín verk. Varla
hafa kýrnar, sem áður bjuggu í fjórstæðu
básafjósi, þekkt sig í legubásafjósinu er þær
þrömmuðu inn - og varla von því breytingin var
mikil. Það eina kunnuglega var mjaltabásinn,
sem var tekinn í notkun 1996 og dugar án breyt-
inga fyrir mun fleiri kýr en þær 40 sem voru í
gamla fjósinu. „Þama erum við að nýta véla-
kostinn betur en áður,“ sagði Sigurður og bætti
við að fastur kostnaður á lítra ætti að lækka.
Blekið á kaupsamningum við fyrrum
ábúendur á Syðra-Langholti hafði varla þomað
er Sigurður hófst handa og reif þurrheyshlöðu
við fjósið í Birtingaholti og lengdi fjósið á þann
hátt - úr 40 básum í 75. Það var 230 fermetrar
en er nú 400 fermetrar. Flórar hurfu og básar
sömuleiðis - eina sem minnti á gamla fjósið
vom básaeyjumar. Ný 160 fermetra gjafaað-
staða var útbúin þar sem áður var hlaða. Átpáss
er fyrir 30 kýr í einu í gjafaaðstöðunni- 2x15
hvom meginn. Miðað er við 2,5 - 3 kýr á hvert
átpláss. Flórsköfur em í gjafaaðstöðunni.
Kýmar hafa alltaf aðgang að hreinu vatni en í
fjósinu em 2 vatnsker sem fyllast sjálfvirkt.
Áuðvelt er að tæma kerin og hreinsa.
Allt teiknuðu og hönnuðu þau hjón sjálf en
fóm svo á fund Magnúsar Sigsteinssonar hjá
Teiknistofu Bændasamtaka íslands en hann
lauk við teikningamar og kom með ýmis góð
ráð. Þar voru einnig gerðar nauðsynlegar
burðarvirkisteikningar.
Líklega munu margir bændur hafa áhuga á
að skoða sérstaklega gjafaaðstöðuna í fjósinu
hjá Sigurði og Fjólu. Búnaðurinn er frá Weel-
ink. Rúllunum er keyrt inn á fóðurganginn og
raðað saman. Þar eru tvær rafmagnsstýrðar
grindur sem færast nær rúllunum eftir því sem
kýmar éta úr stálinu en þau gera ráð fyrir að
setja 12-14 rúllur inn í einu. „Hugmyndin er sú
að við þurfum ekki að setja inn rúllur nema einu
sinni í viku, og færa gjafagrindurnar að rúllun-
um 2-4 sinnum á dag,“ sagði Sigurður.
Allar innréttingar koma frá einum og sama
innflutningsaðilanum, Amari Bjama Eiríkssyni,
flórbitar frá Búvélum en þnr tölvustýrðir kjam-
fóðurbásar vom keyptir frá Mjólkurbúi Flóam-
anna og tengjast þeir tölvu sem skráir einnig
allar mjaltir og reiknar kjamfóðurgjöf út frá
mjólkurmagni. Kýmar em með hálsbönd sem í
eru sendar en þannig fær hver þann kjamfóður-
skammt sem henni er ætlaður. Sigurður sagði
að það yrði athyglivert að fylgjast með því
hvort markvissari fóðmn mundi leiða til aukins
próteins. „Við komum til með að fylgjast með
rannsókn sem er verið að gera á því á Stóra-
Ármóti. Vel má vera að þar sé eitthvað að ger-
ast sem við getum lært af,“ sagði Sigurður.
Þau hjón hafa verið með nautaeldi en þau
sögðu að sá þáttur búskaparins mundi víkja fyr-
ir mjólkurkúm eftir því sem þurfa þætti. Þess
má geta að nautkálfar frá Sigurði og Fjólu hafa
verið teknir á nautastöðina, 5-6 kýr em á
nautsmæðraskrá. „Mest er þetta sama ættin,“
sögðu þau um úrvalskýmar en þær em raktar til
tviburasystra, Lúru og Flyðm, sem hafa gefið
svona vel undan sér, en þær féllu á liðnu ári og
höfðu þá eignast samtals 17 kálfa. Móðir þeirra
var Búkolla 162 og faðir Kóngur 81027, m.f.
Bratti 75007.
Það var athyglivert að fá tækifæri til að líta
inn til hjónanna í Birtingaholti IV. Ljóst má
vera að þeirra bíður ærið verkefni en nútíma-
tækni og góð hönnun em lykillinn að því að
bændur geti tekið að sér jafn viðamikið verk-
efni.
VerOhækknn kinda-
kjöls framundan ?
Stjóm Landssamtaka slát-
urleyfishafa hélt fund í síðustu
viku og var þar m.a. rætt um
vaxta-og geymslugjald kind-
akjöts. I nýgerðum sauð-
fjársamningi ríkis og bænda er
ekki nægjanlegt fjánnagn til
ráðstöfunar til greiðslu
birgðahaldskostnaðar.
I samningi um skiptingu
vaxta-og geymslugjalds var
ákveðið að lækka geymslu-
gjald úr kr. 14,- í kr. 11,- og
endurgreiddir vextir verði
fastir 10 % í stað þess að miða
við 4. lánafl. L.I. og 5. lánafl.
B.í. sem nú em 15,7 %.
Sú upphæð sem slátur-
leyfishafar og bændur semja
um skiptingu á til greiðslu
birgðahaldskostnaðar eru 200
milljónir vegna framleiðslu
ársins 2000. Hve mikið vantar
af peningum til að greiða
vaxta-og geymslugjald fer
eftir söluhraða og vaxtastigi.
Miðað við núverandi ástand
þá vantar um 70 milljónir.
Þetta er sá hluti birgðah-
aldskostnaðar sem lendir á
sláturleyfishöfum. Þær leiðir
sem sláturleyfishafar hafa til
að bera uppi þennan nýja
kostnað eru tvær, annars veg-
ar að hækka heildsöluverð en
hin að lækka verð til bænda.
Ég tel ólíklegt að sláturleyfis-
hafar breyti verði til fram-
leiðenda. Sem dæmi um hve
mikil áhrif þetta hefur má
benda á að ef verðhækkun á
dilkakjöti verður gerð þegar
eftir em 3.300 tonn (ca. 1. júlí
2001) þá þarf að hækka
heildsöluverð um 5,1%.
Skynsamlegra er að hækka
verð fyrr þannig að ekki þurfi
að koma til svo mikil
hækkun. Verðhækkanir
sláturleyfishafa þegar líður á
veturinn eiga ekki að koma
neinum á óvart.
28. september 2000
f.h. stjórnar landssam-
taka sláturleyfishafa
Ingi Már Aðalsteinsson
OMC-heyskerar á
mjög hagstæðu verði.
□ RKUTÆKNI i
OV Sími587-6065