Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. október 2000 Bændasamtökin lýsa yfir áhyggjunt vegna hækkunar á eldsneyti „Bændasamtök Islands lýsa þungum áhyggjum af hækkunum á eldsneyti, nú síðast þegar olíufé- lögin tilkynntu um mikla hækkun á díselolíu. Arið 1999 voru meðalútgjöld kúabús vegna kaupa á díselolíu fyrir dráttarvélar 99.445 kr. Miðað við það verð sem olíufélögin hafa nú auglýst verða útgjöld til díselolíukaupa 188.100 kr. næstu 12 mánuði, sem svarar til 89,2% hækkunar, miðað við árið 1999. Sambærilegar tölur fyrir meðalstórt sauðljárbú voru 60.942 á síðasta ári en 115.300 kr. eftir hækkunina. Þá er ótalinn aukinn kostnaður við rekstur bifreiða, og útgjöld vegna aðkeyptra flutninga aukast að sama skapi, bæði flutningar á afurðum og að- föngum. Með hliðsjón af afkomu bænda er ljóst, að verði þessar hækkanir viðvarandi geta bændur ekki tekið þær á sig og því hljóta þær á endanum að koma fram í verðlagi landbúnaðarafurða. Bændasamtök Islands skora á stjómvöld og olíusölufyrirtæki að leita allra leiða til að lækka verð á eldsneyti og koma með því í veg fyrir að holskefla keðjuverkandi verðhækkana fari af stað í þjóðfé- laginu." Þannig hljóðar fréttatil- kynning sem Bændasamtök Is- lands sendu frá sér fyrir skömmu. Verðhækkun á eldsneyd í byrjnn nktóber Um síðustu mánaðamót hækkaði verð á gasolíu um 13,9% og 95 oktana bensíni um 2,1%. í fréttatilkynningu sem Bændasamtökin sendu olíufélög- unum, fjármálaráðherra og fjölmiðlum, lýstu þau þungum áhyggjum af þessum hækk- unum. í samtali við Bænda- blaðið sagði Erna Bjarnadóttir, að hún hefði í framhaldi af þessu, farið til fundar hjá olíu- söluaðilum, sem fóru yfir verðmyndun á eldsneyti og lýstu Bændasamtök íslands, Lands- samtök sláturleyfishafa og Lands- samtök sauðfjárbænda hafa geng- ið frá samkomulagi um greiðslu vaxta- og geymslugjalds á tíma- bilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2001. Bændur sem geyma dilka og slátra þeim frá 1. nóvember 2000 til 31. maí 2001 til ferskkjötsölu og flokkist þeir í gæðaflokka sem falla undir hold- fyllingarflokka E, U, R og O og fituflokka 1, 2, 3 og 3+ skulu eftir slátrun fá geymslugjald kr. 11 á framleitt kg (í fyrra kr. 14 á framleitt kg) og að auki kr. 3,00 á kg fyrir hvem byrjaðan mánuð frá og með nóvember til slaátur- mánaðar (óbreytt frá fyrra ári). Vísltala neysluverðs Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í októberbyrjun 2000 var 201,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 1,0% frá fyrra mán- uði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 200,1 stig og hækkaði um 1,1% frá september. Þessi hækkun á vísitölu neysluverðs svarar til 12,7% hækkunar á árs- grundvelli. Lækkun gengis á íslensku krónunni að undanfömu kemur nú fram í hækkandi verði á innfluttum vömm s.s. mat- og drykkjarvörurm og fatnaði. Geng- islækkun krónunnar gagnvart dollar er einnig ein skýring á hækkkuði verði á eldsneyti. Mikil hækkun á fatnaði á skóm á einnig að nokkm rætur að rekja til þess að áhrif af útsölulokum koma nú inn að fullu. Heimild: Hagstofa íslands í grófum dráttum heimsmarkaði íyrir hráolíu og afurðir hennar. I máli þeirra kom fram að verðbreytingar á heimsmarkaði ásamt mikilli hækkun á gengi bandaríkjadollars að undan- förnu, hefðu leitt til hækkana á innkaupsverði sem kölluðu á hækkanir til neytenda hér á landi.. Sölu- og dreifingarkostn- aður er hins vegar óbreyttur í krónum talinn. Engin opinber gjöld eru lögð á gasolíu önnur en hafnargjald og síðan virðisauka- skattur sem verður hærri í krónum talið eftir en áður. Á esso.is er sl. miðvikudag (11. október) sagt frá því að miklar hækkanir kunni að vera yfirvofandi á heimsmarkaðsverði. Orðrétt segir í fréttinni: „Samkvæmt upplýsingum um birgðastöðu í