Bændablaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 1
18. tölublað 6. árgangur
Þriðjudagur 31. október 2000
ISSN 1025-5621
Nýr mjaltabás að Björgum í Ljósavatnshreppi
Fyrsd SAC mjalta
básinn norðan heiön
Bændafundir
i nóvember
Stjórn Bændasamtakanna
hefur ákveðið að efna til
fundaherferðar í nóvember. A
fundunum verður rætt al-
mennt um stöðu
landbúnaðarins og þau verk-
efni sem BI eru að sinna, en
síðast en ekki síst er ætlunin
að heyra í bændum. Þessir
fundir hefjast um miðjan
mánuðinn og verða auglýstir í
Bændablaðinu 14. nóvember.
Einnig verða þeir auglýstir á
heimasíðu BI (www.bondi.is).
Fjárræktarbúið á Hesti
Stærsti bak-
vöðvinn í 40 ár!
Stærsti bakvöðvi í lambi sem
mælst hefur á fjárræktarbúinu á
Hesti í 40 ár fannst í 21,8 kg falli
af hrútlambi sem slátrað var í
Borgarnesi fyrir skömmu. Vöðv-
inn reyndist 70 mm breiður og
38 mm þykkur eða um 26,6 fer-
sentímetra að flatarmáli. Fallið
var óvenju vel gert Og fekk hæstu
einkunn fyrir læra- og fram-
partshold. Þykkt síðufitu nam
aðeins 7 mm sem er lítið miðað
við þunga falisins og flokkaðist
það í E3.
Hrúturinn var einn af mörgum sem
var í tilraun þar sem m.a. var verið
að kanna áhrif mismunandi beitar
yfir sumarið fitu-
söfnun og gæða-
mat við slátrun.
Það er Stefán
Sch. Thor-
steinsson til-
raunastjóri á
Hesti og Sig-
valdi Jóns-
son bústjóri
sem annast
þessa tilraun
með aðstoð
Óðins Amar
Jóhannssonar, sem
nota mun gögnin í aðalritgerð við
Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri.
Lambhrútur þessi er undan hrút
sem heitir Þófi 68 á Hesti og á hann
ættir sínar að rekja til Galsa frá
Hesti og lengra aftur til Stramma,
sem margir sauðfjárræktendur
muna eftir vegna frábærra kjöt-
gæða.
í síðustu viku var tekinn í notk-
un nýr mjaitabás á Björgum í
Ljósavatnshreppi. Tækjabúnað-
ur í básnum er frá SAC en um-
boðsaðiii er REMFLÓ hf. á Sel-
fossi. Þetta er fyrsti básinn á
Norðurlandi með búnaði frá
SAC en REMFLÓ hf. hefur um
árabil selt bása af þessu tagi á
Suður og Vesturlandi. Mjaita-
básinn á Björgum er 2x4 láglínu-
kerfi. Innréttingar í básinn eru
smíðaðar úr ryðfríu stáli af RM
innréttingum, en þess má geta að
hönnun innréttinganna er í
samráði við REMFLÓ HF., sem
er dótturfélag Mjólkurbús Flóa-
manna. „Smíðin fer að hluta til
frani á staðnum. Segja má að
hver bás sé í rauninni klæð-
skerasniðinn að þörfum hvers og
eins“ sagði Sigurður Grétarsson,
hjá REMFLO hf. Fjósið á Björg-
um er lausagöngufjós með iegu-
básum fyrir 38 kýr. Abúendur
eru hjónin Hlöðver P. Hlöðvers-
son og Kornína Björg Óskars-
dóttir.
Sigurður sagði að REMFLÓ
hf. hefði gert nokkur tilboð í
mjaltabása á Norðurlandi en ekki
haft erindi sem erfiði fyrr en nú.
