Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. október 2000 Girnileg veisluborð hafa alltaf heillað Bændablaðið. Þegar útsendari þess var staddur á uppskeruhátíð „Fegrri sveita" í félagsheimilinu Víðihlfð í Húnavatnssýslu vakti veisluborðið alveg sérstaka athygli. í Ijós kom að tvær konur í sveitinni höfðu útbúið krásirnar og ekki hætti útsendarinn fyrr en hann hafði dregið þér að borðinu og smellt af þeim mynd. F.v. Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir frá Böðvarshólum og Ása Ólafsdóttir sem rekur veitingaskálann í Víðigerði en uppskeruhátíðin var á vegum veitingaskálans. Margt býr í pokunni - þessa heiias og aanars Eins og margir þekkja eru orðin kerlingarvella eða dalalæða notuð um þoku þá sem leggst í þunnu lagi yfir láglendi og sléttlendi eftir heitan og sólríkan síðsumardag, fyllir upp í landslagið og hrannar undarlegum þönkum upp í hugi manna. Ýmsum finnst erfitt, jafn- vel hjákátlegt, að nota orðið dal- alæða um þetta fyrirbæri í Flóan- um. Þar er allt flatt og engir dalir. Eða hvað? Jú, víst eru þar dalir og heita reyndar því tilkomumikla nafni Smjördalir. I Flóanum eru reyndar fleiri nöfn sem minna á dali, nöfn eins og Laudardælir, sem sumir hafa kallað Laugardali og Laugardælur. Hér mun þó ekki vísað til dala- landslags, þó orðin hljómi líkt, heldur nafnsins dæl sem ýmist er dælar, dælir eða dælur í fleirtölu. í Flóanum er orðið notað um gróðurrík smávötn og tjamir, flóð eða jafnvel bara blaut gróðurdrög. Slíkar dælar, dælir eða dælur eru um allan Flóa og setja sitt sérkennilega mark á landið, ef vegimir em yfirgefnir og landið lagt undir fót. Sumir hafa jafnvel talið nafnið Smjördali hafa afbak- ast úr Sjördælum. Fyrir því er þó engin vissa, þó vel sé þekkt, að um tíma afbaklaðist nafnið í Smádalir. Smjördalir mun bærinn jafnan hafa heitið og er líklega dregið af gróðursæld og landgæsku. Lengi var jörðin eign Skálholtsstaðar og þangað mun hafa verið dregið ómælt af smjöri fyrr á öldum frá þessu gróðursæla býli niðri í Flóa. Ef til vill varð nafnið til í því sam- hengi. En hættum okkur ekki lengra út í vangaveltur um orðfræði íslenskrar tungu og komum aftur að kerlingarvellunni sem gjaman setur svo yfirmáta dulúðugan blæ yfir sveitina á síðsumarkvöldum að langt þarf að leita til jafns. Hún á sér eðlilegar og auðskildar orsak- ir sem em fólgnar í hinum mikla raka sem allstaðar er á og í jörðu í Flóanum. Þessi raki þéttist og stígur upp í þurrt loftið þegar kólnar með rökkrinu á síðsum- arkvöldum og liggur þar sem þokuband fram eftir nóttu. Einstöku bæir standa uppúr vell- unni og verða eins og eyjar í úthafi og allt tekur landið á sig óræðan og dulkenndan blæ, ævintýri líkan. Hugurinn fer þá gjaman á reik inn |í lcndur hins ókunna og vitjar þeirrar tilveru sem er handan dag- legs skilnings og reynslu. Margt býr í þokunni. Þetta gamla og vel þekkta máltæki segir í raun meira en langar upptalningar. Enn em þekktir staðir í Flóa þar sem álfar og huldufólk áttu sér bústaði og á bókum má lesa aragrúa frásagna um samskipti þessara vera við mannverur á fyrri tíð og enn em