Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. október 2000
BÆNDABLAÐIÐ
13
Rætt við Eddu Björnsdóttur, formann
Landssamtaka skógareigenda:
Bændur mumi hafa Mnn
al skógrækt eftir 10-15 ár
Það er mikill uppgangur í
bændaskógræktinni þessa dag-
ana. Landshlutabundin skóg-
ræktarverkefni eru að fara af
stað um land allt og mikið er
einnig að gerast í málefnum
nytjaskógræktar og jólatrjáa-
ræktar. Formaður félagsins er
Edda Björnsdóttir, bóndi í
Miðhúsum á Héraði.
Hver eru helstu verkefnin hjá
landssamtökunum þessa dagana?
,JLandshlutabundnu
skógræktarverkefin eru helsta
verkefni okkar núna. Þeim hefur
verið hleypt af stokkunum eitt af
öðru og við erum nú í því að ýta
þeim almennilega af stað þannig
að þau komist á fullt skrið. Við er-
um einnig að vinna í því að afla
fjármagns fyrir samtökin þannig
að þau verði fjárhagslega
sjálfsstæð. í framhaldi af því mun-
um við þá geta ráðið okkur
framkvæmdastjóra."
Hvemig eru landshlutabundnu
verkefnin stödd núna?
„Héraðsskógar og Suður-
landsskógar em nú komnir á fullt
og Norðurlandsskógar em komnir
ansi langt. Vesturlandsskógar og
Skjólskógar á Vestfjörðum em
hins vegar skemur á veg komnir."
Verða fleiri slík verkefni sett á
laggimar?
„Það er ekki vitað til þess
núna. Það er þó verið að ræða um
Suðumesjaskóga en það er óljóst
hvort það verður sjálfstætt verk-
efni eða sett undir Suður-
landsskóga. Það er einnig óljóst
með fleiri jaðarsvæði, t.d. hvort
Héraðsskógar taki yfir Austur-
landsskóga, þ.e. ef íbúar fleiri
fjarða á Austurlandi vilji taka þátt í
þessu verkefni."
Þið fómð til Danmerkur í ágúst
að kynna ykkur jólatrjáarækt.
,Já, og þetta var mjög merki-
legt fimm daga námskeið. Við
fómm þama 13 skógarbændur á
Austurlandi og fimm fagmenn.
Við fómm norður til Tiested á
Jótlandi og sátum námskeið sem
danska ríkisskógræktin lagði upp
fyrir okkur. Þetta var mikið nám
og mjög fróðlegt."
Hveiju vonist þið til að þetta
námskeið muni skila?
„A aðalfundinum sem haldinn
var í fyrra var námskeið í
jólatijáarrækt. Það varð til þess að
tíu jarðir á Fljótsdalshéraði urðu
ákveðnar í að fara út í þessa rækt.
Þessi ræktun felst ekki í því að
planta tijánum inn á skóg eins og
áður hefur verið heldur er þetta í
raun eins og akuryrkja þannig að
trjánum er plantað í röðum. Danir
gera þetta á svipaðan hátt en við
viljum þó aðeins breyta áherslum
þeirra, m.a. vegna veðurfars og
Garðyrkjumiðstöð
opnuð á Reykjum
Laugardaginn 28. október
verður 1. áfangi Garðyrkjumið-
stöðvar við Garðyrkjuskóla
ríkisins, Reykjum í Ölfusi
opnaður. Um er að ræða sam-
vinnuverkefni skólans, Bænda-
samtaka íslands og Sambands
garðyrkjubænda þar sem leið-
beiningar, tilraunir, þróunar-
starf og menntun eru samþætt.
Garðyrkju ráðunautar Bænda-
samtakanna, Magnús Á. Ágústs-
son og Garðar Amason flytja úr
Bændahöllinni í Garðyrkjumið-
stöðina. Einnig flytur þangað Unn-
steinn Eggertsson, framkvæmda-
stjóri Sambands garðyrkjubænda,
en hann hefur haft skrifstofuað-
stöðu hjá Búnaðarsambandi Suð-
urlands á Selfossi. Guðni
Ágústsson, landbúnaðarráðherra,
mun opna Garðyrkjumiðstöðina
Það er list að kunna að tala um og selja ost. Þessar konur voru einmitt á
námskeiði hjá Osta- og smjörsölunni þegar Bbl. átti þar leið um. Konurnar
eru starfsmenn Nóatúns sem rekur margar verslanir á höfuðborgar-
svæðinu. Það var Dómhildur Sigfúsdóttir (lengst til vinstri) sem miðiaði
þeim af þekkingu sinni en auk þess og ekki síst var stuðst við bráðgóða
kennslubók sem OSS gaf út fyrr á árinu.
