Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. október 2000 Áfangasigrar fyrir bandaríska smábændur Talsmenn smábænda gleðjast yfir ákvörOunum bandaríska landbúnaOarráðuneydsins um sanngjarna samkeppni Chicaco - Bandarískir smá- bændur og taismenn þeirra eiga nú í átökum af sama tagi og viðureignin sem Davíð háði við Golíat, þar sem yfirburðir andstæðingsins eru afgerandi. Samt eru þeir að byrja að vinna smásigra í baráttunni gegn ris- unum á sviði iðnvædds landbúnaðar sem þeir óttast að muni hrekja þá út af markaðnum með aðferðum sem stríða gegn eðlilegri samkeppni. Smábændumir viðurkenna að mikið vanti á að þeim hafi tekist að hrófla við þeim yfirburðum sem fjölþjóðafyrirtækin hafa náð á helstu neytendamörkuðum, á sviði matvælavinnslu og í verslunar- keðjum með samruna og kaupum á fyrirtækjum á nokkrum undan- fömum ámm. En sumir smábændur segja að það hafi verið uppörvandi á þessu ári að fylgjast með róttækum ákvörðunum bandaríska landbún- aðarráðuneytisins, sem ætlar í september að efna til allsherjarat- kvæðagreiðslu um að enda sjálf- virka gjaldtöku á afurðir svína- bænda til að kosta auglýsingar fyr- ir svínakjötsiðnaðinn. Jafnframt er til athugunar að breyta reglum varðandi markaðssetningu á bú- peningi í girðingum - þ.e. naut- gripum sem vinnslustöðvarnar eiga og er beitt í haga sem teknir hafa verið á leigu. Dan Glickman landbúnaðar- ráðherra tilkynnti sl. föstudag (greinin birtist í byrjun ágúst) að samdar yrðu nýjar reglur til að tryggja eðlilega samkeppni í iðn- greinum sem tengjast búpeningi, kjúklingum og kjötvinnslu. Sam- kvæmt nýju reglunum yrði mun auðveldara að afla upplýsinga um sölustarfsemi, t.d. yrði skylt að gera grein fyrir framleiðslusamn- ingum. Sömuleiðis yrði lagt bann við því að tengja saman kaup á bú- peningi frá mismunandi seljend- um. Glickman tilkynnti að ráðun- eytið myndi beita sér fyrir yfir- heyrslum í september vegna beiðni samtaka á sviði landbúnaðar um harðara eftirlit með iðnvæddri markaðssetningu á búpeningi í beitarhögum og naut- gripum sem fóðraðir eru á vegum kjötvinnslustöðva. Glickman segist heyra mikið um áhyggjur framleiðenda vegna þess að beitt væri aðferðum sem ekki stæðust reglur um samkeppni. .,Það er því mikill þrýstingur á okkur að fara vel yfir lögin um auðhringi og einokun og fylgja þeirri löggjöf fast eftir. Þetta er forgangsverkefni í sveitahéruðum og í ráðuneytinu er tekið fast á þessu máli“, segir Glickman. En ráðherrann gat þess líka að þótt flestir séu þeirrar skoðunar að óhóflegur samruni fyrirtækja sé skaðlegur, er samt erfitt að skil- greina skaðann og fá bandaríska þingið til að grípa til viðeigandi ráðstafana. „Þetta eru leiðindamál, sem illt er að takast á við og ítrustu hörku beitt“, segir hann. Bill Christison, forseti bænda- samtakanna segir að miklu máli skipti að atkvæðagreiðslan varð- andi gjaldtöku og innheimtukerfi í svínakjötsframleiðslu næði fram að ganga vegna þess að breyta yrði reglum landbúnaðarráðuneyt- isins til að þetta yrði að veruleika. Hagsmunasamtök í verslun og iðnvæddum stórlandbúnaði „trúðu því ekki að þetta gæti gerst,“ segir hann. „Við erum ekki að sigra í baráttunni gegn fjölþjóðafyr- irtækjunum