Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 1
17. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 17. október 2000 ISSN 1025-5621 Mjólkurprótein er verðmætasta efnið í mjólkinni Þriggja ára rannsókn hafin á efnainnihaldi mjólkur Rannsóknastofnun landbúnað- arsins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Samtök mjólkur- iðnaðarins standa að sameigin- legu rannsóknaverkefni um efnainnihald í mjólk með stuðn- ingi frá RANNÍS. Verkefnið hófst á þessu ári og er áætlað að það standi í 3 ár. Markmið verk- ÁnægOur með tækni í íslenskum Finnskur sérfræðingur í græn- metisrækt, Tom Murmann, var staddur hér á landi nýlega og skoðaði aðstæður hjá nokkrum garðyrkjubændum á Suður- landi og í Borgarfirði. Hann hef- ur sérhæft sig í raflýsingu við ræktun grænmetis og skoðaði þau mál sérstaklega hjá garð- yrkjubændum. Að því loknu hélt hann fyrirlestur í Garð- yrkjuskólanum sem var vel sóttur. Unnsteinn Eggertsson fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda segir að Murmann hafi þótt menn vera komnir nokkuð langt tæknilega. „Hann gerði hins vegar athugasemdir við það hvernig lamparnir snúa í húsunum. Nú snúa þeir flestir gafl í gafl en hann vilí láta þá snúa þvert á húsið. Þannig nýttist birtan niður eftir blöðunum betur. Hann sagði að þetta væri ekkert úrslita- atriði en gæti samt munað þó nokkru. Það væri þó háð gerð skermanna." Murmann gerði einn- ig athugasemdir við að gúrkurnar væru oft látnar hanga of lengi á plöntunum eftir að þær væru markaðshæfar. Einnig þótti hon- um og algeng sjón að gömul og rýr aldin, sem dregist hafa aftur úr hinum, fái að sitja of lengi neðan til á plöntunum, sem og vansköp- uð aldin. Hvort tveggja gerði það að verkum að plantan erfiðaði um of. Unnsteinn segir að Murmann hafi einnig gert ýmsar aðrar smá- vægilegar athugasemdir. M.a. talaði hann um að það væru nokk- ur vandræði hér með hve mörg húsanna væru gömul og lág en raflýsing krefðist hárra húsa. Finnar glíma reyndar við svipað vandamál. Murmann hafi hins vegar verið sérstaklega hrifinn af notkun heita vatnsins í gróðurhúsum hér en í Finnlandi er fyrst og fremst notast við olíu og kjarnorku. „Þeir hafa nefnilega lent í miklum vand- ræðum vegna hækkandi olíuverðs en það er nokkuð sem kemur ekki við íslenska garðyrkjubændur," sagði Unnsteinn. efnisins er að kanna helstu erfða- og fóðrunar- /umhverf- isþætti sem hafa áhrif á efna- samsetningu og vinnslueigin- leika kúamjólkur og þar með verðmæti hennar bæði fyrir framleiðanda og vinnslustöð. Einnig er ætlunin að mynda grundvöll að þekkingu á eigin- leikum íslenskrar kúamjólkur svo hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef til sam- keppni kæmi á sölu á mjólkurvörum á innlendum og erlendum mörkuðum. Rannsóknin er framkvæmd á þann hátt að safnað er upplýsing- um hjá bændum, en sérstök áhersla er lögð á fóður og fóðuröflun. Þá fara fram fóðurtilraunir bæði á rannsóknastofu (vambarhermi) og einnig gerðar fóðrunartilraunir á kúm á tilraunastöðinni á Stóra- Armóti. Mælingar fara fram á próteingerðum og hlutföllum ein- stakra próteina í mjólk. Þegar þessu verður lokið von- ast vísindamenn til að geta lagt fram leiðbeiningar til bænda um það hvernig á að standa að fram- leiðslu á mjólk með háu prótein- magni. Verðmœtasta efnið Að viðhalda háu og stöðugu próteini í mjólk árið um kring er mikilvægt fjárhagslegt viðfangs- efni fyrir hvern mjólkurfram- leiðanda. Mjólkurprótein er verðmætasta efnið í mjólkinni hvort sem