Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 19
Þríðjudagur 17. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Smáauglýsingar Til sölu Til sölu súrsað korn. Uppl. í síma 487-7847. Til sölu Ursus 335. Uppl. gefur Grétar í síma 456-1365. Til sölu MF-675 árg. '85 og Deutz-Fahr rúlluvél árg. ‘87. Uppl. síma 478-1936. Til sölu er 4000 I haugsuga frá Vélboða (snekkjudæla) árg. '85, verð 160 þús. Einnig MF bagga- bindivél og KR baggatína í ágætu lagi. Uppl. í síma 487-8190 og 853-8190_______________________ Til sölu dráttarvél, MF 362 4X4 árg. 1994 m/TRIMA 1490 tækjum og TRIMA kúplingu.notaður 2200 tíma. Uppl. í síma 435-1568_____ Til sölu Zetor 6718 árg. ‘73 (70 hö) verö kr. 150.000. Claas sjálfhleðsluvagn 24 m3 árg. ‘78. Verð kr 70.000. Alfa Laval rörmjaltakerfi fyrir 24 bása. Verð kr 50,000,- Öll verðin án vsk. Uppl. í símum 486-6742 og 486-6428. Til sölu gamall amerískur Muller 612 I lítra mjólkurtankur í góðu lagi. Uppl. í síma 482-1047. Tilboð óskast í Triolet heydreifi- kerfi í 20 m hlöðu og Mafa Aluzink fóðursíló 6,5 m3 ásamt 8 m3 snigli og eins fasa 2. hö mótor. Uppl í síma 462-4928 eftir kl. 20. Til sölu Muller mjólkurtankur 1200 I með nýrri kælivél. Uppl. í síma 462-4928 eftir kl. 20. Til sölu er snyrtihús á tjaldstæði. Tvö wc, sturta og pláss fyrir aðra. Vaskar í báðum endum og gashit- ari. Húsiö er staðsett á Borgarfirði eystri. Hægt aö flytja í heilu lagi á bíl. Verð kr 950.000. Uppl. í síma 478-1889 eftir kl 19 en á öörum tímum í síma 866-6259. Jón Þór eða Svava. Til sölu fjögur góð, negld vetrar- dekk á felgum undan Wolksvagen Vento (Gert ráð fyrir 4 boltum í felgu). Stærð: 175/65/R14. Dekkin eru á Akureyri. Kaupandi að þes- sum þekkjum fær sæmilegt sum- ardekk á felgu sem kaupauka! Einnig til sölu fjögur sæmileg, negld vetrardekk, stærð 195/65/R15. Dekkin eru í Reykja- vík. Uppl. í síma 893 6741._____ Til sölu Toyota DC árg. ‘90 , diesel, ekinn 197.000 km. Hækkaður á fjöðrum. Er á 31", með segl yfir palli. Bíll í góðu ástandi. Nánari uppl. í síma 891- 7911. Góður fjölnotabíll. Til sölu fjögura öxla Man árg 84 ekinn 340.000 km. 20 tonna burðargeta. Pallur 6,5 m laus skjólborð, stóll undir palli, gámabitar fyrir 20 feta. Uppl í sima 894-7337. Jónatan. Til sölu negld vetrardekk á felg- um fyrir Subaru Forester. Same dráttarvél 100 hö árg. ‘92. Vel búin með tækjum, lyftukrók og fl. Einnig FAI 266 D traktorsgrafa árg. ‘90, mjög vel með farin, notuö aöeins 1000 vst, keðjur, snjótönn og 5 stk backhoe skóflur fylgja. Uppl. í síma 587-6065. Sími 563 0300 Fax 552 3855 Netfang bbl@bondi.is Til sölu lítið bleikjueldisfyrirtæki til brottflutnings. Tilvalið fyrir byrj- endur. Uppl. veitir Græna hjólið, búvélamiðlun í sima 451-2774. Til sölu 6 kvígur, burðartími nóv- des.einnig 80 heyrúllur. Uppl í síma 463-1180 eða 862-0492. Til sölu Zetor 7045 4x4 árg. ‘84. Toppvél í góðu lagi og lítur mjög vel út. Einnig til sölu Lada Sport árg. ‘96 ekinn 55.000 km. Góður bíll. Verð kr 270.000. Á sama stað eru er til sölu 2.stk mjólkurtankar 800 I og 1200 I. Uppl í síma 464- 4290. Sigurður. Til sölu 2. stk áltankar 2500 I. Gætu hentað til seiöaflutninga eða sem vatnsmiðlunar. Tankarnir eru með loftþrýstijöfnun. Uppl í símum 486-3301 eöa 892-9872. Bændur-Hestamenn. Er að taka inn mikið magn af eik í stíur, vegg- jaklæðningar og fleira. Öll eik er hefluð, nótuð, þurrkuð og fösuö önnur hliö. Gott verö. Upplýsingar í síma 895-7785 og 586-1685. Til sölu Ijósavél Deutz/Siemens 8 kw, lítiö notuð. Einnig vatns- túrbína Voith 33 kw m.v. H 20 Q 163 sekl. Uppl í síma 456-2148. Til sölu sex kvígur, burðartími nóv.