sem reyna allt hvað af tekur að hindra okkur í að afla okkur viðurværis, en við gætum náð markverðum árangri og tryggt samstöðu með stórum hópi bænda, ef við sigrum í þessari atkvæðagr- eiðslu," segir Christison. „Þetta gæti skipt sköpum í viðleitni okkar til að byggja upp baráttuþrek bændanna," bætti hann við. Lagfæringar á reglum varðandi búfénað í afgirtum beitarhögum skipta miklu máli að mati margra framleiðenda, vegna þess að ákvörðun grunnverðs á búpeningi sem seldur er samkvæmt slíkum samningum - og upplýsingar þar að lútandi - myndu lífga upp- boðsmarkaði og gefa bændum kost á réttmætara verðlagi. Margir bændur álíta að stóru kjötiðnaðarfyrirtækin stýri kerfinu og haldi niðri verðlagi með leyni- samningum í stað opinna uppboða til að tryggja sér öruggt framboð á búpeningi á lágu verði. Talsmenn kjötiðnaðarins segja hins vegar að kerfi framvirkra samninga haldi framleiðslulínum gangandi og vemdi störf með því að tryggja að ávallt sé nægt fram- boð á nautgripum til slátrunar. Þeir halda því fram að það séu eðlileg markaðsöfl framboðs og eftirspumar, en ekki samsæri fyr- irtækjanna um undirboð sem valda því lága verði á kjötafurðum sem nú tíðkast. Þeir benda einnig á að sem kaupendur vömnnar hafi fyr- irtækin ekki af því viðskiptahags- muni að hrekja framleiðendur út úr greininni. A hinn bóginn leyna þau sér ekki áhrifin af vaxandi fákeppni í landbúnaði: af 1.9 milljónum bændabýla sem skráð voru í manntalinu 1992, framleiddu 17 % býlanna 83 % af landbúnaðar- vömm á markaðnum, og sam- kvæmt annarri athugun stefnir í aukna hlutdeild stærstu fyrir- tækjanna. Þótt bændabýli í fjöl- skyldueign héldu 85% hlutfalli frá 1978 til 1992 féll þáttur þeirra í framleiðslunni úr 62% niður í 54%. Þessi hnignun var afleiðing þriggja ára ferlis þar sem 42.000 bændur hættu búskap. Fjögur stórfyrirtæki ráða yfir 85% af nautakjötsvinnslunni, um 75% af svína- og sauðfjárslátmn og helmingi kjúklingafram- leiðslunnar. Fjórir aðrir stórir aðil- ar hafa á sinni könnu 69% af sáðkornsmarkaðnum í Norður Ameríku ásamt 47% af markaði fyrir sojabaunafræ. í árslok 1998 annaðist eitt fyrirtæki, Monsanto, sölu á 88% af erfðabættu fræi í Bandaríkjunum, samkvæmt skýrslu landbúnaðamefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Síðastliðið ár er til marks um örar breytingar í þessum efnum. Þá yfirtók svínakjötsframleiðand- inn Smithfield Foods Inc. helsta keppinaut sinn Murphy Family Farms. Helsta fyrirtæki í kornútflutningi, Cargill Inc. náði tökum á næststærsta framleiðand- anum Continental Grain Co. og DuPont Co. keypti helsta fyr- irtækið í framleiðslu á fræi, Pione- er Hi-Bred Intemational Inc. „Allir em ólmir í að sameinast og hliðstætt ferli í smásölunni ýtir undir þessa þróun,“ segir Neil Harl, landbúnaðarhagfræðingur í Iowa State háskólanum. