Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. október 2000
Vel heppnaOup fundur
hjlí loOdýrabændum
Aðalfundur SÍL var haldinn á
Eiðum dagana 25. og 26. ágúst
2000. Þann 25. ágúst var haldinn
Búdagur og hófst hann með
fræðsluerindi sem Stefán Guð-
mundsson og Katrín Sigurðar-
dóttir fluttu um frjósemis- og
ræktunarhóp sem starfandi er á
Suðurlandi.
Þar kom skýrt fram hvað svona
samstarfshópar geta haft mikil
áhrif á áhuga, samvinnu og þá
einnig árangur bænda. Full ástæða
er fyrir aðra bændur að skoða
rækilega hvort ekki sé ástæða til
að mynda svona hópa á öðrum
svæðum.
Síðan var sest upp í rútu og
ekið til Jóns Sigurðssonar bónda í
Teigarseli, sem bauð gestum að
skoða loðdýrahúsin og fóðurstöð-
ina. Þaðan var ekið í Þrándarstaði
til Karls Jóhannssonar og loð-
dýrahús, fóðurstöð og tæki
skoðuð.
Að sjálfsögðu var boðið upp á
léttar veitingar í ferðinni en hún
þótti takast mjög vel.
SIL, fyrir hönd loðdýrabænda,
vill þakka Jóni í Teigarseli og
Karli á Þrándarstöðum og fjöl-
skyldum þeirra sérstaklega fyrir
þeirra framlag til þessa skemmti-
lega og góða dags.
Aðalfundur SÍL hófst kl. 10:00
árdegis þann 26. ágúst.
Kjömir fulltrúar voru 14 og af
þeim mættu 13 ásamt gestum og
loðdýrabændum víðsvegar að af
landinu.
Er það mál manna að fundur-
inn hafi verið málefnalegur vinnu-
fundur sem tekist hafi með
ágætum. Margar tillögur voru
lagðar fram og einnig voru sam-
þykktar margar ályktanir er
ljölluðu um hag bænda, stöðu loð-
dýraræktar, innflutning erfðaefnis,
lánamál, fóðureftirlit og fleira.
Fulltrúi til Búnaðarþings til
þriggja ára var kjörinn Reynir Sig-
ursteinsson og til vara Bjami
Stefánsson.
Einnig fór fram kosning til
stjórnar SIL, en kjörtímabili
fulltrúa af Austurlandi og Norður-
landi var lokið.
Kosningu hlutu af Austurlandi;
Bjöm Halldórsson, Engihlíð,
Vopnafirði, og kemur hann nýr í
stjóm fyrir Reyni Sigursteinsson
og vill stjóm fyrir hönd loð-
dýrabænda þakka Reyni góð og
vel unnin störf.
Varamaður var kjörinn Karl
Jóhannsson, Þrepi.
Af Norðurlandi var Jón Sig-
urðsson, Brennihlíð 3, Sauðár-
króki, kjörinn.
Varamaður var kjörinn Tómas
Jóhannesson, Túngötu, Grenivík.
Að aðalfundi loknum var hald-
inn stjómarfundur þar sem stjórn
skipti með sér verkum og er hún
nú þannig skipuð:
Formaður Bjöm Halldórsson,
Engihlíð
Varaformaður Jón Sigurðsson,
Brennihlíð 3
Gjaldkeri Þorbjöm Sigurðsson,
Asgerði
Ritari Bjami Ólafsson, Selfossi
Meðstjómandi Bjami Stefáns-
son, Túni
Framkvæmdastjóri Ami V.
Kristjánsson, Brúnagerði
Um kvöldið var síðan farið í
skemmtisiglingu með Lag-
arfljótsorminum þar sem snæddur
var kvöldverður og fegurðar Aust-
urhéraðs var notið í góðum félags-
skap loðdýrabænda sem áttu þama
afskaplega góða kvöldstund.
Fyrir hönd loðdýrabænda vill
stjóm SIL koma á framfæri
þakklæti til allra þeirra sem að
undirbúningi og framkvæmd þessa
aðalfundar komu og gerðu þessa
helgi okkur öllum ógleymanlega.
