Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 10
10
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. október 2000
Fyrsti stjórnarfundar
nýrrar stjórnar LK
Kosið í
trúnafiar-
stððnr
Fyrsti fundur stjórnar
Landssambands kúabænda
starfsárið 2000/2001 var haldinn í
Hrísey um miðjan september.
Fundinn sátu Þórólfur Sveinsson,
Gunnar Sverrisson, Kristín Linda
Jónsdóttir, Birgir Ingþórsson,
Egill Sigurðsson og Sigurgeir
Pálsson. Einnig sat fundinn Snorri
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
LK. A fundinum var Gunnar
kosinn varaformaður LK, Kristín
Linda gjaldkeri og Birgir ritari.
Einnig var kosið í fagráð
nautgriparæktar; sem aðalmenn
voru valin Þórólfur Sveinsson,
Þórarinn Leifsson í Keldudal og
Sigurður Loftsson í Steinsholti, en
varamenn Gunnar Sverrisson og
Kristín Linda Jónsdóttir.
■ ’h-A'í M v
' 1 rc Á JkS ■ Sái V. ^ ■:
■éb É Jælj|ÉÉ -<:■ €* Æ' * AV Já él
v ^ | 'ífe d ^ áL- s
fcrrVi m V. Æk * —I
Matreiðslu
RJOMI
Hann er bara 15%!
Njóttu þess að borða góðan mat. Prófaðu fituminni
rjóma en þó með ekta rjómabragði!
Hann er kjörinn til notkunar hversdags við matargerð,
með eftirréttum og út í kaffi en hann hentar ekki til
þeytingar.
Hann er aðeins 15% og hitaeiningarnar eru helmingi
færri en í venjulegum rjóma!
nmr
MJÓLKURSAMSALAN
www.ms.is
Brautskráning
frá Hálaskóla
Sunnudaginn 27. ágúst var
brautskráning nemenda Hólaskóla
við hátíðlega athöfn í Hóladóm-
kirkju. Fjölmenni var viðstatt at-
höfnina. Að þessu sinni braut-
skáðust 16 nemendur af hrossa-
ræktarbraut, 5 nemendur af fisk-
eldisbraut og 6 af ferðamálabraut
eða alls 27 nemendur. Nemendur
ferðamálabrautar brautskráðust
einnig sem landverðir, en land-
varðanám er nú viðurkenndur hluti
námsins. Auk fastra nemenda
ferðamálabrautar lauk Jóhann
Svavarsson frá Sauðárkróki land-
varðamáminu. Einn nemandi,
Stefán Ágústsson brautskráðist
einnig sem stúdent frá skólanum.
Þá voru 13 nemendur af hrossa-
ræktarbraut veitt innganga í Félag
tamningamanna og tóku þeir við
viðurkenningum og bronsmerkjum
félagsins úr hendi Jóhanns Þor-
steinssonar.
Námsárangur var góður, en
hæstu einkunnir hlutu Guðlaug
Marín Guðnadóttir af hrossa-
ræktarbraut og fékk hún verðlaun
frá Hrossaræktarsambandi Skaga-
fjarðar, Edda G. Ævarsdóttir fékk
viðurkenningu frá Hitaveitu
Hjaltadals fyrir bestan árangur í
verknámi af hrossaræktarbraut.
Anna Hjaltadóttir hlaut verðlaun
frá Ferðamálaráði íslands fyrir
bestan árangur af ferðamálabraut
og hún hlaut einnig verðlaun frá
Náttúmvemd ríkisins fyrir bestan
árangur í umhverfisgreinum. Þá
hlaut Amþór Gústavsson verðlaun
frá Hólalax h.f. fyrir hæstu ein-
kunn á fiskeldisbraut sem var jafn-
framt hæsta einkunn yfir skólann
og fékk hann verðlaun frá Bænda-
samtökum Islands fyrir það.
Við athöfnina flutti sr. Gísli
Gunnarsson hugleiðingu, Jóhann
Már Jóhannsson söng við undir-
leik Jóhanns Bjarnasonar. Skúli
Skúlason skólameistari flutti
brautskráningarræðu og Ingimar
Jóhannsson frá landbúnaðar-
ráðuneytinu ávarpaði samkomuna
fyrir hönd ráðuneytisins. Að at-
höfninni í kirkjunni lokinni var
sest að veisluborði í skólahúsinu.
Það var glatt á hjalla í höfuðstöðvum íshesta í Hafnarfirði þegar
Bændablaðið leit þar inn. Þarna voru nemendur í 5. bekk Ártúnsskóla að
fræðast um íslenska hestinn en heimsókn þeirra er liður í tilraunaverkefni
sem Félag hrossabænda stendur að í samvinnu við íshesta og
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Alls taka sjö grunnskólar þátt í verkefninu.
Þessi mynd var tekin í seinni hluta heimsóknarinnar þegar börnin fengu
að komast í návígi við hestana en fyrri hlutinn fór í fræðslu. Frá vinstri:
Sigríður Hugrún Gunnarsdóttir, Svava María Ómarsdóttir, Jóhanna Elsa
Ævarsdóttir, Jóhanna Astrid Arnarsdóttir og Eggert Thorberg
Kjartansson.