„Eg kann ekki skýringu á því af
hverju básar frá okkur hafa ekki
orðið fyrir valinu fyrr en nú. Það
er alla vega ekki vegna þess að
tækin standist ekki gæða- eða
tæknilegan samanburð og
verðlagið er mjög samkeppn-
inhæft. Það má vera að það sé
vegna þess að enginn sýnilegur
þjónustuaðili hefur verið á
staðnum" sagði Sigurður og gat
þess að nú væru þeir búnir að
tryggja sér þjónustuaðila til að
þjónusta tæki frá REMFLÓ á
Norðurlandi, það er Oddur Örvar
Magnússon hjá Kælitækjaþjónust-
unni á Húsavík.
Básinn á Björgum er einn sá
fullkomnasti sem REMFLÓ hf.
getur boðið bændum. Tækjabún-
aðurinn samanstendur af móður-
tölvu sem er tengd tveimur kjam-
fóðurbásum inni í fjósi og átta
útstöðvum með lyklaborði sem
staðsettar eru við hvert mjaltatæki
í mjaltagryfjunni, við útstöðvamar
er tengdur stafrænn rennslismjólk-
urmælir. Einnig er júgurbólgu-
skynjari í hverju mjaltatæki ásamt
sjálfvirkum aftökurum. „Búnaður-
inn býður upp á ýmsa skráning-
armöguleika úr mjaltabásnum. I
útstöðina geta menn sótt og slegið
inn upplýsingum sem þeir verða
varir við meðan á mjöltum stend-
ur, en líka geta menn athugað hluti
eins og til dæmis hvar kýrin er
stödd í mjaltaskeiði, hvað hún át
mikið úr kjarnfóðurgjafanum í
fjósinu og þannig má lengi telja.
Júgurbólguskynjarinn gefur upp-
lýsingar um heilbrigðisástand
júgursins um leið og mjöltum er
lokið á hverri kú, og með hjálp
hans er hægt að meðhöndla júgur-
bólgu á byrjunarstigi án lyfjagjaf-
ar „ sagði Sigurður. „Þar sem nú
er búið að koma upp þessum bás
geta norðlenskir bændur séð hann
með eigin augum, en fram til
þessa hafa þeir þurft að fara suður
í þeim erindum. Fyrstu mjaltakerf-
in frá SAC voru sett upp árið
1992, en nú er búið að setja upp
tæplega 40 mjaltabása af þessari
gerð. Verðið er fullkomlega sam-
keppnishæft þannig að ég á von á
því að þessi bás sé bara byrjunin á
þjónustu okkar við norðlenska
mjólkurframleiðendur."
En meira um básinn. Vinnslu-
ferlið í honum er alsjálfvirkt.
Kýrin skráist inn til mjalta um leið
og hún gengur inn í mjaltabásinn
en sendir sem hún ber í hálsbandi
skráir númer kýrinnar á skjá
viðkomandi útstöðvar. Að loknum
mjöltum sendir útstöðin magn
mældrar mjólkur, ásamt öðru sem
hugsanlega hefur verið skráð inn á
móðurtölvu kerfisins sem heldur
þar utan um allar upplýsingar um
gripina. Frá móðurtölvunni er
kjamfóðurgjöfinni stýrt, hægt er
að forrita kjamfóðurgjöf fyrir
hvern grip á margan hátt, t.d.
fóðmn eftir mjólkurmagni, stöðu á
mjaltaskeiði, eða eftir visku bónd-
ans um gæði kúa sinna. Móður-
tölvan sér síðan um að dreifa
kjarnfóðurgjöfinni jafnt yfir sólar-
hringinn og safna upplýsingum
um hvemig kjamfóðurgjöfin skil-
ar sér til gripanna.
Þess skal getið að Hlöðver og
Komína bjóða áhugasama bændur
hjartanlega velkomna til að skoða
- en gott væri að þeir hefðu þó
samband áður en þeir mæta á
staðinn.
í nýja mjaltabásnum á Björgum í Ljósavatnshreppi. Efri röð frá vinstri: Oddur Örvar Magnússon,
þjónustustufulltrúi fyrir SAC, Steinþór Guðjónsson frá REMFLÓ HF. og Sigurður Grétarsson frá REMFLÓ HF.