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er sú al- varlega hætta að stækkun fyr- irtækja fari hönd í hönd með auk- inni samhæfingu á öllum stigum matvælaiðnaðar." Dæmi um yfir- gripsmikla samþættingu af þessu tagi er þegar sama fyrirtækið á búfénaðinn, kjötvinnsluna og smásöluverslanimar. Oft er þetta gert með samningum við bændur. Fyrirtækið hjálpar bóndanum að byggja stórar fóðmnarhlöður á landareign sinni og leggur til fóður og búpening, en framlag bóndans er fólgið í vinnu hans. Svo er bóndanum greidd ákveðin upphæð fyrir hvern grís og nautkálf. Harl segist skilja þörfina fyrir iðnvæddan landbúnað, sem eins og aðrar iðngreinar, verður að ná fram hagkvæmni stærðarinnar til að geta keppt á heimsmarkaði. En með sífelldri fækkun sterkra fyr- irtækja, „er brotin niður frjáls, op- in og samkeppnisfær markaðssetn- ing,“ segir hann. „Kæmm við okkur virkilega um kerfi þar sem bændur eru ánauðugir leiguliðar og fyrirtækin leggja til allt sem þarf og annast framleiðsluferlið í heild sinni, að plægingunni einni undanskilinni?" spyr Harl. „Auk þess er þessi stefna, í andstöðu við lögmál sam- keppninnar, hrekur fjölskyldur af jörðum sínum, grefur hún undan verðlagningu landbúnaðarafurða á heimsmarkaði og getur af sér æ stærri búfjár- og kjúklinga- verksmiðjur sem eru hættulegar umhverfi sínu,“ segir Harl. Harl segir að nú þurfi bændur ekki bara að krcfjast þess að stranglega sé fylgt löggjöf gegn auðhringamyndun fyrirtækja, heldur gætu þeir þurft að samein- ast í eins konar stéttarfélög, t.d. á sviði markaðssetningar á komi og búfénaði, til að styrkja stöðu sína í baráttunni gegn risunum sem eru komnir á kaf í „landbúnaðarbisn- iss.“ „Kannske em bændur á svipuðu stigi núna og verk- alýðsfélögin vom fyrir einni öld, en vandamálið felst í sjálfstæði þeirra og stolti sem hindrar þá í að treysta á aðra en sjálfa sig,“ segir Harl. Hann telur einn möguleika felast í því að tengslum milli þeirra samvinnubúa sem þegar em komin á fót. Einnig mætti mynda samtök sem annars vegar semdu um verð á sáðkomi og hins vegar um söluverð framleiðslunnar. Harl telur nauðsynlegt að eign- araðild að fyrirtækjum á sviði erfðatækni verði sem breiðust og almennust. Einnig vill hann tak- marka möguleika stórfyr- irtækjanna til að stjóma fram- leiðslu og smásöludreifingu. I nokkmm ríkjum hefur þegar verið komið á banni við því að kjötiðnaðarfyrirtæki eigi búpen- ing. Hins vegar hefur viðleitni Bandaríkjaþings til að draga úr einokun í landbúnaði yfirleitt mis- tekist. Frumvörp um bann við sameiningu fyrirtækja á sviði landbúnaðarverslunar hafa dagað uppi í báðum deildum. Fred Stokes, forseti samtaka í Nebraska sem beita sér fyrir sam- keppnishæfum mörkuðum, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna Á hinn bóginn leyna þau sér ekki áhrifin af vaxandi fákeppni í landbúnaði: af 1.9 milljónum bœndabýla sem skráð voru í manntalinu 1992, framleiddu 17 % býlanna 83 % af landbúnaðarvörum á markaðnum, og samkvœmt annarri athug- un stefnir í aukna hlutdeild stœrstu fyrir- tækjanna. Þótt bœndabýli ífjölskyldueign héldu 85% hlutfalli frá 1978 til 1992féll þáttur þeirra íframleiðslunni úr 62% niður í 54%. Þessi hnignun var afleiðing þriggja áraferlis þar sem 42.000 bœndur hœttu búskap. Þetta segir í grein í bandaríska blaðinu Washington Post. deyfðar og áhugaleysis margra bænda. Margir þeirra em orðnir „svo bugaðir að baráttuþrekið er búið,“ eða „þeir em orðnir svo heilaþvegnir að þeir bara trúa því að verð hækki sjálfkrafa þegar er- lendir markaðir opnast aftur," seg- ir hann. „Jafnvel