Fyrir hönd stjórnar,
Árni V. Kristjánsson
Haustnámskeið á Hvanneyri
Tímabært
aO skrá sig
Nú eru hafin haustnámskeið
Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri, en það fyrsta var
námskeið fyrir ráðunauta um
rekstrar- og fóðuráætlanir og
námskeiði um framleiðslu
loðdýrafóðurs, sem bæði hófust
11. október.
Fóðmn og uppeldi kvígna
Auglýsing um námskeið
haustsins birtist í síðasta
Bændablaði og önnur í þessu
blaði. Við viljum minna á
námskeið um fóðmn og uppeldi
kvígna sem haldið verður á
Hvanneyri 25.-26. október og í
Skagafirði 30.-31. október. Þetta
námskeið hefur nú þegar verið
haldið í nokkmm sveitum landsins
og mælst vel fyrir hjá bændum
þar. Bændur em hvattir til að nýta
sér þetta tækifæri og fræðast um
þennan mikilvæga þátt búskapsins
þar sem lagður er gmnnur að
framtíð mjólkurkýrinnar.
Fjárhundanámskeið
Fjárhundanámskeiðin eru eftirsótt
sem áður. Tvö slík hafa verið
auglýst á Hvanneyri í lok október
og em þau óðum að fyllast og því
er um að gera að hafa samband
sem fyrst.
Námskeið í nóvember
Námskeið nóvember mánaðar em
auglýst á öðrum stað í þessu blaði.
Þar em m.a. námskeið um
beiðslisgreiningu,
fjárhúsbyggingar og klaufskurð.
Nánari upplýsingar og skráning er
hjá Landbúnaðarháskólanum í
síma 4370000 eða tölvupósti hjá
endurmenntunarstjóra
helgibj@hvanneyri.is. /HBÓ
Fjóskettir
Vegtia greinar vand-
amálabónda skal þetta sagt:
I grein VB kemur fram að hann
sé bóndi með reynslu. í mínum
huga verður að teljast ótrúlegt að
geta búið í mörg ár við sama
vandann með vissra ára millibili,
án þess að reyna að finna lausn
sjálfur. Trúlega er þama á
ferðinni ormasýking því ormam-
ir nýta próteinið úr blóðinu
gegnum meltingarfærin. Vegna
skorts á próteini í blóðinu við
kynþroska geta komið fram grip-
ir með vansköpuð júgur. Þetta
segir að bændur gefa ekki
mjólkurkálfum sem öðrum
kálfum ormalyf í uppvexti.
Þrálát ormasýking stendur
kálfinum fyrir þrifum alla ævi.
Þessa visku hef ég eftir Grétari
Hrafni Harðarsyni dýralækni.
VB þykir það alvarlegt mál
að sumir bændur láti frá sér kálfa
á sæðingastöðina undan galla-
gripum og er ég honum
sammála. Þetta er því miður
bláköld staðreynd sem sést best á
breytileikanum í stofninum. I
hrossarækt gilda allt aðrar
áherslur, t.d. hækka og lækka
hross í dómi eftir árangri. Góður
knapi skiptir máli, en kýrin
öðlast kynbótadóm sinn á þrem-
ur fyrstu mjaltaskeiðunum, eftir
það skiptir engu hvort árangur-
inn er hækkun eða lækkun á af-
urðum, fitu eða próteini, alla-
vega sé ég ekki muninn.
Eðlilegt er að öll kynbóta-
nefndin fari og skoði allar
nautsmæður og sé viðstödd að
minnsta kosti eina eða fleiri
mjaltir á hverjum stað. Með því
er hægt að koma í veg fyrir að
gallagripir komist í ræktunar-
starfið líkt og í hrossaræktinni.
Þar eru sýningar í gangi,
ráðunautar skoða árangur
ræktunarstarfsins og fleiri en
einn dómari koma úr öðru héraði
til að dæma og er það mat þeirra
sem ræður úrslitum, en ekki fag-
legt mat eins dómara að dæma
eigin ræktun. Það ætti að vera
skylda að upplýsa um afdrif
nautsmæðrá og nauta sem tekin
eru til ræktunar.