Smáauglýsinga-
síminn er
563 0300
annarra aðstæðna hér á landi. Það
þarf að læra bæði á tæki og
markaðssetningu trjánna. Við
munum að vísu aldrei koma til
með að rækta normannsþin en hins
vegar getum við ræktað blágreni
og mikið af furutegundum auk
rauðgrenis.
Verður rauðgrenið ekki alltaf
ráðandi þegar íslensk jólatré eru
annars vegar?
Nei, við teljum að það muni
breytast. Okkur finnst fólk hafa
sótt mikið í furu undanfarin ár og
við teljum að þær furutegundir
sem við erum með henti vel í
jólatrjáaræktun. Við erum þá ekki
að tala um stafafuru heldur lindi-
furu, bergfuru og fleiri tegundir.
Markmiðið hjá okkur er síðan að
komast inn á íslenska jólatijáam-
arkaðinn með þessar tegundir.
íslensk jólatré hafa ekki nema 30%
markaðshlutdeild og við stefnum
að því að auka hana. Við lítum
öðrum augum á þessa skógrækt en
aðra sem við höfum verið að
stunda. Þetta skilar t.d. arði fyrr en
nytjaskógamir.
Sérðu fyrir þér að bændur
muni stunda skógrækt í atvinnu-
skyni í framtíðinni?
„Skógrækt er þegar orðin vax-
andi atvinnugrein sem bændur
stunda með öðram búskap. Ég get
alveg séð það fyrir mér að menn
geri þetta að atvinnu sinni en til
þess þarf fólk að hafa aðlögun-
artíma og vera ákveðið í að stíga
nauðsynleg skref í þá átt. Við þurf-
um hins vegar að vera í sífelldri
endurmenntun og jólatijáaræktin
er dæmi um það því þar er um allt
aðra ræktun að ræða en nytj-
askógræk. Ég held að eftir 10-15
ár getum við séð einhverja bændur
á Héraði lifa af skógrækt."
formlega.
Garðyrkjuráðunautamir verða
áfram starfsmenn Bændasam-
takanna þrátt fyrir flutninginn en
BÍ haf gert þjónustu- og leigu-
samning við Garðyrkjuskólann
um aðstöðu þeirra.
Sigurgeir Þorgeirsson fram-
kvæmdastjóri BI segir tilganginn
vera að styrkja faglega miðstöð
garðyrkjunnar á Reykjum. „Við
hér í Bændahöllinni sjáum vissu-
lega eftir þessum starfsmönnum
héðan út því það er gott að hafa
mikla faglega breidd í starf-
seminni undir sama þaki. Það var
hins vegar metið þannig að það
hefði meira vægi að styrkja
faglega miðstöð garðyrkjunnar á
einum stað. Við munum eftir sem
áður hafa gagn af þessum ráðu-
nautum að svo miklu leyti sem
þörf er á upplýsingum úr garð-
yrkjunni inn í okkar starf.“
FAGRAÐ I
HROSSAR/EKT
Umsóknir um lán eða styrki úr
Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins
Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr.
70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofn-
verndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu
lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Verkefni sjóðsins eru:
að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar
íslenska hrossastofninum.
að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum
ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér
væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika
í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbóta-
gildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest.
Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2000.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá
Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til
15 nóvember 2000 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í
hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, Pósthólf 7080,107
Reykjavík.
Reykjavík 5 október 2000
Fagráð í Hrossarækt
VÉLÁR
I verslun Sindra ÍBorgartúni færðu
allt til rafsuðu á einum stað. Líttu
við, skoðaðu úrvalið og leyfðu
verðinu að koma þér þægilega á
óvart.
SIIMORI
Borgartúni 31 -105 Rvik • sími 575 0000
fax 575 0010 • www.sindri.is
Mixtúra 100 mg/ml
Notkunarsvið: Fenasól, vet. inniheldur
fenbendazól sem er fjölvirkt ormalyf.
Það er notað gegn þráðormum og íirfum
þeirra í meltingarvegi hrossa og jórturdýra.
Einnig gegn lungnaormum í sauðfé.
Pakkningar: 100 ml, 500 ml og 1000 ml.
Skömmtun: Sauðfé: 5 mg/kg þunga.
Hross og mutgripir: 7,5 mg/kg þunga.
Lesið vandlega leiðbeiningar
sem fylgja lyfinu. , ,
AF HVERJU STAFAR ÞETTA DULARFULLA, ROMANTISKA BROS?
Fenasól - gegn þráðormum
Dæmt um skömmtun:
Dýrategund Þungi Magn
Sauöfé 60 kg 3 ml
Nautgripir 200 kg 15 ml
Hross 400 kg 30 ml