margt fólk sem komst í gegn um landbúnaðarkreppuna á níunda áratugnum, segist ekki vilja skipta sér af þessu,“ segir Stokes, fyrrverandi majór í hem- um sem reyndi fyrir sér í nautgrip- arækt í Mississippi, en hætti búskap vegna þess að hann var óánægður með alltof lágt verð og stofnaði einu bændasamtökin sem helga sig eingöngu stuðningi við samkeppnishæfari markað. Samt segist Stokes álíta að tveggja ára barátta samtaka hans gegn sammna í landbúnaði hafi að minnsta kosti stuðlað að því að upplýsa löggjafa og þá sem eiga að framfylgja reglum gegn auðhringamyndun um hættuna sem fylgir einokun í matvæla- iðnaði. Hann segir að í sumum ríkjum hafi jafnvel deildir í band- arísku landbúnaðarsamtökunum sem til þessa hafa verið íhaldssömustu og viðskiptasinn- uðustu samtökin í landbúnaði, sett fram öfluga gagnrýni á sammna og uppkaup landbúnaðarfyr- irtækja. Tamara White, sem stýrir af- urðadeild landbúnaðarsamtakanna í Illinois, segir að hennar samtök, þótt þau hafi ekki formlega andmælt sammna Cargill og Cont- inental Grain, hafi engu að síður rætt við embættismenn í landbúnaðar- og dómsmálaráðun- eytinu um tengsl þessa sammna við hringamyndun í komviðskipt- um í grennd við Illinois fljótið. Arangurinn varð sá, að hennar sögn, að sumar komgeymslur vom undanþegnar sölunni til Cargill. William Hefferman sem er félagsfræðingur, með sveitir sem sérgrein, við háskólann í Missouri segir: „I þau 20 ár sem ég hef fylgst með málefnum landbúnaðar, minnist ég þess ekki að hafa séð svo margvíslega hópa ná saman um eitt málefni. En því miður mun ekkert gerast fyrr en neytendur vakna til vitundar um hvort verðlag sé nægilega hátt til að halda framleiðslunni gang- andi.“ Neil Hamilton forstjóri stofn- unar við Drake University í Iowa sem sérhæfir sig í löggjöf er lýtur að landbúnaði, og formaður ráðgjafamefndar landbúnaðarráðu- neytisins um málefni smábænda segir að sammni í landbúnaði hafi staðið yfir um nokkurt skeið svo að flestir bændur hafi getað aðlag- ast smátt og smátt. En á síðastliðnum tveim ámm segir hann að bændur á smærri býlum sem rekin em sem fjölskyldufyr- irtæki hafi loks verið búnir að fá sig fullsadda og farið að spyrja sem svo: „Hvert stefnir þetta eig- inlega?" Og sumir þeirra sem sérhæfa sig í ákveðnum afurðum, svo sem sojabaunarækt hafi í auknum mæli farið að efast um gildi sammnastefnunnar, „t.d. vegna þess,“ segir Hamilton, „að þeir sáu fram á að missa marga meðlimi úr samtökum sínum.“ „Við höfum af því áhyggjur að bændur aki bara dráttarvélum fyrir aðra eða verði eins konar upphafn- ir húsverðir í svínastíum!" segir Hamilton. Að hans sögn hafa sum- ir samstarfshópar bænda hugleitt að útfæra hugmyndina um sam- starf bænda yfir í sameiginlega samninga um afurðaverð og verðlag á t.d. fræi og áburði. Hins vegar á Hamilton ekki von á miklum breytingum á regl- um varðandi hringamyndun í landbúnaði á næstunni. „Eins og horfir nú í svipinn geri ég mér ekki miklar vonir um að fá Bandaríkjaþing til að aðhaf- ast neitt róttækt til að vemda stöðu bænda á markaðnum,“ segir Ham- ilton, „enda er hér um að ræða sterk öfl og erfið viðureignar."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.