Misskilningur að jágurbólga sé
œttgeng
Júgurbólga er áunnin þáttur
vegna sogs í uppeldi, löngun
eldri kálfa í mjólk á gjafatíma
leiðir til sogs hjá þeim þegar
uppeldið er í sama húsi. Því
ættum við að taka uppeld-
isaðferð þeirra feðga á Þorvalds-
eyri til fyrirmyndar, hætta að
beija lokin og líta á uppeldið
sem verðmæti enn ekki vand-
amál.
Vegna fréttar á RÚV
í hádegisfréttum RÚV fyrir
nokkru var talað við dýralækni
um júgurbólgu sem ólæknandi
vandamál. En stóri vandinn er of
stutt lyfjameðferð með lélegum
lyfjum vegna skammtímalausn-
ar. Þannig nær sýkillinn að
mynda ónæmi gegn lyfinu og
kýrin er þá komin með
ólæknandi króníska júgurbólgu.
Júgurbólgu á að lyfjameðhöndla
eins og sýkingar í mannfólki.
Fyrir nokkru var grein í
blaðinu sem hét „Fjöður í hatt“.
Þar létu nemendur Landbúnaðar-
háskólans í ljós álit sitt á
kennsluaðferð og skorti á
kennslugögnum og fannst mér
skólameistari ekki bregðast rétt
við aðfinnslum nemenda sinna.
A formannafundi Hrepp-
abúnaðarfélaganna á Suðurlandi,
sem haldinn var að Heimalandi
30. nóvember síðastliðinn, benti
ég skólastjóra á að skólinn væri
ekki í takt við tímann. Það þýðir
ekki að stinga hausnum í sand-
inn, skólinn verður að vera í takt
við nútíma landbúnað og vera
áhugaverður fyrir nemendur, en
ekki dragbítur aftanúr grárri
fomöld. Eg er sammála þeim um
að verknámið þurfi að taka mið
af reynslu og þekkingu hvers og
eins nemanda.
Daníel Magnússon,
kúabóndi,
Akbraut, Holta- og Landsveit
Láttu skoða vafasama gripi !
Að gefnu tilefni er minnt á þá
möguleika sem bændum bjóðast
varðandi sjúkdómagreiningar á
gripum sem eru haldnir sjúk-
dómum sem óvissa er um. Þetta á
sérstaklega við um einkenni sem
gætu líkst gamaveikitilfellum og
hugsanlega taugasjúkdómum.
Landssamband kúabænda hvetur
þá bændur sem
standa frammi
fyrir áðurnefnd-
um tilfellum að
hafa samband
við viðkomandi
héraðsdýralækni
eða sérfræðing
yfirdýralæknis í
smitsjúkdómum
nautgripa,
Sigurð Sig-
urðarson, í síma
567-4700.
Kostnaður greið-
ist af embætti
yfirdýralæknis,
enda leiði skoð-
un dýralæknis í ljós að um gmn
um ofangreind tilfelli sé að ræða.
Aðalfundur NLK ehf
Aðalfundur NLK ehf. var haldinn
í Hrísey 11. október og fóru fram
hefðbundin aðalfundastörf. Stjóm
lisrn sJVn öc tinath t,r
NLK ehf var endurkjörin en í
henni sitja: Gunnar Jónsson
(formaður) Egilsstöðum, Jón
Gíslason Lundi og Stefán
Magnússon Fagraskógi. Bústjóri
stöðvarinnar er Gísli Einarsson.
Sjá nánar viðtal við fram-
kvæmdastjóra stöðvarinnar í
blaðinu.
Smitgát á
kúabúum
Vinnuhópur LK
og Yfir-
dýralæknis, sem
íjallað hefur um
smitgát á kúa-
búum, hefur nú
gert tillögur um
góða búskapar-
hætti varðandi
smitgát. Nú er
verið að vinna að
útgáfu á leið-
beiningabækl-
ingi um málið,
sem dreift verður
til allra kúabúa á
landinu á næstunni. Einnig er
fyrirhugað að útbúa aðvömn-
armerkingar, sem bændur geta
sett upp í fjósum sínum til
aðvömnar fyrir óviðkomandi.
Nánari upplýsingar fást á
skrifstofu LK.
la'íori tv.i'úí'A'é i liíanc