famar ferðir á vit Móra. En hvers vegna fer þessum samskiptum svo hnignandi sem raun virðist bera vitni? Því kann ég ekki að svara. Allur þessi langi inngangur um smjör og dælar, kerlingarvellu og kynjavemr þjónar þeim tilgangi einum að kynna myndir þær sem hér fylgja með. Ekki verður betur séð í fljótu bragði en þetta séu huldukálfar. Þær em teknar í nágrenni Smjördala eitt vell- ukvöldið nú undir lok ágústmánaðar. Kálfamir liggja í vellunni, óræðir og óraunvemleg- ir, eins og af öðrum heimi, huldu- heimi. Gaman væri að koma böndum á svona kálf, ala hann og sjá hvort hann mjólkar betur en norskar kýr, svo við nálgumst í lokin aftur þann raunvemleika sem stendur okkur nær. Páll Imsland GÆÐASTÝRING í HROSSA RÆKT, LANDNÝTING OG VOTTUM BETTILANDS Fagráð í hrossarækt hefur haft forgöngu um nýtt gæðastýringar- ferli í hrossarækt, sem byggist aðallega á þremur meginþáttum, skýrsluhaldi, vistvænni land- nýtingu og virku heilbrigðiseftir- liti. Fagráð fékk Landgræðslu ríkisins til að sjá um landnýting- arþáttinn í gæðastýringunni og lagði áherslu á að byggja upp vott- unarkerfi sem yrði einfalt, ódýrt og skilvirkt. Tilgangurinn með þes- sum þætti er að tryggja sjálfbæra nýtingu beitilands og velferð hrossa. Jafnframt er markmiðið að þeir hrossabændur er hafa sín beit- armál í lagi fái það staðfest með viðurkenndum hætti. Starfsfólk Landgræðslunnar hefur, í samráði við Fagráð, samið vinnureglur til að nota við vottun lands til hrossa- beitar. Þær byggjast á því að beiti- landið er metið skv. ástandsskala Rala og Landgræðslunnar, sem skýrður er í ritinu „Hrossahagar, aðferð til að meta ástand lands“. Matið er gert á haustmánuðum og miðast við ástand landsins eins og það er þegar matið fer fram. Starfsfólk Landgræðslunnar annast vottunina. Samhæfingamámskeið var haldið að Hólum í Hjaltadal í júlí sl. og og hófst vottunarstarfið með því að beitiland Hólastaðar var skoðað og metið. LFm 25 umsóknir um landvott- un hafa borist til Landgræðslunnar og hefur land þegar verið skoðað hjá nær öllum umsækjendum. Nú er verið að vinna úr vottun- argögnunum en allt bendir til þess að beitiland flestra umsækjenda muni standast vottunarkröfumar. Vaxandi samstarf Land- græðslunnar og Félags hrossa- bænda hefur þegar skilað sér í bættri beitarmenningu og auknu landlæsi landnotenda. Bætt beitar- menning mun í framtíðinni skila sér m.a. í betri afkomu hross- abænda og gefa búgreininni auk- inn styrk og vægi. Stefnt er að því að afhenda fyrstu niðurstöður landvottunar á 51. ársþingi LH. /BH Landbúnaðarvörur - Varahlutir Erum fluttir að Viðarhöfða 2 Nýtt símanúmer Mikið úrval af varahlutum 567-8400 og rekstrarvörum til bænda Vandaðar vörur - Gott verð Lyfjasprautur 2 ml og 5 ml Ormalyfssprauta 30 ml með 5 I kút. T'.'. J +£-.£ J. * ÁjCa-Q:k.^L. Í. L Lister fjárklippur - varahlutir á lager- Opið: 9-18 lau 10-14 ik', A' A’ jLI.A2.jL'.A.:.A-A Merkikrítar Merkisprey 400 ml Kárason Viðarhöfða 2-110 Reykjavik Box 8836. 128 Reykjavík Sími 567-8400 - Fax 567-8400 GSM 863-322 E-mail: pk@binet.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.