Neðri röð: hjónin Hlöðver Pétur Hlöðversson og Kornína Björg Óskarsdóttir, bændur á Björgum, ásamt dætrum
sínum Ástu Ósk, sem stendur á milli foreldra sinna og Jónu Björgu, til hægri í bláum galla. Það er þriðja dóttirin,
Þóra Magnea sem er fremst á myndinni.
RALA og IBH efb samstarf rannsökair
og kennslo i saoöprrækt og bútækni
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
hafa gert með sér samkomulag um
kennslu, rannsóknir og þróun í
sauðfjárrækt og uppbyggingu og rekstur
rannsókna og þróunarbús í sauðfjárrækt.
Markmiðið er að efla rannsóknir, þróun
og kennslu í sauðfjárrækt með sameigin-
legu átaki. Stofnanirnar hafa einnig gert
með sér samkomulag á sviði bútækni um
kennslu, rannsóknir og þróun, endur-
menntun og ráðgjöf svo og önnur við-
fangsefni til hagræðingar og eflingar
þjónustu stofnananna við landbúnaðinn.
Samningarnir voru undirritaðir á Hvann-
eyri og á Hesti í gær og staðfestir að
Guðna Ágústssyni
Samkomulag um sauðfjárrækt, felur í
sér að RALA og LBH munu framvegis
standa sameiginlega að fjárbúi á tilraun-
astöðinni á Hesti, en RALA sér um rekstur
tilraunastöðvarinnar á Hesti og ber rekstrar-
lega og fjárhagslega ábyrgð á honum. Stofn-
animar munu nýta nýta aðstöðu á Hesti sam-
eiginlega til rannsókna, kennslu og
námskeiðahalds. Á sama hátt geta stofnan-
imar nýtt aðstöðu í peningshúsum eða í landi
LBH á Hvanneyri ef það þykir henta fyrir
rannsókna- og þróunarverkefni í sauðfjár-
rækt. LBH fær alla aðstöðu til verklegrar
kennslu í sauðQárrækt í fjárhúsunum á
Hesti.
Emma Eyþórsdóttir, sviðstjóri biífjár-
ræktarsviðs RÁLA hefur verið ráðin fagleg-
ur yfirmaður í umboði beggja stofnana og
verður hún í hálfu starfi við hvora stofnun
frá næstu áramótum. Hún ber ábyrgð á rann-
sókna- og ræktunarstefnu búsins á Hesti og
ber jafnframt stjómunarlega ábyrgð á náms-
framboði LBH í sauðfjárrækt. Fram kemur í
samkomulaginu að RÁLA og LBH stefna að
samþættingu búrekstrar á Hvanneyri og
Hesti með aukna hagræðingu að leiðarljósi.
M.a. verði stefnt að sameiginlegu vélavið-
haldi og vélarekstri og að sameiginlegri nýt-
ingu vinnuafls eftir því sem hagkvæmt þykir
hverju sinni.
Eins og fyrr sagði hafa LBH og RALA
einnig gert með sér samkomulag um bú-
tækni, rannsóknir og fræðslu. í því kemur
m.a. fram að Bútæknihúsið á Hvanneyri
verður miðstöð þeirra starfsemi sem um er
samið og rekið sameiginlega af RALA og
LBH. RALA fær aðstöðu til bútæknir-
annsókna, búvélaprófana og þróunarverk-
efna í peningshúsum og á túnum og útjörð
LBH. Þá munu sérfræðingar bútæknisviðs
RALA taka að sér kennslu í bútæknigreinum
við LBH eftir því sem mannafli sviðsins
leyfir.
Ætlunin er að samræma rannsókna- og
þróunarstarf LBH og RALA á bútæknisviði
og verður gerð samræmd verkáætlun stofn-
ananna til þriggja ára í senn og endurskoðuð
árlega. Þá kemur fram að stofnanimar muni
bjóða fram sameiginlega endurmenntun-
amámskeið á sviði bútækni.
'. . 'í'.V-