-des. Einnig 80 heyrúllur. Uppl. í síma 463-1180 eða 862- 0492.____________________________ Til sölu galvaniseruð hesthús- innrétting og plastdallar fyrir 5 hesta, Lítið notað. Verð kr. 50.000. Einnig MF-50B árg. ‘73. Verð kr. 100.000. Uppl. f síma 434-7855 Óska eftir Oska eftir að kaupa Aberdeen Angus kvígur. Uppl. í síma486- 3313 eða 895-9714._____________ Óska eftir dráttarvél 4x4, má vera frá árg. ‘74 eða yngri, 80 hö eða stærri í skiftum fyrir Bens 200 diesel árg. '87 með upptekinni vél. Á sama stað er til sölu Land Rover árg. ‘73. Nýupptekin vél, nýjar felgur og dekk. Uppl. í síma 461-2519 á daginn og um helgar. Óska eftir nothæfum beislum fyrir básafjós með mjaltabás. Uppl. í síma 487-6563. 20 notaðar básamottur fyrir kýr óskast. Uppl. í síma 435-1434 eftir kl.20.___________________ Óska eftir mótorvarahlutum eða mótor í IH TD-8 B jarðýtu (Nas- hyrning, mótor D-239) Óska einn- ig eftir heddi í Volvo vörubíl F-87. Uppl. í síma 464-4290. Sigurður. Stendur gamli bærinn auður á þinni jörð? Hef áhuga á að vinna sveitastörf fyrir leigu hans. Geri ekki miklar kröfur. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Bylgju í síma 867-3152. Landbúnadarvörur - Varahlutir Fóðurker 11,5 lítra I Kárason Viðartiöfða 2-110 Reykjavlk Sími 567-8400 - Fax 567-8401 Fjallað um mótafyrirkomulag á ársþingi LH Vilja sameina gæðinga- keppni ng ipróttakeppni Landssamband hestamanna heldur 51. ársþing sitt dagana 27. og 28. október nk. í íþrótta- húsinu í Mosfellsbæ. Á öðrum degi þings Valdimar Kristinsson blaðamaður, Helga Fjóla Guðnadóttir formaður Geysis og Sigurbjörn Bárðarson knapi ræða um hvort breytinga sé þörf á mótshaidi. Valdimar er þeirrar skoðunar að tvöfalda mótakerfið, þ.e. gæðingakeppni og íþróttakeppni, þarfnist breyt- inga. „Gæðingakeppnin á sér langa sögu en íþróttakeppnin byrjaði 1977. Síðan þá hafa þessa keppnir hins vegar orðið sífellt líkari þar sem kröfur til knapanna hafa aukist í gæðinga- keppnunum. Ég er því þeirrar skoðunar að það eigi að sameina þessar tvær keppnir,“ sagði Valdimar Valdimar segir núverandi mótafyrirkomulag fyrirferðamikið. „Hvert félag heldur eitt íþróttamót og eitt gæðingamót. Við erum síðan komin með styrkleikaflokka í báðum mótunum. Með þessu fást fleiri keppendur en vandamálið er hins vegar að þetta eykur enn umfang mótanna. Mín hugmynd er sú að fækka mótunum og fjölga þeim svo aftur á nýjum for- sendum. Eg tel að fjöldi mótanna í dag sé reyndar hæftlegur en hann er sniðinn fyrir þröngan hóp. Það stuðlar ekkert að eins örum framförum í hestamennskunni og þegar menn taka þátt í keppni því hestamaðurinn getur notað hana til að fá meira út úr sínum hesti.“ Valdimar segir að með auknum fjölda þátttakenda í keppnum leggi fleiri hönd á plóg- inn við mótshaldið. „Það má einnig benda á að í keppni á mótum þeirra sterkustu fáum við fleiri áhorfendur því þegar menn í neðri styrkfeikaflokkum keppa meira og fá aukinn skilning á keppninni eykst áhuginn hjá þeim á að fylgjast með því sem þeir fremstu eru að gera.