litið er á málið frá sjónarhóli vinnsluaðilans eða framleiðandans. Verðlagningin til bóndans ræðst að 3/4 af prótein- magni. Þetta kom fram í grein eftir Gunnar Guðmundsson, forstöðum- ann á ráðunautasviði Bændasam- taka Islands sem birtist í Frey. Gunnar segir að á liðnum árum hafi meðalprótein í innleggsmjólk farið jafnt og þétt lækkandi. Frá öllum hliðum séð er þetta óæskileg þróun sem ástæða er til að sporna gegn með öllum tiltækum ráðum. „Próteininnihald mjólkurinnar á hverjum tíma er mikilvægt viðfangsefni í búrekstrinum sem ástæða er til að gefa gaum. Fram- leiðsla á próteinrikari mjólk krefst fóðurs af réttri efnasamsetningu, það þarf að vera orkuríkt og ef til vill verður það dýrara. Mik- ilvægustu verðmætaefnin í mjólkinni myndast í júgurvefnum sjálfum. Þess vegna skiptir rétt fóðrun kúnna miklu máli í þessu sambandi," sagði Gunnar. - Sjá viðtöl á bls. 6 við tvo skagfirska bœndur sem framleiða mjólk með óvenju miklu próteini. I nýja mjaltabásnum. F.v. Sindri, Gisli Björn, Kristín og Sigurjón. Fyrsti nýi mjaltabásinn um árahil í Skagafirðl Fyrsti mjaltabásinn í Skagaf- irði, sem keyptur er nýr frá framleiðanda, var settur upp fyrir skömmu á Vöglum, en þar búa þau Gísli Magnússon og Kristín Sigurmonsdóttir ásamt sonum sínum Þorkatli, Sindra og Gísla Birni. Básinn var syndiir almenningi síðastliðinn sunnudag og vakti hann óskipta athygli. Ábúend- ur á Vöglum eru að endurnýja fjósið og koma upp legubásafjósi fyrir 85 kýr. A Vöglum er framleiðsluréttur fyrir 140 þúsund lítra af mjólk. Þar fer fram umtuls- verð framleiðsla á nautakjöti. Sigurjón Ingimarsson, þjónustufulltrúi De Laval í Skag- afirði, sagði að básinn, sem heitir Alpro Maistro, væri sá fyrsti síðan 1986 sem keyptur væri nýr frá framleiðanda og settur upp í Skagafirði. Sigurjón gat þess að básinn á Vöglum væri sérstakur fyrir þá sök að ábúendur hefðu valið fullkomnasta búnaðinn sem völ er á og væri ekkert til sparað. Um er að ræða láglínu- kerfi og er unnt mjólka 12 kýr í einu en básinn getur annað 70- 100 kúm að sögn Sigurjóns. Þess má geta að í básnum eru t.d. ryðfríir skápar utan um aftakara og rafmagnssogskipti. Skáparnir auðvelda uppsetningu og þrif og minnka hávaða í sogskiptunum. Tölvubúnaður er af fullkomn- ustu gerð. „Nú erum við laus við allar hnébeygjurnar," sagði Gísli Björn og brosti breitt þegar Bbl kom í heimsókn að Vöglum fyrir skömmu en framkvæmdasemi þeirra á Vöglum er ekki bundin við byggingu nýja mjaltabássins og kaup á tækjum í hann. „Við erum að breyta yfir í lausagöngu. Mjaltabásinn var fyrsti áfangi en svo tókum við súgþurrkunar- hlöðuna undir legubása og fóðurrými. Á þessu ári var reist - iwnfcbt legubásarými fyrir 43 kýr. Þegar öllum framkvæmdum lýkur verða hér 85 básar." Milligerði, flórsköfur og básadýnur í fjósinu á Vöglum koma frá Vélavali í Skagafirði. Breytingarnar á fjósi og hlöðu á Vöglum voru hannaðar og teiknaðar hjá Byggingaþjónustu Bændasamtaka íslands. „Þetta er álíka mikil bylting og þegar menn þurftu ekki leng- ur að handmoka gömlu flórana," sagði Gísli Björn. „I fjósinu verða flórsköfur og maður þarf varla annað en að sópa úr básum einu sinni á dag! Ég vona að þetta verði allt komið í notkun eftir tvo mánuði." Eins og fyrr sagði fer fram nauteldi á Vöglum. Gísli Björn sagði að í eitt og hálft ár hefði ekkert naut farið í M-flokk. Á síðasta ári fóru um 50 naut í sláturhús en verða líklega um 60 á þessu ári. r >.¦ v k : ¦¦

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.