Bandaríkjunum, sem birtar voru í gærkvöldi minnkuðu birgðir af hráolíu, gasolíu og bensíni í sl. viku. Sl. daga hefur verð á unnum olíuvörum hækkað nokkuð í kjölfar hækkandi hrá- olíuverðs og jafnvel gæti svo farið, að þjóðir heims stæðu frammi fyrir nýju tíu ára meti í olíuverði. Kuldakast er nú á austurströnd Bandaríkjanna og má búast við aukinni eftirspurn eftir húshitunar- olíu af þeim sökum, fyrr en búist var við, en nú þegar er um 40% minna af birgðum til þar af gasolíu til húshitunar, en á sama tíma á sl. ári. Afleiðing ókyrrðarinnar á olíumörkuðum núna er sú, að heimsmarkaðsverð hækkaði tals- vert í gær og hefur haldið áfram að hækka í dag, miðvikudag. Þrátt fyrir væntingar um meiri fram- leiðslu OPEC og sölu af vara- birgðum Bandaríkjanna hefur ókyrrð á olíumörkuðum aukist. Til viðbótar þessu virðist sem viðsjár í Miðausturlöndum hafi einnig leitt inn á olíumarkaðinn og olíuframleiðsluþjóðir þar kunni að blandast þar inn þau mál. I skýrslu Alþjóða orkumálastofnunarinnar segir, að olíumarkaðurinn sé svo óstöðugur þessar vikumar, að minnstu hreyfingar komi ókyrrð á markaðinn, með ófyrirsjáanlegri þróun olíuverðs. Stofnunin telur, að um þijár milljónir tunna þurfi inn á markaðinn af hráolíu til að anna eftirspurn." Stöðugt er verið að kanna markaði fyrir íslenskt lambakjöt og hér má sjá fjóra kappa sem héldu til Bandaríkjanna fyrir skömmu. Erindið var að heimsækja verslanir og verslanir og kjötkaupmenn í Minneappolis, Baltimore og Washington. Özur Láruson, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda sagði að gaman hefði verið að sjá hve góð skil verslanir gerðu íslenska lambakjötinu. „Þetta kjöt er ferskt og sérstaklega unnið fyrir Ameríkumarkað og þrátt fyri rað verðið sé hátt er eftirspurnin meiri en framboðið. Ef vel er á málum haldið þá tel ég að þetta sé markaður sem á eftir að stækka og gefa vel af sér.“ Þess má geta að þeir félagar skoðuðu matvæla sýningu í Baltimore, „Natural Expo East“ en sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að íslendingar taki þátt í henni næsta haust. „Þetta er stór og myndaleg sýning þar sem mikil áhersla er lögð á sérstakar gæðavörur og nýjungar sem eru að koma á markað í Banda- ríkjunum,“ sagði Özur. Á myndinni eru þeir Heimir Már Helgason, útflutningsstjóra Goða, Valdimar Grímsson, framkvæmdastjóri Goða, Baldvin Jónsson hjá Áformi og Özur Lárusson. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Ágúst-00 Júní -00 Sept-99 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2000 Aug-00 Aug-00 July '99 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 235,786 739,904 3,152,652 -15.0 -15.4 5.1 14.9 Hrossakjöt 73,676 189,996 1,078,942 -19.2 -1.4 6.7 5.1 Kindakjöt* 183,434 193,775 8,660,087 -5.6 -9.8 6.2 40.9 Nautgripakjöt 304,453 911,998 3,645,615 4.3 -3.0 -1.4 17.2 Svínakjöt 409,452 1,194,002 4,642,229 2.4 -0.4 3.4 21.9 Samtals kjöt 1,206,801 3,229,675 21,179,525 -3.8 -5.6 4.1 Innvegin mjólk 7,198,253 24,631,263 103,951,066 -10 -6.8 -4.3 Sala innanlands Alifuglakjöt 268,159 766,327 3,114,301 17.2 -2.8 1.3 16.2 Hrossakjöt 62,209 149,736 666,308 152.2 82.2 33.2 3.5 Kindakjöt 779,949 2,130,692 7,192,696 18.2 15.5 5.5 37.3 Nautgripakjöt 284,513 913,032 3,650,445 -0.4 -1.7 0.1 18.9 Svínakjöt 421,466 1,196,425 4,658,144 2.4 0.0 3.9 24.2 Samtals kjöt 1,816,296 5,156,212 19,281,894 12.8 6.5 4.1 Umrelknuð mjólk Umr. m.v. fitu 8,515,955 24,632,453 98,630,269 4.25 -1.63 -0.17 Umr. m.v. prótein 9,051,931 26,434,043 105,586,125 7.17 0.66 2.48 Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998. VMiimogatvinnulíf Umsjón Erna Bjarnadóttir Það verður sífellt dýrara að nota vélar og tæki. Þess vegna verða menn að leita allra leiða til að spara.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.