“ Erindi Valdimars, Helgu og Sigurbjöms verður flutt á fyrri degi ársþingsins og verða síðan umræður í framhaldi af því. P. Kárason flytur í nýtt húsnæði Fyrirtækið P. Kárason hefur flutt starfsemi sína að Viðarhöfða 2 í Reykjavík. Fyrra húsnæði var orðið nokkuð þröngt enda hefur fyrirtækið verið að bæta við vörum jafnt og þétt síðan það hóf starfsemi í byijun ársins. Fyrirtækið selur einkum varahluti fyrir landbúnaðarvélar og hefur það úrval verið að breikka á síðustu mánuðum. Það eru þeir Pálmi Kárason og Eiður Pálmason sem reka fyrirtækið saman. Eiður segir þetta mun þægilegra í alla staði. „Það má segja að með þessu séum við komnir nær sveitinni. Síðan á eftir að koma vegur frá Vesturlandsveginum niður í þetta hverfi sem auðveldar enn frekar alla aðkomu að fyrirtækinu.“ Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel og segir Pálmi að bændur hafi lýst yfir mikilli ánægju með þjónustu þeirra. „Þeir segja okkur að það hafi vantað eitthvað svona lengi á móti samkeppnisaðilanum. Við viljum reyna að útvega flest það sem beðið er um og þetta nýja húsnæði mun hjálpa okkur til þess.“ lUámskeM fypir fagtúlk i gpfflna geiranum Garðyrkjuskólinn vekur at- hygli á tveimur námskeiðum fyrir fagfólk í græna geiranum, sem verða haldin miðvikudaginn 8. nóvember og fimmtudaginn 9. nóvember. Fagfólk er hvatt til að taka þessar dagsetningar frá. Sér- stakt tilboð verður fyrir þá sem skrá sig á bæði námskeiðin, en dagskráin verður send út fljótlega. Námskeiðin eru: * Plöntusjúkdómar, miðviku- daginn 8. nóvember í húsakynnum skólans. Fjallað verður sérstaklega um þá sveppasjúkdóma sem eru í gangi, t.d. á gljávíði, ösp, lerki og rauðgreni. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag garðyrkju- manna. * Umhirða grænna svæða í þéttbýli, fimmtudaginn 9. nóvem- ber í Þinghús Kaffi í Hveragerði (gamla hótelið). Námskeiðið er haldið í tengslum við haustfund Samtaka garðyrkju- og umhverfis- stjóra (SAMGUS), sem fer fram í Ölfusinu. Þá er fyrirhugað að halda nám- skeið um fræ og allt sem viðkemur þeim í nóvember í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti. /MHH Samstarfssamningur milli Dýralæknaháskóla Prince Edward eyju og Veiðimálastofnunar: Kanadamenn afistoða íslendinga í kræklingarækfinni Dýralæknaháskólinn á Prins Edward eyju í Kanada og Veiðimálastofnun hafa skrifað undir samstarfssamning til fimm ára þess efnis að Kanadamenn veitir ráðgjöf, aðstoði við þjálfun og standi að námskeiðahaldi fyr- ir kræklingaræktendur hér á iandi. Að auki munu þeir taka á móti íslendingum sein hafa áhuga á að kynna sér krækling- arækt í Kanada. Skólinn hefur þegar boðist til að taka við íslenskum háskólanemum í framhaldsnám í ræktun og líffræði skeldýra. Samningur þessi er gerður í framhaldi af ferð sem farin var til Orins Edward eyju fyrr á þessu ári til að kynna sér kræklingarækt en íbúar eyjunnar hafa náð langt í ræktuninni á þeim rúmu tuttugu árum sem hún hefur verið stunduð þar. Telja menn að nýta megi reynsluna þar til að byggja upp kræklingarækt á íslandi. Veiðimálastofnun vinnur nú í samvinnu við Hafrannsóknastofn- un að upplýsingaöflun, ráðgjöf og miðlun til áhugamanna um kræklingarækt. Verið er að vinna skýrslu um úttekt á kræklingarækt á íslandi sem kemur út í lok ársins. Á annan tug aðila hafa þegar hafið kræklingarækt hér á landi og er framleiðslugeta þeirra stöðva áætluð 300 tonn. Þó er líklegt að framleiðslan verði eitthvað minni á meðan menn eru að koma sér af stað í ræktuninni. Á myndinni má sjá þá Chester Gillian, þingmann frá Kanada, og Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra rita undir samninginn en þeir gegndu hlut- verki votta við undirritunina.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.